Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 1930

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
24.04.2024 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri,
Kristinn Andersen forseti,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Valdimar Víðisson aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2402619 - Rauðhella 12, breyting á deiliskipulagi
2. liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11. apríl sl.
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Rauðhellu 12 vegna stækkunar á byggingarreit. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,5 í 0,56. Erindið var grenndarkynnt með athugasemdafresti til 27.3.2024. Athugasemd barst.

Skipulags- og byggingarráð tekur undir svar við athugasemd og samþykkir breytt deiliskipulag Rauðhellu 12 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða.
Slóð á Skipulagsgátt.pdf
Rauðhella 12 - samantekt athugasemda og svör.pdf
2. 1110181 - Fatlaðir, ráðgjafarráð
2.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 16.apríl sl.
Umsögn ráðgjafaráðs í málefnum fatlaðs fólks er lögð fram.
Reglur um samráðshóp um málefni fatlaðs fólks eru lagðar fram til afgreiðslu.

Umsögn lögð fram.
Fjölskylduráð þakkar samráðshópi um málefni fatlaðs fólks fyrir umsögnina.

Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
Málinu vísað til staðfestingar til bæjarstjórnar.
Margrét Vala Marteinsdóttir tekur til máls. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson. Margrét Vala kemur til andsvars sem Árni Rúnar svarar.

Samþykkt samhljóða.
umsögn_Drög að reglum um Samráðshóp um efni fatlaðra.pdf
Reglur um samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hafnarfirði 19.3.2024.pdf
Samráðshópur um málefni fatlaðra 19.3.2024.pdf
Reglur um samráðshóps um málefni fatlaðs fólks í Hafnarfirði 19.3.2024.pdf
3. 24011091 - Reglur um stoðþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
3.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 16.apríl sl.
Umsögn ráðgjafaráðs í málefnum fatlaðs fólks lögð fram.
Reglur um stoðþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir lagðar fram til afgreiðslu.

Umsögn lögð fram.

Fjölskylduráð þakkar samráðshópi um málefni fatlaðs fólks fyrir umsögnina og þakkar einnig Ástu Guðrúnu Guðbrandsdóttur fyrir kynninguna.


Fjölskylduráð samþykkir nýjar reglur um stoðþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn.
Margrét Vala Marteinsdóttir tekur til máls.

Fundarhlé kl.14:16. Fundi framhaldið kl. 14:19.

Samþykkt samhljóða.
Umsögn_drög að reglum um stoðþjónustu.pdf
Reglur Hafnarfjarðarbæjar um stoðþjónustu - greinargerð 19.3.2024.pdf
Umsögn_drög að reglum um stoðþjónustu.pdf
Reglur um stoðþjónustu drög 19.3.2024.pdf
4. 1903112 - Dagforeldrar reglur og gjaldskrá
7.liður úr fundargerð fræðsluráðs frá 17.apríl sl.
Lögð fram drög að breytingu á reglum um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum.

Fræðsluráð samþykkir breytingar á reglum um greiðslum vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum og sendir til frekari afgreiðslu í bæjarstjórn.
Kristín Thoroddsen tekur til máls.

Samþykkt samhljóða.
Reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Hafnarfirði hjá dagforeldrum.pdf
5. 2404391 - Virkisás 22, umsókn um lóð
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 18.apríl sl.
Lögð fram umsókn Ævars Valgeirssonar og Berglindar Andrésdóttur um lóðina nr. 22 við Virkisás.

Bæjarráð samþykkir framlagða umsókn Berglindar Andrésdóttur og Ævars Valgeirssonar um lóð nr. 22 við Virkisás.
Vísað í bæjarstjórn til staðfestingar
Samþykkt samhljóða.
6. 2308876 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2024 og 2025-2027
Gjaldskrárbreytingar
Valdimar Víðisson tekur til máls. Guðmundur Árni Stefánsson kemur til andsvars sem Valdimar svarar. Guðmundur Árni kemur til andsvars öðru sinni.

Kristín Thoroddsen tekur til máls. Einnig Árni Rúnar Þorvaldsson.

Guðmundur Árni tekur þá til máls.

Samþykkt samhljóða.

Guðmundur Árni kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar fagna að sjálfsögðu öllum þeim breytingum sem leiða til lægri gjalda fyrir íbúa bæjarins enda hefur jafnaðarfólk þrýst á um það með tillöguflutningi. Raunar var að tillaga jafnaðarfólks að lækkunin tæki gildi strax 1.apríl síðastliðinn, en meirihlutinn felldi þá tillögu. Við munum því samþykkja þær breytingar sem hér eru lagðar fram í dag. Við verðum þó að setja þann fyrirvara við samþykktina að gögnin sem hér er verið að samþykkja bárust kjörnum fulltrúum með það skömmum fyrirvara að engin leið var að ná að kynna sér vel innihald skjalsins sem hér liggur undir og hvernig reiknishaldi er fyrirkomið. Sérstaklega er athyglivert að engin lækkun er áformuð á gjaldi vegna skólamáltíða, sem hefði verið eðlilegt þótt lítið sé eftir að yfirstandandi skólaári. Við áskiljum okkur því rétt á því að óska eftir málinu á dagskrá til umræðu ef okkur þykir þörf á þegar ráðrúm hefur gefist til að kynna sér efni breytinganna.

Valdimar Víðisson kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi.
Hafnarfjörður var eitt fyrst sveitarfélaga að gefa það út að gjaldskrárhækkanir yrðu endurskoðaðar gæfu kjarasamningar tilefni til. Lagt var til að gjaldskrár ættu ekki að hækka meira en sem nemur 3,5% en Hafnarfjörður gerir enn betur, hækkum ekki meira en sem nemur 3%. Við erum því að leggja okkar að mörkum í því samfélagslega verkefni að ná niður vöxtum og verðbólgu.

Jón Ingi Hákonarson kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúi Viðreisnar fagnar því að loks skuli baráttumál Viðreisnar raungerast. Þetta mun án efa hafa jákvæð áhrif á verðbólgu og vaxtaþróun. Betra seint en aldrei.
Gjaldskrárbreyting 1. maí 2024.pdf
7. 2404754 - Hagsmuna- og notendaráð
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram tillögu.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu til afgreiðslu á fundinum:

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að settur verði á fót starfshópur til þess að fara yfir starfsaðstæður og hlutverk hagsmuna- og notendaráða innan stjórnsýslu bæjarins. Undir þetta fellur starfsemi Öldungaráðs, Ráðgjafaráðs í málefnum fólks með fötlun, Ungmennaráðs og Fjölmenningarráðs. Starfshópnum er falið að leggja fram tillögur sem miða að því að styrkja og efla grundvöll og starfsemi ráðanna, styrkja fulltrúa ráðanna í sínum störfum og gera störf þeirra sýnilegri. Einnig verði starfshópnum falið að meta hvort ástæða sé til að fjölga slíkum ráðum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins enda verði það til þess að auka samráð bæjarstjórnar við íbúa. Hópurinn verði skipaður 3 fulltrúum sem bæjarráð skipar og starfshópurinn skal viðhafa náið samráð við fyrrnefnd hagsmuna- og notendaráð i allri sinni vinnu.

Til andsvars kemur Margrét Vala Marteinsdóttir sem leggur jafnframt til að framkomini tillögu verið vísað frá. Árni Rúnar svarar andsvari. Margrét Vala kemur þá til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar.

Þá kemur Kristín Thoroddsen til andsvar. Árni Rúnar kemur til andsvars.

Margrét Vala tekur þá til máls. Árni Rúnar kemur til andsvars.

Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls. Til andsvars kemur Margrét Vala sem Guðmundur Árni svarar.

Forseti ber næst upp framkomna frávísunartillögu og er hún samþykkt með sex atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn frávísunartillögu og fulltrúi Viðreisnar situr hjá.

Fundarhlé kl. 15:21. Fundi framhaldið kl. 15:32.

Árni Rúnar kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar furða sig á því fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks skuli hafna tillögu Samfylkingarinnar um aukið íbúðalýðræði og aðkomu bæjarbúa að málefnum og ákvörðunum sem snerta þá. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar því að setja á fót starfshóp sem miðar að því að efla störf og starfsemi notendaráða bæjarfélagsins sem og skoðun á því að hvort ástæða sé til að fjölga slíkum ráðum innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Það er greinilegt að meirihlutinn hefur ekki áhuga á auknu íbúalýðræði og vill ekki skoða frekari möguleika á aðkomu bæjarbúa að málefnum bæjarstjórnar. Samfylkingin mun hér eftir sem hingað til leita leiða og leggja fram tillögur sem miða að auknu samráði við bæjarbúa.
8. 2404755 - Samgöngubætur, uppbygging Tækniskóla og þéttingareitur Óseyrarbraut
Fulltrúar Samfylkingar leggja fram tillögu.
Til máls tekur Hildur Rós Guðbjargardóttir og leggur fram svohljóðandi til afgreiðslu á fundinum:

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela Umhverfis og framkvæmdaráði að rýna fyrirliggjandi athuganir og rannsóknir á umferðarmálum til og frá Suðurhöfninni og koma fram með tillögur til vegabóta. Ljóst er að umferðarálag mun stóraukast með tilkomu nýrrar íbúðarbyggðar við Óseyrarbraut, auk þess sem nýr Tækniskóli með vel á fjórða þúsund nemendur og starfsfólk mun auka enn á álagið. Tillögum Umhverfis- og framkvæmdaráðs verði skilað fyrir 1.júní næstkomandi.

Til andsvars kemur Rósa Guðbjartsdóttir.

Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls. Rósa kemur til andsvars og leggur til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs. Guðmundur Ári svarar andsvari.

Forseti ber næst upp til atkvæða tillögu um að vísa málinu í bæjarráðs. Er það samþykkt samhljóða.
Fundargerðir
9. 2401143 - Fundargerðir 2024, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17.apríl sl.
a. Fundargerð Reykjanesfólkvangs frá 22. mars sl.
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 11. apríl sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 18.apríl sl.
a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 20.mars sl.
b. Fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 25. mars sl.
c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.apríl sl.
d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.mars sl.
e. Fundargerð stjórnar SSH frá 18. mars sl.
f. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 5. og 19. mars og 9.apríl sl.
g. Fundargerð 46. eigendafundar Strætó bs. frá 13. mars sl.
h. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 11. og 15. mars sl.
Fundargerð fræðsluráðs frá 17.apríl sl.
a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 26. mars og 9.apríl sl.
Fundargerð fjölskylduráðs frá 16.apríl sl.
Fundargerð forsetanefndar frá 22. apríl sl.
Til máls tekur Sigrún sverrisdóttir undir lið 1 í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. apríl sl., þar sem fjallað var um áætlun Strætó bs. og leggur fram svohljóðandi bókun:

Samfylkingin vill eindregið hvetja stjórnendur bæjarins til þess að sjá til þess að farið verði í átak í því að kynna þjónustu Strætó í Hafnarfirði og þá sérstaklega næturstrætó sem búið er að samþykkja að fjármagna út árið. Mikilvægt er að heilsubærinn Hafnarfjörður hvetji til notkunar á almenningssamgöngum og stuðli með góðri kynningu að aukinni notkun vagnanna sem nýtast Hafnfirðingum.

Kristín Thoroddsen kemur til andsvars.

Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls undir lið 11 í fundargerð fræðsluráðs frá 17. apríl sl. þar sem fjallað var um færanlegar kennslustofur við Skarðshlíðarskóla. Til andsvars kemur Kristín Thoroddsen. Guðmundur Árni svarar andsvari. Kristín kemur að stuttri athugasemd sem og Guðmundur Árni. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Guðmundur Árni svarar andsvari. Kristín tekur þá til máls undir sama máli.
Áætlanir og ársreikningar
10. 2401113 - Ársreikningur Hafnarfjarðarkaupstaðar 2023 og fyrirtækja hans, fyrri umræða
Ársreikningur lagður fram til fyrri umræðu.
Til máls tekur Rósa Guðbjartsdóttir.

Einnig Guðmundur Árni Stefánsson sem kemur jafnframt að svohljóðandi bókun:

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2023 sýnir glöggt að viðvörunarorð jafnaðarmanna á umliðnum misserum um lausatök við stjórn bæjarins hafa átt við rök að styðjast. Lántökur aukast umtalsvert milli ára og skuldir bæjarsjóðs hækka um 4,7 milljarða króna milli ára og eru nú samtals með lífeyrisskuldbindingum meira en 70 milljarðar króna. Þessi skuldaukning er staðreynd, þrátt fyrir að tekjur af útsvari og fasteignasköttum hækki um meira en milljarð umfram viðmið fjárhagsáætlunar, framlög jöfnunarsjóðs hækki um 550 milljónir og rekstrartekjur samtals hækki um heila fimm milljarðar króna milli ársreikninga.
Ennfremur liggur fyrir að bæjarsjóður hefur þegar innheimt lóðagjöld fyrirfram upp á rúma, 2,6 milljarðar króna, einkum vegna lóðaúthlutanna. Það eru eins skiptist tekjur.
Rekstrarkostnaður hefur ennfremur hækkað um þrjá milljarða króna milli ára.
Þetta leiðir til þess að varanleg fjárfesting, framkvæmdir við uppbyggingu innviða, svo sem skóla, leikskóla, íþróttamannvirkja og fleira, eru öll fjármögnuð með lánsfé.
En þrátt fyrir þessar stórauknu tekjur, þá eru enn til staðar stórverkefni sem við blasa, sem lítið hafa hreyfst fram á við. Nýr skóli í Hamranesi er ennþá í stoppi á fjárhagsárinu og lítið frést af því verkefni á yfirstandandi ári, enda nú gripið til neyðarráðstafana á Völlunum með stórfelldum tilflutningi nemenda. Þá er ljóst að framundan eru milljarðar útgjöld vegna lóða og eignakaupa, svo unnt sé að halda áfram undirbúningi að byggingu nýs Tækniskóla. Nýtt bókasafna er einnig í burðarliðnum á komandi ári. Fleiri verkefni eru brýn.
Það er enda staðreynd að fjárfestingar á árinu 2023 voru í lágmarki og innviðauppbygging í engu samræmi við þörf. Varanlegar fjárfestingar voru eingöngu um 3,7 milljarðar króna á reikningsárinu og þar af um helmingur í eitt verkefni; knatthús á Völlum. Það er ljóst að stórverkefnum er ýtt inn í framtíðina - að miklu leyti ófjármögnuðum.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu gera nánar grein fyrir afstöðu sinni við síðari umræðu við ársreikning Hafnarfjarðarbæjar vegna ársins 2023.

Þá tekur Jón Ingi Hákonarson til máls og leggur fram svohljóðandi bókun:

Grunnrekstur bæjarins er enn ósjálfbær um 1,7 milljarða. Enn og aftur freistast meirihlutinn til þess að tekjufæra gatnagerðargjöld upp á tæplega 2 milljarða. Reksturinn er því neikvæður um 1.750.000. Það er ekki 250 milljóna afgangur af grunnrekstrinum. Reksturinn gekk því vel á blaði en ekki í raunveruleikanum. Hallinn er falinn með bókhaldbrellum enn eitt árið, bókhaldslegar fegrunaraðgerðir eru því orðin regla en ekki undantekning. Bakfærslur í sjóðsstreymi sýnir að gatnagerðargjöld eiga ekki heima í rekstrarreikningi, enda er 11 gr reglugerðar um ársreikninga sveitarfélaga er skýr, ekki á að tekjufæra gatnagerðargjöld.
Aftur á móti sést í sjóðstreyminu þegar bakfærslur hafa átt sér stað að greiða þurfti ríflega 800 milljónir með rekstrinum. Handbært fé til rekstrar segir til um það og þegar afborganir lána og vexta eru tekin með er hallarekstur bæjarins rúmlega 3 milljarðar. Nýjar lántökur voru 3,5 milljarðar og því er ljóst að ný lán voru tekin til að greiða fyrir hallareksturinn og afborganir lán. Slík niðurstaða á ekkert skylt við ábyrga fjármálastjórn og hvað þá síður árangur í rekstri.
Hallarekstur bæjarins er því niðurgreiddur af húsbyggjendum í Hafnarfirði samkvæmt rekstrarreikningi.

Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Rekstur Hafnarfjarðarbæjar gekk vel á síðasta ári þrátt fyrir krefjandi árferði í rekstri sveitarfélaga. Það er ánægjulegt að sjá að skuldaviðmið bæjarins heldur áfram að lækka, fer úr 85% í 82% og er því umtalsvert undir því 150% viðmiði sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga setur og er nú svo komið að fjárhagsstaða bæjarins hefur ekki verið betri í áratugi. Á meðal merkja um bættan rekstur má nefna að veltufé frá rekstri var verulega yfir áætlunum sem styrkir getu sveitarfélagsins til þess að standa undir framkvæmdum og fjárskuldbindingum og laun- og launatengd gjöld lækka hlutfallslega milli ára. Samhliða blómlegum rekstri voru innviðafjárfestingar auknar verulega í fyrra sem munu skila sér í öflugri þjónustu og betri lífsgæðum fyrir bæjarbúa. Þá nýtur bærinn nú góðs af mikilli uppbyggingu íbúða- og atvinnuhúsnæðis á undanförnum árum í auknum fasteignagjöldum. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að halda álögum á íbúa niðri og heldur hlutfall útsvars og fasteignaskatta af heildartekjum áfram að lækka.

Samþykkt samhljóða að vísa framlögðum ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2023 22042024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta