Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 1691

Haldinn á hafnarskrifstofu,
15.10.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen varaformaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Tryggvi Rafnsson aðalmaður,
Garðar Smári Gunnarsson varamaður,
Lovísa Björg Traustadóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Valdimar Víðisson bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Kynningar
1. 2507355 - Fjárhagsrammi 2026
Farið yfir tillögu að rekstrar- og fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2026 og jafnframt langtímaáætlun fyrir 2027-2029.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi fjárhags- og rekstraráætlun fyrir Hafnarfjarðarhöfn og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hana með sama hætti.
2. 2508445 - Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2026
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða tillögu að nýrri gjaldskrá. Ný gjaldskrá taki gildi frá 1. janúar 2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta