Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 1697

Haldinn á hafnarskrifstofu,
21.01.2026 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðmundur Fylkisson formaður,
Kristín María Thoroddsen varaformaður,
Helga Björg Loftsdóttir aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Sigrún Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Helena Mjöll Jóhannsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Valdimar Víðisson bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2511390 - Óseyrarbraut 26, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi lóðarhafa Óseyrarbrautar 26 sem vísað var til hafnarstjórnar frá fundi skipulags- og byggingaráðs þann 8. janúar sl. Óskað er eftir stækkun byggingareits, auknu nýtingarhlutfalli, hámarkshæð verði 16. m. kvöð um lagnir í jörð á lóðinni aflögð og þakform verði frjálst og hækkun á gólfkvóta.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Óseyrarbraut 26.
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar fagna uppbyggingu á hafnarsvæðinu, en benda um leið á þann vanda sem skapast á svæðinu vegna umferðaraukningar þegar Tækniskólinn rís, en þá má búast við að það komi meira en þrjú þúsund nemendur og starfsfólk á svæðið daglega. Og það er til viðbótar við þann fjölda sem bætist við með áformum um byggingu um 1300 íbúða í næsta nágrenni við Óseyrarbraut og Hvaleyrarbraut eða um 3500 íbúar. Núverandi gatnakerfi mun ekki anna stórauknum umferðarþunga á svæðinu sem sinna á tæplega sjö þúsund manns til viðbótar við nú þegar þunga hafnarumferð. Þær fáu hugmyndir sem nefndar hafa verið til lausnar munu ekki leysa þennan vanda. Fulltrúar Samfylkingarinnar kalla ákveðið eftir því að raunhæfar og gagnlegar tillögur verði lagðar fram í samgöngumálum á svæðinu og leitað verði samráðs við Vegagerðina.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar óska bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar samþykkja fyrirliggjandi tillögu að því gefnu að umfang vegna stækkunar hafi ekki meiriháttar áhrif á aukna umferð vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem áður hafa verið samþykktar og að tekið hafi verið tillit til þess í umferðargreiningu sem nú þegar er í gangi.

25033 deiliskipulag Óseyrarbraut 26, breyting.pdf
Skipulags- og byggingarráð - 840 (8.1.2026) - Óseyrarbraut 26, breyting á deiliskipulagi.pdf
2. 2508535 - Hafnarreglugerð - afmörkun hafnarsvæðis
Tekin fyrir að nýju tillaga að nýjum hafnarmörkum fyrir Hafnarfjarðarhöfn og endurskoðuðum ákvæðum í hafnarreglugerð í samræmi við núgildandi hafnarlög.
Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til yfirferðar og umsagnar hjá innviðaráðuneyti.
Kynningar
3. 2601004 - Framkvæmdir á hafnarsvæðum
Hafnarstjóri fór yfir helstu framkvæmdir sem eru fyrirhugaðar og í undirbúningi á hafnarsvæðinu á yfirstandandi ári.
4. 2601266 - Hafnasambandið - Framtíðarsýn fyrir ísl. hafnir
Lögð fram til kynningar samantekt Hafnarsambands Íslands "Framtíðin og íslenskar hafnir."
Skýrsla um framtíðarstefnu hafna - Framtíðin og ísl. hafnir 2025.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta