Til bakaPrenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 466

Haldinn Sólberg,
14.01.2026 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Alexander Árnason aðalmaður,
Sunna Magnúsdóttir fundarritari, Árdís Ármannsdóttir sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2508252 - Jólaþorpið 2025
Farið yfir framkvæmd Jólaþorpsins og tengdra viðburða.
Verkefnastjóri fór yfir framkvæmd Jólaþorpsins 2025. Menningar- og ferðamálanefnd þakkar góða kynningu og þakkar starfsfólki bæjarins fyrir gott utanumhald um jólabæinn Hafnarfjörð.
2. 2511044 - Jólaskreytingarkeppni 2025
Afhending viðurkenninga fyrir fallega skreytt hús og fyrirtæki fór fram í Jólaþorpinu 20.desember síðast liðinn.
Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir innsendar tillögur og ánægjulegt var að veita viðurkenningar fyrir jallegar jólaskreytingar.

Eftirfarandi fengu viðurkenningu:
Hafravellir 12
Blómvangur 1
Fururvellir 19
Heiðvangur 28
Heiðvangur 60
Sævangur 15
Unnarstígur 1
Sævangur 52
Heiðvangur 78
Álfaskeið 102-104, íbúð
3. 2212081 - Aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022-2025
Farið yfir drög að dagskrá árlegra viðburða 2026.
Menningar- og ferðamálanefnd þakkar góða kynningu og fer spennt inn í nýtt viðburðaár. Verkefnastjóra falið að undirbúa árlega viðburði í samræmi við umræður á fundinum. Verkefnastjóra falið að undirbúa drög að úthlutunarreglum um nýjan kórsjóð og óskar hér með eftir tillögu að nafni á sjóðinn.
4. 2512005 - Menningarstyrkir 2026
Auglýst hefur verið eftir umsóknum um menningarstyrki í fyrri úthlutun ársins 2026.
Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í fyrri úthlutun menningarstyrkja er til og með 5. febrúar. Nánar á vef Hafnarfjarðarbæjar.
5. 2512006 - Bæjarlistamaður 2026
Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir tilnefningum að bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2026.
Drög að auglýsingu samþykkt og verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu. Auglýst verður eftir tilnefningum en umsóknarfrestur verður til og með 9. febrúar.
6. 2601050 - Húsverndunarsjóður 2026
Auglýst hefur verið eftir umsóknum í húsverndunarsjóð Hafnarfjarðar 2026.
Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í húsverndunarsjóð er til og með 27.febrúar 2026.
7. 2601245 - Þrettándagleði Hafnarfjarðar
Árleg þrettándagleði Hafnarfjarðar var haldin 6. janúar síðastliðinn á Thorsplani.
Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir glæsilega umgjörð og flugeldasýningu í miðbæ Hafnarfjarðar þegar jólin voru kvödd á þrettándanum. Ánægjulegt var að sjá hversu margir lögðu leið sína í miðbæinn á þennan árlega viðburð.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta