| Til baka | Prenta |
| Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 86 |
Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
05.11.2025 og hófst hann kl. 10:00 | | Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
| | Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi | | | |
| | Dagskrá: | | | | | 1. 2510529 - Eyrartröð 2b, breyting á deiliskipulagi | | Páll Poulsen f.h. lóðarhafa sækir 28.10.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í nýrri lóð fyrir dreifistöð HS- veitna við lóðarmörk lóðanna Eyrartröð 2a og Melabraut 18 í landi bæjarins. Aðkoma að lóð er um Eyrartröð. Stærð lóðar er 6 x 12 m og stærð byggingarreits 4 x 10 m. | | Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. | | Eyrartröð 2b - Deiliskipulagsbreyting 2025.pdf | | |
| | 2. 2509902 - Tunguhella 17, breyting á deiliskipulagi | | Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 01.10.2025 var samþykkt að grenndarkynna með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga erindi Sigríðar Ólafsdóttur f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að bætt er við annarri innkeyrslu vestarlega á lóðinni til að gera einstefnuakstur milli byggingar og götu mögulegan. Erindið var grenndarkynnt frá 03.10.2025 til 31.10.2025. Engar athugasemdir bárust. | | Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. | | slóð á skipulagsgátt.pdf | | |
|
| | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 |
|
|
| Til baka | Prenta |