| |
| 1. 2511433 - Einhella 4, breyting | | Kári Eiríksson f.h. lóðarhafa leggur 18.11.2025 inn uppdrætti vegna breytinga á skráningu hússins að Einhellu 4. Allt húsið verður einn eignarhluti. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 2. 2503513 - Straumhella 6, breyting | | Tekin fyrir að nýju umsókn Kristins Ragnarssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á áður samþykktum uppdráttum. | Þann 18. mars 2025 sótti Kristinn Ragnarsson f.h. Mótx ehf. um byggingarleyfi vegna breytinga á innra skipulagi á Straumhellu 6 og breytinga á bílastæði. Samkvæmt tilkynningu um afgreiðslu máls sem send var umsækjanda þann 9. júlí sl. þá voru þann dag samþykkt byggingaráform skv. 11. gr. laga um mannvirki. Byggingarleyfi var ekki gefið út og samþykkt byggingaráforma veitir umsækjanda ekki heimild til að hefja byggingarframkvæmdir sbr. lokamálslið 11. gr. laganna. Eitt af skilyrðum fyrir útgáfu byggingarleyfis er að umrætt mannvirki og notkun þess samræmist skipulagsáætlunum á því svæði sem það er staðsett, sbr. 1. tl. 1. mgr. 13. gr. laga um mannvirki. Fyrir liggur að á svæði Straumhellu 6 er í gildi deiliskipulag fyrir 3. áfanga Hellnahrauns frá 2007 með síðari breytingum. Í gildandi aðalskipulagi er á svæðinu gert ráð fyrir Athafnasvæði AT3, svæði fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun svo sem léttur iðnaður, hreinleg verkstæði, bílasölur og umboðs- og heildverslanir. Á svæðinu er því ekki gert ráð fyrir mengandi starfsemi s.s. geymslu skotelda. Það virðist hafa flækst fyrir í málinu að ofangreind umsókn um byggingarleyfi og þau gögn sem henni fylgdu frá umsækjanda vísuðu í rangt deiliskipulag. Þannig byggir greingerð um brunavarnir og áhættumat frá 14. mars 2025 meðal annars ranglega á deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Hellnahrauns og vísar í raun sérstaklega til þess í 4. viðauka við greinargerðina. Að virtu öllu framangreindu verður fyrri ákvörðun um samþykkt byggingaráforma hér með afturkölluð enda lögbundin skilyrði fyrir ákvörðuninni ekki uppfyllt. Heimilt er að óska eftir ítarlegri rökstuðningi fyrir ákvörðun þessari og skal slík beiðni berast innan 14 daga frá því að aðila var tilkynnt ákvörðunin.
Einnig er athygli vakin á því að heimilt er að kæra ákvörðun þessa til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að kæranda varð kunnugt eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. | | |
|
| |
| 3. 2511406 - Hellisgerði, viðburður | | Erna Blöndal f.h. Fríkirkjunnar óskar eftir aðstöðu í Hellisgerði fyrir Jólaball Fríkirkjunnar þann 14.12.2025 kl. 11:00. | | Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa heimilar umbeðinn viðburð í Hellisgerði. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi. | | |
|
| 4. 2512004 - Langeyrarmalir, kvikmyndataka | | Guðrún Lilja Magnúsdóttir sækir 27.11.2025 um leyfi fyrir kvikmyndatöku í fólkvangnum Hleinar- Langeyrarmalir á tímabilinu 5-7.12.2025. Kvikmyndataka utan lóða og á bæjarlandi. | Erindið er skoðað m.t.t. skipulags og friðlýsingar fólkvangsins. Engar athugasemdir eru gerðar við að leyfa kvikmyndatöku á þessum stað. Vakin er athygli á því að þeim stað sem leikmyndin er staðsett, er skráð í fornleifaskráningu sem Hammershús, væntanlega er það horfið vegna landbrots. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Hleinar -Langeyarmalir eru friðlýstar sem fólkvangur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessara kvikmyndagerðar. Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur. | | |
|