| |
| 1. 2511333 - Flugvellir 1, breyting | | Ingvi Þorbjörnsson fh. lóðarhafa sækir um innanhúss breytingar. Umsókn tekur til breytinga á aðkomu að salernum frá fundaraðstöðu ásamt lokun að alrými frá sama svæði. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 2. 2505110 - Furuás 25, breyting | | Lilja Margrét Olsen sækir 08.05.2025 um leyfi fyrir stiga sem þegar hefur verið steyptur að framanverðu og skjólvegg eins og hann er smíðaður. | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. Vakin er athygli á að um er að ræða samþykkt á áður gerðri framkvæmd sem gerð var án byggingarleyfis. Óvissa kann því að vera um uppbyggingu og útfærslu framkvæmdar. Verktrygging er ekki skráð á verkið né ábyrgðaraðilar. | | |
|
| 3. 2507192 - Furuás 27, breyting, viðbygging | | Karl Magnús Karlsson f.h. lóðarhafa sækir 11.07.2025 um að stækka hús um 35,4 fm með því að byggja við suðurgafl þess. Viðbyggingin er á tveimur hæðum. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 4. 2511399 - Breiðhella 14, breyting | | Kári Eiríksson fh. lóðarhafa sækir 18.11.2025 um breytingu á húsnæði. Breytingarnar felast í því að gönguhurðum á göflum er fækkað og hluti ganga sameinaður. Staðsetning rafmagnstöflu er breytt. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 5. 2509451 - Kaldársel MHL.02, breyting | | Sveinn Valdimarsson f.h. lóðarhafa sækir 08.09.2025 um breytingu í mhl.02. Sal á efri hæð í mhl.02 breytt í 2 starfsmannherbergi, handlaugum bætt við á gangi, björgunaropum bætt við í glugga, fellistigar settir inn, brunaslanga á neðri hæð breytist í slökkvitæki. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 6. 2509903 - Baughamar 3, MHL.02, breyting | | Jóhann Einar Jónsson f.h. lóðarhafa sækir 24.09.2025 um fjölgun um tvær íbúðir í Baughamar 3 (mhl.02). Íbúðir 404 og 504 skiptast í tvær íbúðir hvor. Í geymslukjarna í kjallara eru lausar geymslur sem er úthlutað á íbúðirnar sem bætast við. Ytra útlit og heildarstærðir eru óbreyttar. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 7. 2511349 - Straumhella 17, breyting | | Jón Magnús Halldórsson fh. lóðarhafa sækir 13.11.2025 um breytingu á byggingarleyfi. Settar verða miðjusettar gönguhurðar í iðnaðarhurðir og geymsla á 2. hæð. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 8. 2511107 - Suðurgata 44, MHL.01, breyting | | Gunnar Páll Kristinsson f.h. lóðarhafa leggur 05.11.2025 inn reyndarteikningar. Tengibyggingu milli sameignar og íbúðar 0302 hefur verið bætt við á 3. hæð ásamt uppfærslu á burði, skráningu ofl. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 9. 2511135 - Sörlaskeið 13a, reyndarteikningar | | Þorkell Magnússon f.h. lóðarhafa leggur 06.11.2025 inn reyndarteikningar. Brunavarnir uppfærðar, hurðir eru settar í dyr milli undirbúningssvæðis og reiðhallanna, gluggar eru settir í op milli undirbúningssvæðis og nýja reiðsalarins, breytt fyrirkomulag á afgreiðslu/bar í sal og forrými. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 10. 2510279 - Álhella 9, byggingarleyfi | | Össur Imsland f.h. lóðarhafa sækir 14.10.2025 um leyfi til að byggja atvinnuhúsnæði. Í byggingunni er vinnusalur á einni hæð ásamt stoðrýmum í stoðbyggingu á þremur hæðum. Stoðbygging inniheldur lager og tækjarými fyrir vinnusalinn ásamt búningsklefum, matsal og skrifstofurýmum. | | Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010. | | |
|
| 11. 2510500 - Hringhella 4, breyting | | Jón Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 27.10.2025 um breytingar sem orðið hafa á húsinu Hringhellu 4 á byggingartímanum. | | Erindi frestað samræmist ekki deiliskipulagi. | | |
|
| |
| 12. 2511120 - Vesturbraut 3, reyndarteikningar | | Gunnþóra Guðmundsdóttir f.h. lóðarhafa leggur 05.11.2025 inn reyndarteikningar og skráningartöflu af íbúðarhúsinu vegna gerðar eignaskiptasamninga. | | Frestað gögn ófullnægjandi. | | |
|
| 13. 2511102 - Virkisás 30, byggingarleyfi | | Guðmundur Óskar Unnarsson f.h. lóðarhafa sækir 05.11.2025 um byggingarleyfi fyrir staðsteypt einbýlishús á tveimur hæðum. | | Frestað gögn ófullnægjandi. | | |
|
| 14. 2511060 - Brattakinn 10, stækkun ris | | Reynir Kristjánsson f.h. lóðarhafa sækir 04.11.2025 um leyfi fyrir rishæð ofan á eldra hús. | | Frestað samræmist ekki deiliskipulagi. | | |
|
| |
| 15. 2511217 - Jólatrjáa- og flugeldasala, skilti á bæjarlandi, stöðuleyfi | | Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 11.11.2025 um leyfi fyrir tímabundna uppsetningu auglýsingaskilta í bæjarlandi vegna jólatrjáa- og flugeldasölu frá 10.12.2025 til 7.01.2026. | | Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa heimilar Björgunarsveit Hafnarfjarðar uppsetningu skilta samkvæmt uppdráttum. | | |
|
| 16. 2511407 - Tjarnarvellir, stöðuleyfi flugeldasala | | Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 19.11.2025 um stöðuleyfi fyrir 3 gáma vegna flugeldasölu að Tjarnarvöllum tímabilið 1.12.2025-7.01.2026. | | Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir 3 gáma vegna flugeldasölu að uppfylltum skilyrðum vopnalaga nr 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. | | |
|
| 17. 2511557 - Reykjavíkurvegur, stöðuleyfi flugeldasala | | Björgunarsveit Hafnarfjarðar sækir 24.11.2024 um stöðuleyfi fyrir 3 gáma á bílastæði Reykjavíkurvegar 46-48 vegna flugeldasölu tímabilið 1.12.2025-10.1.2026. Samþykki lóðarhafa er fyrirliggjandi. | | Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa veitir stöðuleyfi fyrir 3 gáma vegna flugeldasölu að uppfylltum skilyrðum vopnalaga nr 16/1998 og gildandi reglugerðar um skotelda. | | |
|