Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
08.10.2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2509905 - Óseyrarbraut 26b, byggingarleyfi
Þorleifur Eggertsson f.h. lóðarhafa sækir 24.09.2025 um að byggja stálgrindarhús með tveggja hæða sambyggðu stálgrindarhúsi fyrir iðnað eða sambærilegt og íþróttahúsnæði.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2507132 - Baughamar 9, byggingarleyfi
Jóhann Einar Jónsson f.h. lóðarhafa sækir 08.07.2025 um byggingarleyfi fyrir tvö sex hæða fjölbýlishús auk bílakjallara sem tengir húsin saman. Alls eru 62 íbúðir af fjölbreyttum stærðum, 31 íbúðir í hverju húsi.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 25091028 - Jötnahella 5, breyting
Anton Svanur Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 29.09.2025 um breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum, mál nr. 2509137. Sótt er um hækkun á kóta aðkomuhæðar um 40 cm.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, endurgerð verður hæðarblað vegna hæðarkóta.
4. 2509149 - Hádegisskarð 22, byggingarleyfi
Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 01.09.2025 um byggingarleyfi fyrir tvílyft fjölbýlishús með þrem íbúðum.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2509767 - Straumhella 17, breyting
Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 18.09.2025 um minniháttar breytingu á innraskipulagi á þegar samþykktu máli, málsnúmer: 2410126.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2506558 - Axlarás 106, byggingarleyfi
Valur Þór Sigurðsson f.h. lóðarhafa sækir 26.06.2025 um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, Axlarás 106, við Axlarás 106-110.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
7. 2507029 - Axlarás 108, byggingarleyfi
Valur Þór Sigurðsson f.h. lóðarhafa sækir 01.07.2025 um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, Axlarás 108, við Axlarás 106-110.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
8. 2507030 - Axlarás 110, byggingarleyfi
Valur Þór Sigurðsson f.h. lóðarhafa sækir 01.07.2025 um byggingarleyfi fyrir raðhúsi á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, Axlarás 110, við Axlarás 106-110.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
9. 2509536 - Virkisás 9, byggingarleyfi
Brynjar Darri Baldursson f.h. lóðarhafa sækir 10.09.2025 um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
F-hluti önnur mál
10. 2510094 - Jólaþorpið 2025, stöðuleyfi
Sunna Magnúsdóttir f.h. Jólaþorpsins sækir um afnot af bæjarlandi í tengslum við Jólaþorpið í Hafnarfirði 2025. Uppsetning hefst í byrjun nóvember og mun opna þann 14.11.2025 og verður opið alla föstudaga frá 17-20, laugardaga frá 13-20 og sunnudaga frá 13-18 fram að jólum. Jólahús verða staðsett á Thorsplani og við Strandgötu. Hjartasvellið verður við Ráðhústorg. Auk þess er óskað eftir leyfi fyrir ruslagám í porti bak við Bæjarbíó sem og almenningssalernum beint aftan við Bæjarbíó.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa samþykkir umbeðið stöðuleyfi vegna uppsetningu Jólaþorpsins og heimilar einnig uppsetningu skautasvells á Ráðhústorgi ásamt ruslagámi og almenningssalernum bakvið Bæjarbíó. Bent er á að gera þarf ráð fyrir stæði fyrir fatlaða við bókasafn Hafnarfjarðar og að bílar í forgangsakstri komist á svæðið.
11. 2510056 - Seltún, myndataka
Guðmundur Einar Láru Sigurðsson sækir 03.10.2025 um leyfi til ljósmyndatöku við Seltún 8. og 9. október nk. Um er að ræða 10-15 manns, með lítinn viðbúnað og lágmarks ljósabúnað.
Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Vakin skal athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni á búnaði né öðru sem kann að hljótast vegna þessara ljósmyndatöku.
Svæðið skal skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta