| |
| 1. 2508252 - Jólaþorpið 2025 | | Farið yfir framkvæmd Jólaþorpsins og tengdra viðburða. | | Verkefnastjóri fór yfir framkvæmd Jólaþorpsins 2025. Menningar- og ferðamálanefnd þakkar góða kynningu og þakkar starfsfólki bæjarins fyrir gott utanumhald um jólabæinn Hafnarfjörð. | | |
|
| 2. 2511044 - Jólaskreytingarkeppni 2025 | | Afhending viðurkenninga fyrir fallega skreytt hús og fyrirtæki fór fram í Jólaþorpinu 20.desember síðast liðinn. | Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir innsendar tillögur og ánægjulegt var að veita viðurkenningar fyrir jallegar jólaskreytingar.
Eftirfarandi fengu viðurkenningu: Hafravellir 12 Blómvangur 1 Fururvellir 19 Heiðvangur 28 Heiðvangur 60 Sævangur 15 Unnarstígur 1 Sævangur 52 Heiðvangur 78 Álfaskeið 102-104, íbúð | | |
|
| 3. 2212081 - Aðgerðaáætlun menningar- og ferðamálanefndar 2022-2025 | | Farið yfir drög að dagskrá árlegra viðburða 2026. | | Menningar- og ferðamálanefnd þakkar góða kynningu og fer spennt inn í nýtt viðburðaár. Verkefnastjóra falið að undirbúa árlega viðburði í samræmi við umræður á fundinum. Verkefnastjóra falið að undirbúa drög að úthlutunarreglum um nýjan kórsjóð og óskar hér með eftir tillögu að nafni á sjóðinn. | | |
|
| 4. 2512005 - Menningarstyrkir 2026 | | Auglýst hefur verið eftir umsóknum um menningarstyrki í fyrri úthlutun ársins 2026. | | Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í fyrri úthlutun menningarstyrkja er til og með 5. febrúar. Nánar á vef Hafnarfjarðarbæjar. | | |
|
| 5. 2512006 - Bæjarlistamaður 2026 | | Menningar- og ferðamálanefnd óskar eftir tilnefningum að bæjarlistamanni Hafnarfjarðar 2026. | | Drög að auglýsingu samþykkt og verkefnastjóra falið að vinna áfram að málinu. Auglýst verður eftir tilnefningum en umsóknarfrestur verður til og með 9. febrúar. | | |
|
| 6. 2601050 - Húsverndunarsjóður 2026 | | Auglýst hefur verið eftir umsóknum í húsverndunarsjóð Hafnarfjarðar 2026. | | Menningar- og ferðamálanefnd vekur athygli á að umsóknarfrestur í húsverndunarsjóð er til og með 27.febrúar 2026. | | |
|
| 7. 2601245 - Þrettándagleði Hafnarfjarðar | | Árleg þrettándagleði Hafnarfjarðar var haldin 6. janúar síðastliðinn á Thorsplani. | | Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir glæsilega umgjörð og flugeldasýningu í miðbæ Hafnarfjarðar þegar jólin voru kvödd á þrettándanum. Ánægjulegt var að sjá hversu margir lögðu leið sína í miðbæinn á þennan árlega viðburð. | | |
|