Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 472

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
25.06.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Anna Ingvarsdóttir varaáheyrnarfulltrúi,
Margrét Lilja Pálsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Lögð fram bókun bæjarstjórnar á skipun fulltrúa í ráð og nefndir næsta árs.
Lagt fram.
Bæjarstjórn - 1957 (18.6.2025) - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar.pdf
Aðalsteinn Hrafnkelsson forstöðumaður íþróttamannvirkja og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mæta til fundarins undir öðrum dagskrárlið.
2. 2303964 - Ásvallalaug, útisvæði
Lögð fram til kynningar tillaga að útisvæði við Ásvallalaug og kostnaðarmat. Skipulagshöfundar mæta til fundarins.

Þarfagreining íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna kennslulaugar lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
3. 2208505 - Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Tekið fyrir að nýju minnisblað varðandi Reykdalsstíflu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í ráðstafanir til að auka öryggi við Reykdalsstíflu með uppsetningu á björgunarbúnaði og varúðarmerkingum. Sviðinu falið að kostnaðarmeta steinafyllingu við lónið og hönnun handriða í samræmi við tillögur Verkís.
4. 24011109 - Smyrlahraun - uppbygging íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Lögð fram útboðsgögn fyrir 6 íbúða íbúðakjarna við Smyrlahraun 41A.
Lagt fram.
Stefán Eiríkur Stefánsson verkefnastjóri mætir til fundarins undir fimmta dagsrkárlið.
5. 2411643 - Viðhald húsnæðis og lóðar 2024 og viðhaldsáætlun 2025
Farið yfir framkvæmdir og viðhald á skólahúsnæði og skólalóðum fyrir árið 2025.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
6. 1808351 - Suðurbæjarlaug, framkvæmdir
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gera tilfærslur í fjárfestingaráætlun svo að hægt sé að klára þær framkvæmdir sem áætlað var að gera árið 2025.
7. 1305269 - Thorsplan, útfærsla
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skoða að setja gervigras á grasfleti á Thorsplani í samráði við hönnuð.
8. 2506007 - Flutningur hnefaleikafélagsins
Samningur Hafnarfjarðarbæjar og Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar um uppbyggingu aðstöðu fyrir hnefaleikaaðstöðu til framtíðar að Suðurhellu 5 lagður fram ásamt bókun bæjarstjórnar frá 18. júní 2025.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gera tilfærslur í fjárfestingaráætlun vegna Selhellu svo hægt sé að standa við gerðan samning.
Bæjarstjórn - 1957 (18.6.2025) - Flutningur hnefaleikafélagsins.pdf
Fundargerðir
9. 2501141 - Sorpa bs., fundargerðir 2025
Lögð fram fundargerð 516. fundar.
Fundargerð 516. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta