Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 537

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
09.09.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Elsa Dóra Ísleifsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2408584 - Reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks
Drög að reglum Hafnarfjarðar um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk lagðar fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að vinna að frekari útfærslu á akstri fyrir grunnskólabörn með fötlun í samstarfi við mennta-og lýðheilsusvið.
2. 2508537 - Miðstöðin - vinna og virkni fyrir fatlað fólk
Þórdís Rúríksdóttir forstöðumaður kynnir Miðstöðina, vinnu og virkni fyrir fatlað fólk.
Fjölskylduráð þakkar Þórdísi Rúríksdóttur fyrir kynninguna.

Í ljósi fyrri samþykktar ráðsins á sameiningu Geitunganna og Hæfingarstöðvarinnar í Bæjarhrauni fagnar fjölskylduráð framvindu innleiðingarinnar undir nýju yfirheiti Miðstöðvarinnar og þakkar fyrir greinargóða kynningu. Með Miðstöðinni skapast skýr og samþætt þjónusta í fjórum sérhæfðum deildum þar sem áhugi og þarfir hvers einstaklings eru í forgrunni. Umhverfisvaktin flyst í nýtt og vandað húsnæði að Selhellu 7 með auknum vinnuverkefnum, Miðstöð félags- og líkamlegrar virkni fær bætt rými á Suðurgötu 14 og Miðstöð skynörvunar og Miðstöð óhefðbundinna tjáskipta flytur frá Bæjarhrauni á Suðurgötu 14 í stærra og endurbætt rými. Fjölskylduráð fagnar einnig markmiðum um aukin gæði og fjölbreytni, fleiri raunhæfum vinnuverkefnum og meiri þátttöku á almennum vinnumarkaði fyrir fatlað fólk. Það er ánægjulegt að sjá skýra framvindu að bættri þjónustu í vinnu-og virkniúrræðum í bænum. Sérstaklega er það mikilvægur ávinningur fyrir fatlað fólk að með auknum úrræðum og bættri aðstöðu eykst möguleiki þeirra til virkrar þátttöku á almennum vinnumarkaði, til félagslegrar þátttöku og til aukins sjálfstæðis í daglegu lífi. Þessi þróun stuðlar að bættri lífsgæðum, sterkari samfélagslegri þátttöku og jöfnum tækifærum til að nýta hæfileika sína og færni.
3. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
Fjármálastjóri fer yfir tíma- og verkáætlun fjárhagsáætlunar 2026 og 2027-2029.
Lagt fram til kynningar.
4. 2508536 - Stendur starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdarstjóri kynnir Stendur starfsendurhæfingu
Fjölskylduráð þakkar Sveindísi Önnu Jóhannsdóttur fyrir kynninguna.
Fundargerðir
5. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 24/2025.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til bakaPrenta