| |
| 1. 2510399 - Forvarnarfulltrúi - kynning | | Kynning á starfi forvarnarfulltrúa. | | Fræðsluráð þakkar forvarnarfulltrúa fyrir upplýsandi og áhugaverða kynningu. Fram kom að verkefnið Símafriður gengur vel í skólunum og hefur hlotið góðar undirtektir og áhugavert að heyra framtak foreldra í Hafnarfirði sem vilja sameinast um að gefa ungum börnum sínum ekki snjallsíma. Verkefnin „Við erum þorpið“ og „Horfumst í augu“ hafa reynst öflug í forvarnarstarfi og stuðlað að aukinni samstöðu og umræðu um mikilvægi forvarna. Metnaður og frumkvæði eru ríkjandi í verkefnunum, og sérstaklega ánægjulegt að sjá að samvera barna í 4.?6. bekk með foreldrum er orðin algengari. Einnig kom fram að samstarf við foreldra leik- og grunnskólabarna er mjög gott, og fagnar fræðsluráð því að Barnaþing fyrir miðdeildir í Hafnarfirði verður haldið eftir áramót. | | |
|
| 2. 2511151 - Fjölmenningarfulltrúi - kynning | | Kynning á starfi fjölmenningarfulltrúa. | Fræðsluráð þakkar fjölmenningarfulltrúa fyrir upplýsandi og áhugaverða kynningu á verkefnum og starfsemi fjölmenningarfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Gott er að sjá að áhersla er lögð á mikilvægi víðtæks samráðs, skilvirks upplýsingaflæðis, fræðslu og þjálfunar til að greina og draga úr hindrunum sem kunna að standa í vegi fyrir inngildingu og virkri þátttöku allra í samfélaginu. Fram kom að mikilvægt er að halda áfram að hvetja börn af erlendum uppruna til þátttöku í íþróttastarfi og heimsókna í félagsmiðstöðvar, þar sem slíkt eflir tengslamyndun og samfélagslega þátttöku. Fræðsluráð leggur áherslu á að áfram verði unnið markvisst að góðu samráði og stefnumótun til að tryggja samfellt og gott upplýsingaflæði.
| | |
|
| 3. 2511150 - Uppsögn leikskólastjóra Hraunvallaleikskóla | | Lagt fram til upplýsinga. | | Fræðsluráð Þakkar Guðbjörgu Hjaltadóttur fyrir störf sín sem leikskólastjóri Hraunvallaskóla og óskar henni velfarnaðar í komandi verkefnum. | | |
|
| 4. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | | Lagt fram. | Tillögur lagðar fram Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn leggja fram tillögu um breytingar á fyrri samþykkt um frístundastyrk fyrir 3-4 ára börn. Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja að styrkurinn taki gildi í upphafi ársins 2026. | | |
|
| 5. 2209167 - Hamranesskóli | | Lagt fram til upplýsinga. | | Tímalína lögð fram. | | |
|
| 6. 25091023 - Fyrirspurn Samfylkingar, tómstunda- og menntunarúrræði barna á flótta | Svar við fyrirspurn.
Fyrirspurn: Hver hefur árangur þessa verkefnis verið - Mun þetta verkefni halda áfram, ef svo er í hvaða mynd? - Hvað myndi kosta fyrir sveitarfélagið að halda þessu verkefni áfram þrátt fyrir að ekki liggi fyrir styrkur frá ríkinu | Minnisblað lagt fram.
Samfylkingin þakkar svörin og leggur áherslu á mikilvægi þess að áframhald verði á verkefninu. Nauðsynlegt er að tryggja aðgengi barna og ungmenna á flótta að viðeigandi tómstunda- og menntunarúrræðum, sem stuðla að virkri þátttöku og félagslegri inngildingu. Slík úrræði skipta sköpum fyrir velferð og framtíð barna á flótta. | | |
|
| 7. 2011221 - Engidalsskóli stækkun | | Lagt fram til afgreiðslu. | | Fræðsluráð samþykkir ekki stækkun Engidalsskóla að svo stöddu. Stækkun skólans þarf að fylgja þróun og uppbyggingu á íbúðabyggð á Hraunum vestur. Tillaga stjórnenda um stækkun er því vísað til umræðu undir fjárhagsáætlun ársins 2027. | | |
|
| 8. 2511089 - Andmæli vegna ákvörðunar um að afturkalla spjaldtölvur úr 5. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar | | Lagt fram. | Andmæli vegna ákvörðunar um að afturkalla spjaldtölvur úr 5. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar lögð fram.
Fulltrúi grunnskólakennara styður heilshugar við þessi mótmæli. Þessi ákvörðun mun hafa neikvæð áhrif á námsumhverfi barna og felur í sér skerðingu á möguleikum þeirra til náms, upplýsingaleitar og þátttöku í nútímalegu skólastarfi. Ákvörðunin gengur þvert á markmið sem sett eru fram í Aðalnámskrá grunnskóla í upplýsinga- og tæknimennt í öllum árgöngum grunnskólans. Fulltrúi grunnskóla vonar að ákvörðun þessi verði snúið við og hætt verði við þessa framkvæmd og ekki verði unnið gegn Aðalnámskrá grunnskóla.
| | |
|
| 9. 2505605 - Tölvumál grunnskóla | Svar við fyrirspurn.
Fyrirspurn: Fulltrúi Viðreisnar óskar eftir upplýsingum um innleiðingu Chromebook-tölva sem Fræðslusvið Hafnarfjarðar hefur verið falið að framkvæma. -Hvernig gengur innleiðingin og eru nemendur þegar farnir að nýta tæknin í námi? -Hver er fyrirhuguð tímalína verkefnisins: -Hvernig verður Chromebook innleitt í grunnskólum Hafnarfjarðar? -Er markmiðið að allir nemendur á öllum skólastigum hafi aðgang að Chromebook-tölvum? Ef ekki, hvaða skólastig eða bekkjardeildir er horft til? -Er stefnt að því að hætta alfarið með notkun spjaldtölva í kennslu? -Hvenær er áætlað að innleiðingu á Chromebook ljúki? Að lokum er óskum eftir að innleiðingar- og kostnaðaráætlun verkefnisins verði lögð fram fyrir fulltrúa Fræðsluráðs. | Minnisblað lagt fram.
Fulltrúi Viðreisnar þakkar fyrir svarið og stöðuyfirlitið. Hins vegar var upphaflegri fyrirspurn því miður ekki svarað að fullu. Fulltrúi Viðreisnar ítrekar ósk um að formleg innleiðingaráætlun og sundurliðuð kostnaðaráætlun verkefnisins verði lögð fram fyrir ráðið, líkt og óskað var eftir.
Fulltrúi grunnskólakennara vill gagnrýna þessa innleiðingu þar sem tölvunet skólanna er það lélegt að ekki er hægt að innleiða Chromebook tölvur í flest öllum skólum bæjarins, fyrir utan einn skóla sem hefur tekið þær í notkun. Nauðsynlegt er að nemendur í 10. bekk geti ekki tekið Chromebook/Ipad tölvurnar með sér heim og gert sitt heimanám að heiman. Meiri hluti náms 10 bekkinga fer fram á netinu (Classroom) og myndi það kollvarpa meiriparts kennslu í uppnám, fyrir utan þær rafbækur sem nemendur nota í námi. | | |
|
| 10. 2511155 - Fyrirspurn frá fulltrúa grunnskólakennara | Fyrirspurn frá fulltrúa grunnskóla lögð fram.
Fyrirspurn: 1. Hver er aldur þeirra lausráðinna starfsmanna sem sinna forfallakennslu í grunnskólum bæjarins? 2. Hverjar eru menntunarkröfur forfalla kennarar sem starfa í grunnskólum Hafnarfjarðar? 3. Hversu margir leiðbeinendur sinna störfum grunnskólakennara í hverjum skóla fyrir sig innan bæjarins skólaárið 2025 - 2026? 4. Hversu margir leiðbeinendur sinna störfum grunnskólakennara eru í kennaranámi hjá Hafnarfjarðarbæ? 5. Eru allir grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar með fagmenntaðan Leiðsagnar-kennara og fá greitt sem slíkir? | | Fyrirspurnir lagðar fram. | | |
|
| 11. 2511156 - Tillaga frá fulltrúa grunnskólakennara | Lögð fram tillaga frá fulltrúa grunnskólakennara.
Tillaga: Á s.l. árum hefur orðið vart við skort á fagmenntuðum grunnskólakennurum. Meðal aldur Grunnskólakennara hefur hækkað og er talin of hár miðað við þá endurnýjun sem á sér stað í stéttinni. Því leggur Fulltrúi Grunnskólakennara til við Fræðsluráð Hafnarfjarðar, að þeir kennaranemar sem starfa við grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar, gangi að sömu kjörum sem Leikskólakennaranemar hafa hjá bænum er kemur að launakjörum þegar þeir eru í staðlotum í Háskóla. Krafan væri að að viðkomandi kennaranemi væri við störf hjá grunnskóla í Hafnarfirði. Fyrir vikið væru grunnskólar bæjarins að laða til sín hæfa kennara og meiri lýkur væri á því að þeir héldust í starfi hjá bænum eftir að námi lyki. Meiri hvatning væri fyrir kennaranema að ráða sig til vinnu til Hafnarfjarðar og grunnskólar bæjarins sköpuðu sér jákvætt viðhorf í garð Grunnskólakennara. | | Fræðsluráð felur sviðsstjóra mennta- og lýðheilsusviðs að taka saman svör við þeim spurningum sem fram komu á fundinum eins og fjölda þeirra sem stunda nám í grunnskólafræðum. Fræðsluráð kallað eftir samræmdum reglum og nánari útfærslu til að laða að enn frekar fagmenntaða grunnskólakennara. | | |
|
| 12. 2510601 - Morgunmatur í grunnskólum | Svar við fyrirspurn.
Fyrirspurn: Fulltrúi Viðreisnar kallar eftir upplýsingum hvort byrjað sé að bjóða upp á hafragraut aftur í grunnskólum bæjarins?
Í hvaða skólum er verið að bjóða upp á hafragraut?
Í hvaða skólum er ekki verið að bjóða upp á hafragraut. Hvers vegna er ekki verið að bjóða upp á hann í þeim skólum? | | Fræðsluráð fagnar því að hafragrautur sé nú í boði í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar. | | |
|
| 13. 25091026 - Fyrirspurn Samfylkingar, skólamáltíðir | Svar við fyrirspurn.
Fyrirspurn: Samfylkingin óskar eftir upplýsingum úr niðurstöðum samtala vegna skólamáltíðar - Hvaða úrbætur hafa verið gerðar - Hvernig er staðan í dag og hver eru næstu skref | Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn þakka þróunarfulltrúa leik- og grunnskóla fyrir ítarlegt og upplýsandi minnisblað um stöðuna varðandi framleiðslu og framreiðslu matar í leik- og grunnskólum. Ljóst var þegar samningur við I-mat var undirritaður að um umfangsmikið verkefni væri að ræða og að innleiðingin myndi fela í sér ýmsar áskoranir. Eins og fram kemur í minnisblaðinu hafa vissir hnökrar komið upp, sem eðlilegt má telja, en með stöðugu samtali og miklum vilja þeirra sem að verkefninu standa hefur verið brugðist hratt og vel við ábendingum um leið og þær hafa borist. Samráðsfundir sem haldnir eru í tengslum við verkefnið hafa mikla þýðingu, og því leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar til að fundargerðir samráðshóps um skólamáltíðir verði lagðar fram í fræðsluráði að lágmarki einu sinni í mánuði svo tryggt sé að allir fulltrúar fræðsluráðs hafi góða yfirsýn og séu vel upplýstir um framvindu mála.
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka góð og ítarleg svör. Fulltrúar Samfylkingarinnar minna á tillögu sína sem var fyrst lögð fram á fundi bæjarstjórnar 10. september sl. og síðan tekið fyrir á fundi fræðsluráðs þann 17. september sl. og hafnað af meirihluta fræðsluráðs. Í tillögunni fólst að koma á fót samráðshóp sem í eiga sæti fulltrúar foreldra foreldraráða leik- og grunnskóla, starfsfólk leik- og grunnskóla og fulltrúi frá ungmennaráði ásamt fulltrúum mennta- og lýðheilsusviðs. Tilgangur hópsins er að stuðla að milliliðalausu samtali og upplýsingaflæði milli hagaðila Að setja á laggirnar slíkan hóp myndi án efa auðvelda alla vinnu er tengist skólamat í Hafnarfirði.
| | |
|
| 14. 25091024 - Fyrirspurn Samfylkingar, Sérstakur styrkur til barna með erlendan bakgrunn til þess að læra móðurmál sitt | Svar við fyrirspurn.
Fyrirspurn: Hver er staðan á sérstökum styrk sem ætlaður var börnum með annað móðurmál en íslensku til að læra og viðhalda móðurmáli sínu - Er þessi styrkur enn í boði - Hversu mikið hefur hann verið notaður - Hversu vel upplýst er fólk með annað móðurmál en íslensku um þennan styrk | | Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum þann 29. október að framlengja samning um styrk til barna með erlendan bakgrunn um óákveðin tíma. Fræðsluráð leggur áherslu á að upplýsingar um styrkinn séu aðgengilegar í gegnum grunnskóla bæjarins. | | |
|
| 15. 2509635 - HHH félagsmiðstöðvar | Svar við fyrirspurn.
Fyrirspurn: Hver er staðan á HHH (Hinsegin hittingum í Hafnarfirði) í félagsmiðstöðvum Hafnarfjarðar? Hefur starfseminni verið fundin aðstaða fyrir haustið og hvernig verður fyrirkomulagi starfseminnar háttað? | Minnisblað lagt fram.
Samfylkingin þakkar fyrir upplýsingarnar og fagnar því að HHH sé aftur komin í gang. Á sama tíma hörmum við að komið hafi rof á þessari mikilvægu þjónustu fyrir hinsegin ungmenni. Mikilvægt er að tryggja stöðugleika í slíku starfi til að skapa traust, öryggi og samfellu. | | |
|
| |
| 16. 2510010F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 414 | | Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 414 lögð fram. | | Fundargerð lögð fram. | 16.1. 2510030 - Beiðni um aðstöðu Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Elvari fyrir kynninguna. Beiðni um aðstöðu er hafnað. | 16.2. 2510350 - Fyrirspurn Samfylkingar varðandi íþróttamál og tómstundaþjónustu Máli frestað fram á næsta fund. | 16.3. 2510399 - Forvarnarfulltrúi - kynning Jónu Rán er þakkað fyrir kynninguna og góða yfirferð á gögnum. | 16.4. 2401611 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, fundargerðir Lagt fram. | | |
|
| 17. 2511001F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 415 | | Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 415 lögð fram. | | Fundargerð lögð fram. | 17.1. 2511019 - Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2025 Íþróttabandalaginu (ÍBH) falið að leita til íþróttafélaga og taka saman tilnefningar um íþróttamann, íþróttakonu og íþróttalið ársins Hafnarfjarðar 2025. Hátíðin verður haldin 30. desember í íþróttahúsinu við Strandgötu.
| 17.2. 2510350 - Fyrirspurn Samfylkingar varðandi íþróttamál og tómstundaþjónustu 1a) Staðfest var að vinna stendur yfir við endurskoðun rekstrar- og þjónustusaminga. 1b) Staðfest var að áheyrnarfulltrúar í helstu félögum verða kynntir í nýjum samningum. 1c-d) Rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundamála kynnti mismunandi starfsemi í Menntasetrinu við lækinn, á Suðurgötunni og á Selhellu. 1e) Áform rædd, í tenglum við kynningarfund í október.
2) Lagt fram 3) Fyrirspurn afgreidd á fundi ÍTH nr.412.
| 17.3. 2401609 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB) fundargerðir Lagt fram. | | |
|