| |
| 1. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | | Fjárfestingaráætlun 2026-2029 tekin fyrir að nýju. | Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárfestingaráætlun til bæjarráðs.
Fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja að leggja fram fyrirliggjandi áætlun og senda til bæjarráðs/bæjarstjórnar með fyrirvara um breytingar og endurbætur á síðari stigum m.a. á fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun. Þær tillögur munu verða kynntar milli fyrri og síðari umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi tillögur:
Umferðarmál við Flensborgarhöfn Lagt er til að sveitarfélagið geri ráð fyrir fjármagni til greiningar á og úrbóta í umferðarmálum við Flensborgarhöfn. Svæðið hefur tekið og mun taka miklum breytingum, meðal annars vegna uppbyggingar Tækniskólans og annarra framkvæmda á nærliggjandi svæði. Aukin umferð hefur nú þegar skapað áskoranir hvað varðar öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda, og valdið flöskuhálsum á álagstímum. Viðreisn óskar eftir að unnið verði heildstætt að þróun svæðisins hvað varðar umferðaröryggi til framtíðar og að slík lausn verði unnin í samráði við Vegagerðina og aðra hagaðila.
Mælingar á loftgæðum í Hafnarfirði Lagt er til að bærinn tryggi fjárveitingu til uppsetningar fleiri loftgæðamæla á lykilstöðum í bænum. Loftgæði eru mikilvæg lýðheilsumál og hafa bein áhrif á vellíðan íbúa, sérstaklega barna, eldri borgara og fólks með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Með auknum mælingum skapast traustari grunnur fyrir stefnumótun í loftslags- og umhverfismálum til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi, auk þess að íbúar fái reglubundnar og aðgengilegar upplýsingar um loftgæði í nærumhverfi sínu. Þá þurfa slíkar upplýsingar að vera sýnilegar á heimasíðu bæjarins.
Viðhald og efling grænna svæða Lagt er til að sveitarfélagið auki framlög til viðhalds og þróunar grænna svæða í bænum. Græn svæði, svo sem almenningsgarðar, leiksvæði, trjálundir og opin svæði við göngu- og hjólastíga, hafa mikil áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd bæjarins. Þau stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu, bæta loftgæði og draga úr hitasöfnun í þéttbýli. Með reglulegu viðhaldi og skipulagðri gróðursetningu má tryggja að þessi svæði verði aðlaðandi, vistvæn og aðgengileg til framtíðar. Einnig er lagt til að skoðaðir verði möguleikar á aukinni trjárækt og fjölbreyttari gróðri á opnum svæðum, í takt við loftslagsmarkmið bæjarins.
Hundavænt útivistarsvæði og aðstaða Lagt er til að sveitarfélagið fjármagni þróun og uppbyggingu fleiri hundavænna útivistarsvæða, þar sem bæði hundaeigendur og aðrir íbúar geta notið öruggs og snyrtilegs umhverfis. Hundar eru stór hluti daglegs lífs fjölmargra íbúa og aðstaða til útivistar með gæludýr hefur jákvæð áhrif á hreyfingu, félagslega þátttöku og heilsu.
Jafnframt er lagt til að komið verði fyrir fleiri ruslatunnum með hundapokum á útivistarsvæðum og gönguleiðum, til að draga úr mengun og stuðla að hreinu bæjarumhverfi. Slík innviðaþróun er tiltölulega kostnaðarminni en hefur sýnileg og jákvæð áhrif á bæði ásýnd bæjarins og lífsgæði íbúa.
| | |
|
| 2. 2403380 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2025 og 2026-2028 | | Kynntur rekstur sviðsins til 1. okt. 2025. | | Lagt fram til kynningar. | | |
|
| 3. 2510475 - Borgarlína við Strandgötu | | Lagt fram erindi Betri samgangna varðandi leið borgarlínu í Hafnarfirði. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. | | |
|
| 4. 2510378 - Hestamannafélagið Sörli, skipulag og akstursleiðir á félagsvæði Sörla | | Lagt fram erindi Hestamannafélagsins Sörla varðandi skipulag og akstursleiðir á félagssvæði Sörla. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindi varðandi lokun gatna og kerrusvæða til skipulags- og byggingarráðs. Óskað er eftir kostnaðarmati við gerð bílastæða og breytinga á akstursleið. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að lækka hámarkshraða niður í 15km. innan félagssvæðis Sörla. | | |
|
| 5. 2510451 - Hvaleyrarskóli erindi | | Fræðsluráð vísaði þann 23.10.2025 erindi frá Hvaleyrarskóla um að opna á milli tveggja rýma til umhverfis- og skipulagssviðs. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029. | | |
|
| 6. 2510490 - Öldutúnsskóli, breytingar innandyra á húsnæði | | Tekið til umræðu. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029. | | |
|
Halldór Ingólfsson verkefnastjóri mætir til fundarins undir sjöunda dagskrárlið.
| | 7. 2202904 - Snjómokstur í Hafnarfirði | | Kynnt fyrirkomulag snjó- og hálkuvarna. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og hrósar starfsfólki fyrir góða skipulagningu og framkvæmd við snjómokstur og hálkuvarnir. | | |
|
Ishmael David verkefnastjóri mætir til fundarins undir áttunda dagskrárlið.
| | 8. 1701589 - Rafhleðslustöðvar | | Lagt fram minnisblað varðandi nýja hraðrafhleðslustöð við Ásvallalaug. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu hraðhleðslustöðvar við Ásvallalaug. | | |
|
Ishmael David verkefnastjóri mætir til fundarins undir níunda dagskrárlið.
| | 9. 1801603 - Grenndargámakerfi | | Lagt fram minnisblað varðandi vöktun á grenndargámasvæðum og tilfærslu stöðvar við Staðarberg. | | Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir færslu grenndarstöðvar við Staðarberg og vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Auk þess er samþykkt uppsetning eftirlitskerfa við grenndarstöðvar. | | |
|
| 10. 2510055 - Golfklúbburinn Keilir, stækkun golfskála | | Erindi Keilis tekið fyrir að nýju. | | Lagt fram og nýju erindi vísað til íþrótta- og tómstundanefndar og til vinnu við fjárhagsáætlun 2026-2029. | | |
|
| |
|