Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 444

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
17.04.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1602126 - Strætó, leiðarkerfi í Hafnarfirði
Fulltrúar Strætó bs. mæta til fundarins og fara yfir farþegatölur og rekstur.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
2. 2301470 - Sorpa, kynning
Kynnt samsetning blandaðs úrgangs og magntölur heimilanna. Fulltrúar Sorpu bs. mæta til fundarins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.
3. 2403508 - Bæjar- og tónlistarhátíð, Hjarta Hafnarfjarðar 2024
Bæjarráð samþykkir að heimila rekstraraðilum Bæjarbíós að halda hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar frá 20.6.- 06.08.2024.
Útfærslu á nýtingu útisvæðis er vísað til afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdarráði.
Fulltrúi Hjarta Hafnarfjarðar mætir til fundarins og kynnir.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirhugaða stækkun á útisvæði í tengslum við hátíðina Hjarta Hafnarfjarðar.
4. 2403668 - Umsagnarbeiðni vegna áforma um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun
Lögð fram umsagnarbeiðni umhverfis- orku-, og loftlagsráðuneytis varðandi breytingar á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. Frestur til að skila inn umsögn er til 18.4.2024.
Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar fagnar áformum um endurskoðun laga um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 (rammaáætlun).
Slóð á málið í samráðsgátt.pdf
5. 2402842 - Endurskoðun stuðningskerfa í skógrækt og landgræðslu
Lögð fram umsögn við erindi Lands og skóga vegna endurskoðunar á núverandi fyrirkomulagi stuðningskerfa í landgræðslu og skógrækt.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.
Stuðningskerfi í skógrækt og landgræðslu.pdf
6. 2209799 - Frisbegolfvöll í uppland Hafnarfjarðar
Lögð fram tillaga að nýjum Frisbe-golfvelli við Ástjörn.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar á umhverfis- og skipulagssviði og kynningar íbúa.
7. 2401757 - Hringbraut, slys og tíð tjón á bílum við Flensborgarskóla og Hringbraut
Lagt fram minnisblað varðandi umferðaröryggismál á Hringbraut við Flensborg.
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
8. 2403391 - Stopp Hingað og ekki lengra Reykjanesbraut
Tekið fyir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við Vegagerðina að lokað verði tafarlaust fyrir vinstri beygjur á gatnamótunum við Geymslusvæðið.
9. 2404357 - Selhraun, umferðaröryggi
Lögð fram tillaga að uppsetningu hraðahindrana í Selhrauni norður.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu tveggja hraðahindrana í Selhrauni norður.
10. 2012201 - Rafhlaupahjól í Hafnarfirði, umsókn um leyfi til reksturs stöðvalausra deilileigu
Tekið fyrir að nýju.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að núverandi samningur sé framlengdur til 1. nóvember 2024. Vinna stendur yfir að gerð reglna um starfsemi rafhlaupahjóla í bænum samanber bókun síðast fundar.
11. 24011057 - Rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarbæ, útboð 2024
Lögð fram tilboð í rafmagnskaup fyrir Hafnarfjarðarkaupstað.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að leitað sé samninga með upprunavottorði við lægstbjóðandi, Orkusöluna ehf.
12. 2404184 - Fóðrun andfugla, beiðni um styrk
Ingiveig Gunnarsdóttir fh. sjálfboðaliðasamtakanna Björgum dýrum í neyð leggur 19. febrúar sl. inn beiðni um styrk fyrir fóðrun fugla í Hafnarfirði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og veitustjóra að funda með forsvarsmönnum sjálfboðaliðasamtakanna Björgum dýrum í neyð.
Fundargerðir
13. 1204331 - Reykjanesfólkvangur, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 22. mars sl.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og skipulagssviði að kanna útfærslu á gjaldtöku á bílastæðinu við Seltún til að standa undir kostnaði við rekstur svæðisins.
Reykjanesfólkvangur - Fundargerð 22. mars 2024.pdf
14. 2402651 - Umhverfis- og auðlindastefna, endurskoðun
Lögð fram fundargerð fyrsta fundar starfshóps.
Fundargerð 1 - Starfshópur um endurskoðun Umhverfis- og auðlindastefnu.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til bakaPrenta