Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 78

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
10.09.2025 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2508444 - Kapelluhraun 2. áfangi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram breyting á deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga vegna breytinga á götuheitum og lóðarnúmerum. Breyting verður á húsnúmerum á fjórum lóðum og þrjár þessara lóða breyta einnig um götunafn. Álhella 36 verður Álhella 17, Álhella 38-42 verður Stálhella 18, Álhella 44 verður Stálhella 24 og Álhella 44D verður Stálhella 24D. Hluti götunnar Álhellu breytist í Stálhellu. Skilmálar haldast óbreyttir.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. Fallið er frá grenndarkynningu í ljósi þessa að breytingin telst óveruleg. Málsmeðferð fer skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Kapelluhraun2, nafnabreyting102.pdf
Kapelluhraun2, nafnabreyting.pdf
Kapelluhraun2, skilmálar-09.09.2025.pdf
2. 2509447 - Virkisás 26, breyting á deiliskipulagi
Eigendur af lóðinni Virkisás 26 óska 08.09.2025 eftir breytingu á deiliskipulagi er varðar austurhlið hússins. Óskað er eftir að útbygging á austurhlið hússins verði 6 m sem er 1 m umfram 30% sem kveður á um í deiliskipulagi.
Tekið er jákvætt í erindið, það verður tekið fyrir aftur þegar uppdráttur hefur borist.
3. 2509140 - Hraunbrún 28, breyting á stærð lóðar
Ragnar Þórðarson óskar, 01.09.2025, eftir lóðarbreytingar. Sótt er um að lóð sem afmarkast af lóðum Hraunbrúnar 26 og 28 og Norðurbrautar 15, 17 og 23b verði sameinuð lóðinni Hraunbrúnar 28.
Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03.09.2025.
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa vísar erindinu til bæjarráðs vegna breytingar á lóðarstærð.
Hraunbrún 28, umsögn skipulags.pdf
D-hluti fyrirspurnir
4. 2509221 - Snókalönd, fyrirspurn
Landslag ehf. f.h. lóðarhafa leggur 02.09.2025 fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir heimild til að gera breytingu á lóð 1 í gildandi deiliskipulagi Snókalanda. Breytingin felst í að heimila uppsetningu á kúlutjöldum til gistingar, ýmist með eða án baðherbergis ásamt þjónustubyggingum. Núverandi kúlur verða einnig nýttar sem þjónustubyggingar.
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta