Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 87

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
12.11.2025 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Lilja Grétarsdóttir, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2510041 - Setberg, deiliskipulag grenndargámastöð
Framkvæmda- og rekstrardeild Hafnarfjarðar leggur 02.10.2025 fram tillögu að svæði við Staðarberg til að setja niður grenndargáma í Setbergi.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Tillaga að breytingu deiliskipulags, Staðarberg-grenndarstöðvar.pdf
D-hluti fyrirspurnir
2. 2510554 - Óseyrarbraut 24, fyrirspurn
Guðjón Magnússon f.h. Íslensks Sjávarfangs ehf. leggur 29.10.2025 fram fyrirspurn þess efnis að breyta deiliskipulagi þannig að byggingarreitur á suðurhluta lóðar er færður um 8 m suður og mjókkaður úr 34 m í 29 m.
Tekið er neikvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.11.2025.
Óseyrarbraut 24, umsögn skipulags.pdf
3. 2510495 - Hverfisgata 6a, fyrirspurn
Helena Ósk Óskarsdóttir f.h. lóðarhafa leggur 27.10.2025 fram fyrirspurn er varðar skipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við núverandi hús. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimild fyrir byggingu bílskúrs. Hugmyndin er að fella út þann byggingarreit og skilgreina nýjan fyrir viðbyggingu við íbúðarhúsið.
Jákvætt er tekið í fyrirspurnina. Vinna þarf áfram með tillöguna samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 10.11.2025.
Hverfisgata 6a, umsögn.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta