| |
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar | Skipan áheyrnarfulltrúa Viðreisnar í menningar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundaráð.
Júlíus Andri Þórðarson Lindarbergi 6 verður áheyrnarfulltrúi í Íþrótta og tómstundanefnd, varaáheyrnarfulltrúi verður Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir Öldutúni 10.
Jón Ingi Hákonarson Nönnustíg 5 verður áheyrnarfulltrúi í Menningar og ferðamálanefnd, varamaður verður Rebekka Rós Rósinberg Harðardóttir, Einivellir 1. Birna Lárusdóttir fer út sem varamaður í SBH og Bjarni Lúðvíksson, Nónhamar 8, 221 Hafnarfirði kemur í hennar stað.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
2. 2503626 - Sumarið 2025, viðburðir | Verkefnastjóri fer yfir minnisblað um búnaðaróskir fyrir viðburði. | Menningar- og ferðamálanefnd þakkar kynninguna og sendir til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu. | | |
|
3. 2508404 - Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins, 2025 | Þann 16. september mun Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins halda sitt þriðja Ferðamálaþing höfuðborgarsvæðisins. | Menningar- og ferðamálanefnd fagnar því að ferðamálaþing sé haldið í Hafnarfirði árið 2025 og hvetur áhugasama um ferðamál að mæta. | | |
|
4. 2412154 - Menningarstyrkir 2025 | Umsóknir sem bárust í seinni úthlutun menningarstyrkja 2025 lagðar fram. | | |
|
5. 2508252 - Jólaþorpið 2025 | Verkefnastjóri fer yfir fyrstu skref undirbúnings Jólaþorpsins 2025. | | |
|
6. 2508402 - Heimar og himingeimar, Bókasafn Hafnarfjarðar, 2025 | Unnur Helga Möller, verkefnastjóri viðburða á Bókasafni Hafnarfjarðar kemur til fundarsins og segir frá búninga- og leikjasamkomunni Heimar og himingeimar sem fram fór í lok ágúst. | Menningar- og ferðamálanefnd þakkar kynninguna og þakkar fyrir frábæra og vel sótta hátíð. Rúmlega 10.000 gestir komu á Bókasafn Hafnarfjarðar dagana 29.-31.ágúst og tóku þátt í töfrum heima og himingeima. Menningar- og ferðamálanefnd þakkar hjálagt minnisblað og sendir áfram í fjárhagsáætlunargerð. | | |
|
| |
7. 1410251 - Bæjarbíó, bíóráð, fundargerðir | Lagt fram. | Fundargerð 1 bíóráð Bæjarbíós 2025.pdf | | |
|