| |
1. 2508444 - Kapelluhraun 2. áfangi, breyting á deiliskipulagi | Lögð fram breyting á deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga vegna breytinga á götuheitum og lóðarnúmerum. Breyting verður á húsnúmerum á fjórum lóðum og þrjár þessara lóða breyta einnig um götunafn. Álhella 36 verður Álhella 17, Álhella 38-42 verður Stálhella 18, Álhella 44 verður Stálhella 24 og Álhella 44D verður Stálhella 24D. Hluti götunnar Álhellu breytist í Stálhellu. Skilmálar haldast óbreyttir. | Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. Fallið er frá grenndarkynningu í ljósi þessa að breytingin telst óveruleg. Málsmeðferð fer skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. | Kapelluhraun2, nafnabreyting102.pdf | Kapelluhraun2, nafnabreyting.pdf | Kapelluhraun2, skilmálar-09.09.2025.pdf | | |
|
2. 2509447 - Virkisás 26, breyting á deiliskipulagi | Eigendur af lóðinni Virkisás 26 óska 08.09.2025 eftir breytingu á deiliskipulagi er varðar austurhlið hússins. Óskað er eftir að útbygging á austurhlið hússins verði 6 m sem er 1 m umfram 30% sem kveður á um í deiliskipulagi. | Tekið er jákvætt í erindið, það verður tekið fyrir aftur þegar uppdráttur hefur borist. | | |
|
3. 2509140 - Hraunbrún 28, breyting á stærð lóðar | Ragnar Þórðarson óskar, 01.09.2025, eftir lóðarbreytingar. Sótt er um að lóð sem afmarkast af lóðum Hraunbrúnar 26 og 28 og Norðurbrautar 15, 17 og 23b verði sameinuð lóðinni Hraunbrúnar 28. | Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03.09.2025. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa vísar erindinu til bæjarráðs vegna breytingar á lóðarstærð. | Hraunbrún 28, umsögn skipulags.pdf | | |
|
| |
4. 2509221 - Snókalönd, fyrirspurn | Landslag ehf. f.h. lóðarhafa leggur 02.09.2025 fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir heimild til að gera breytingu á lóð 1 í gildandi deiliskipulagi Snókalanda. Breytingin felst í að heimila uppsetningu á kúlutjöldum til gistingar, ýmist með eða án baðherbergis ásamt þjónustubyggingum. Núverandi kúlur verða einnig nýttar sem þjónustubyggingar. | Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. | | |
|