Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 1968

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
14.01.2026 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson bæjarstjóri,
Kristinn Andersen forseti,
Orri Björnsson aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Breytingar í ráðum og nefndum:

Umhverfis- og framkvæmdarráð:
Varamaður í stað Jóns Atla Magnússonar verður Ásgeir Harðarson, Eskivöllum 9a.

Menningar- og ferðamálanefnd:
Aðalmaður í stað Jóns Atla Magnússonar verður Alexander Árnason (Er varamaður núna).
Varamaður verður Margrét Vala Marteinsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
2. 2402431 - Tjarnarvellir 1, breyting á deiliskipulagi
3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.janúar sl.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 24. september 2025 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Valla miðsvæðis í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin felst í að á Tjarnarvöllum 1 er fallið frá því að bílakjallari nái út fyrir lóðina og uppskipting hæða breytist. Tillagan var í auglýsingu 2.10-27.11.2025. Lögð fram samantekt athugasemda og svör ásamt uppfærðri tillögu.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsdeildar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Tjarnarvalla 1 og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson.

Samþykkt samhljóða.
DSK_VELLIR. MIDSVÆDI breyting 09.09.25B.pdf
Tjarnarvellir 1, samantekt athugasemda og svör.pdf
slóð á skipulagsgátt.pdf
3. 2510628 - Hjallabraut 45-49C, breyting á deiliskipulagi
4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.janúar sl.
Bjarni Snæbjörnsson f.h. lóðarhafa sækir 31.10.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir að aðkomu að svæði verði breytt. Ný aðkoma inn að íbúðarsvæði beint frá Hjallabraut frá suðri. Aðkomu að íbúðarsvæði lokað frá bílastæðum skátaheimilis. Gestastæðum bætt við. Ekki er lengur gert ráð fyrir djúpgámum, heldur er gert ráð fyrir sorptunnum við hvert hús.
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17.12.2025 var erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hjallabrautar 45-19c og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.
Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson.

Samþykkt samhljóða.
Hjallabraut 45-49C, deiliskipulagsbreyting.pdf
4. 2510041 - Setberg, deiliskipulag grenndargámastöð
5.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.janúar sl.
Framkvæmda- og rekstrardeild Hafnarfjarðar leggur 02.10.2025 fram tillögu að svæði við Staðarberg til að setja niður grenndargáma í Setbergi.
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 12.11.2025 var samþykkt að grenndarkynna erindið með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör ásamt uppfærðri tillögu.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulagsdeildar og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Setbergs vegna grenndarstöðvar við Staðarberg og að erindinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.
Orri Björnsson tekur til máls. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson.

Samþykkt samhljóða.
slóð á skipulagsgátt.pdf
Grenndargámar við Staðarberg.pdf
breyting deilis Staðarberg- gámar fluttir norðar-060126.pdf
5. 2510597 - Suðurhella 1b, umsókn um lóð
2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.janúar sl.
Umsókn um lóð

Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
6. 2512730 - Vörðuás 15, umsókn um lóð
6. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.janúar sl.
Tekin fyrir umnsókn Sveins Arons Sveinssonar um lóðina.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni í samræmi við umsókn og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
7. 2410346 - Strandgata 1, Austurgata 4, Austurgata 6, sala eigna
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 8.janúar sl.
Tekið fyrir

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að gengið verði til viðræðna við Hlíf á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs félagsins.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja til að hafnað verði fyrirliggjandi tilboði frá Hlíf.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar samþykkja að hafna tilboði frá Hlíf. Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði á móti.

Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar lýsa furðu sinni á þeirri afstöðu meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafna eina tilboðinu, frá Verkalýðsfélaginu Hlíf, sem borist hefur í Strandgötu 1. Og það er gert án málefnalegra ástæðna. Mikilvægt að starfsemi í húsinu haldi áfram eftir flutning Bókasafnsins næstkomandi vor, en að mannvirkið standi ekki autt á lykilstað í bænum um langan tíma í kjölfarið. Eins er ljóst að starfsemi Hlífar og stoðþjónusta fellur vel að miðbæjarstarfsemi. Ekkert liggur fyrir um áhuga annarra aðila á mannvirkinu, né heldur aðliggjandi lóðum, enda þótt húsið hafi verið til sölu í meira en hálft ár.

Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bókar eftirfarandi:

Tilboð er aðeins í hluta að eigninni. Meirihlutinn leggur áherslu á að eignin verði seld öll saman og því tilboðinu hafnað.

Fulltrúi Viðreisnar bókar
Það er mikilvægt að huga vel að því að starfsemi í húsinu verði í samræmi við þær hugmyndir um skipulag miðbæjarins þar sem jafnvægi á milli íbúa, starfsfólks og gesta sé tryggt. Einnig er mikilvægt að Austurgata 4 verði seld á sama tíma til að skipulag reits verði miðbænum til vaxtar og viðgangs. Því er fulltrúi Viðreisnar sammála því að hafna tilboðinu.

Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar bóka: Ljóst er að þessi afstaða meirihlutans með stuðningi Viðreisnar stenst enga skoðun. Fyrirliggjandi er að hugsanlega geti óskyld þjónusta og starfsemi orðið í 4a og 6 við Austurgötu. Eins er eftirtektarvert að enn og aftur er að finna neikvæða afstöðu til Verkalýðsfélagsins Hlífar af hálfu meirihlutans, félags sem telur um 7100 félagsmenn.
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá næsta bæjarstjórnarfundar.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls. Valdimar Víðisson kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur til andsvars.

Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls. Valdimar kemur til andsvars. Stefán Már svarar andsvari.

Árni Rúnar tekur til máls öðru sinni. Valdimar kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar.

Jón Ingi Hákonarson tekur til máls. Valdimar kemur til andsvars.

Árni Rúnar kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd Samfylkingarinnar:

Fulltrúar Samfylkingarinnar furða sig á því að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi á síðasta fundi bæjarráðs hafnað eina raunhæfa tilboðinu, frá Verkalýðsfélaginu Hlíf, sem borist hefur í Strandgötu 1. Það gerði meirihlutinn án nokkurra málefnalegra ástæðna þar sem fyrirliggjandi er að hugsanlega geti óskyld þjónusta og starfsemi orðið á Austurgötu 4a og 6. Einnig án samtals og viðræðna við Verkalýðsfélagið Hlíf, en meirihlutinn hafnaði tillögu okkar þess efnis á bæjarstjórnarfundi 17. desember. Jafnaðarfólk telur mikilvægt þetta mannvirki á lykilstað í bænum standi ekki autt í langan tíma eftir flutning Bókasafns Hafnarfjarðar næstkomandi vor en fyrir liggur að starfsemi Hlífar á Strandgötu 1 myndi fara af stað fljótlega eftir flutning bókasafnsins í vor. Eins er ljóst að starfsemi Hlífar og stoðþjónusta fellur vel að miðbæjarstarfsemi. Ákvörðun meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vekur jafnframt enn meiri furðu þar sem ekkert liggur fyrir um áhuga annarra aðila á mannvirkinu, né heldur aðliggjandi lóðum, enda þótt húsið hafi verið til sölu í meira en hálft ár. Samskiptaleysi og þessi furðulega afstaða meirihlutans sýna virðingarleysi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gagnvart Verkalýðsfélaginu Hlíf og félagsmönnum þess.

Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi:

Meirihlutinn ítrekar þá afstöðu sína að eignir á þessum reit verði seldar saman. Fyrirliggjandi tilboð náði aðeins til hluta eignanna. Áhersla er lögð á að þessi afstaða byggir á málefnalegum sjónarmiðum um heildarskipulag, jafnvægi í miðbænum og ábyrga nýtingu eigna bæjarins, en ekki á afstöðu til einstakra aðila líkt og haldið hefur verið fram í bókun frá fulltrúum Samfylkingarinnar.
Fundargerðir
8. 2601097 - Fundargerðir 2026, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 8.janúar sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 7.janúar sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 7.janúar sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 8.janúar sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 10.desember sl.
b. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5. og 12. desember sl.
c. Fundargerðir stjórnar SHS frá 31. október og 21. nóvember sl.
d. Fundargerð eigendafundar Strætó bs. frá 1.desember sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 12.janúar sl.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls undir 12. lið í fundargerð bæjarráðs frá 8. janúar sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10 

Til bakaPrenta