| |
| 1. 2501737 - Verkefnastjóri fjölmenningar | | Hildur Ýr Jónsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar mætir til fundar undir þessum lið. | Fjölskylduráð bíður Hildi Ýr Jónsdóttur velkomna til starfa og þakkar henni fyrir kynninguna.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn í fjórum liðum:
1. Sjóður sem styður við þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi: Fjölskylduráð fékk upplýsingar um úthlutun sjóðs sem styður við þátttöku barna af erlendum uppruna í íþrótta- og tómstundastarfi árið 2022. Óskað er eftir upplýsingum um úthlutanir sjóðsins árin 2023, 2024 og á yfirstandandi ári. Hafi engar úthlutanir verið úr sjóðnum á þessum árum er óskað eftir útskýringum á því.
2. Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna:
Er áætlunin enn í gildi og hver ber ábyrgð á því, innan stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar, að fylgja henni eftir?
3. Ungmenni 16-25 ára með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn
Ungmennahúsið Hamarinn, sem lagt var niður með ákvörðun fjölskylduráðs og fræðsluráðs sumarið 2024, var vel sótt af ungmennum með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Óskað er upplýsinga um hvort, og þá hvernig, standi til að ná til þessara hópa í nýjum tómstundaúrræðum fyrir ungmenni á aldrinum 18-25 ára í Hafnarfirði.
4. Nú hefur fjölmenningarráð ekki fundað um langan tíma. Stendur til að virkja ráðið á nýjan leik og fá það í vinnu með verkefnastjóra fjölmenningar? | | KYNNING FYRIR FJÖLSKYLDURÁÐ 21.10.25.pdf | | |
|
| 2. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | | Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 3. 2505063 - Reglur um stuðningsfjölskyldur | Lögð fram umsögn samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks. Reglur lagðar fram til afgreiðslu. | | Fjölskylduráð samþykkir reglur um stuðningsfjölskyldur og vísar þeim til bæjarstjórnar til frekari samþykktar. | | Reglur Hafnarfjarðar um stuðningsfjölskyldur september 2025.pdf | | Reglur Hafnarfjarðar um stuðningsfjölskyldur 16.9.2025.pdf | | |
|
| 4. 2505059 - Reglur um skammtímadvalir | Lögð fram umsögn samráðshóps í málefnum fatlaðs fólks. Reglur lagðar fram til afgreiðslu. | | Fjölskylduráð samþykkir reglur um skammtímadvalir og vísar þeim til bæjarstjórnar til frekari staðfestingar. | | Reglur um skammtímadvalir 19.9.2025.pdf | | Reglur Hafnarfjarðar um skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni maí 2025.pdf | | |
|
| 5. 2303899 - Biðlistar eftir félagslegum íbúðum í Hafnarfirði | | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá. Fyrirspurn lögð fram. | Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi fyrirspurn:
1. Hvað eru margar félagslegar íbúðir í Hafnarfirði og hversu margar eru þær á hverja þúsund íbúa bæjarfélagsins? 2. Hversu margir einstaklingar og fjölskyldur eru núna á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ? a. hversu margir á biðlistanum teljast í brýnni þörf eftir húsnæði? b. Hver er meðalbiðtími fólks á biðlistanum eftir húsnæði? Óskað er upplýsinga um meðalbiðtíma eftir 2 herbergja íbúðum, 3 herbergja íbúðum, 4 herbergja íbúðum og 5 herbergja íbúðum.
3. Hversu margar íbúðir hefur Hafnarfjarðarbær keypt inn í félagslega húsnæðiskerfið á síðustu fimm árum, sundurliðað eftir árum, þ.e. 2020, 2021, 2022, 2023 og 2024 og það sem af er yfirstandandi ári? Óskað er eftir upplýsingum um fjölda 2 herbergja íbúða, 3 herbergja íbúða, 4 herbergja íbúða og 5 herbergja íbúða sem keyptar voru inn í kerfið á hverju ári fyrir sig.
4. Hefur heimild til lántöku vegna kaupa á íbúðum inn í félagslega kerfið verið fullnýtt á síðustu fjórum árum? Óskað er sundurliðunar eftir árum; 2022, 2023, 2024 og 2025. | | |
|
| |
| 6. 2412078 - Fundargerðir 2024-2025, til kynningar í fjölskylduráði | Fundargerð Samráðshóps um málefni fatlaðs fólks frá 8. október sl. lögð fram til kynningar. Fundargerð Öldungaráðs frá 14. október sl. lögð fram til kynningar. | Lagt fram til kynningar.
Fjölskylduráð vísar fyrirspurn Öldungaráðs um félagslegar þjónustuíbúðir til starfshóps um uppbyggingu íbúða fyrir eldra fólk. | | |
|
| 7. 2206161 - Íbúðir fyrir eldra fólk | | Fundargerð starfshóps frá 30. september sl. lögð fram. | | Lagt fram til kynningar. | | Starfshópur - uppbygging á íbúðum fyrir eldra fólk - fundargerð 30.9.2025.pdf | | |
|