Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 16

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
17.04.2024 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2402478 - Helluhraun 16, breyting
Ásgeir Ásgeirsson f.h. lóðarhafa sækir 07.02.2024 um breytingar á innraskipulagi. Kælir stækkaður innanrýmis, nýtt milliloft ca 70 fm fyrir starfsmannaaðstöðu, nýr stigi upp á milliloft.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2403263 - Virkisás 13, byggingarleyfi
Svanur Þór Brandsson f.h. lóðarhafa sækir 11.03.2024 um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús úr timbur einingum á einni hæð.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2404165 - Virkisás 14, byggingarleyfi
Andri Ingólfsson f.h. lóðarhafa sækir 03.04.2024 um byggingarleyfi fyrir einnar hæðar einbýlishús, staðsteypt og klætt að utan.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2310864 - Virkisás 18, byggingarleyfi
Guðni Pálsson f.h. lóðarhafa sækir 27.10.2023 um leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús á einni hæð.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2404614 - Dofrahella 1, byggingarleyfi, breyting
Smári Björnsson f.h. lóðarhafa sækir 17.04.2024 um breytingar á þegar samþykktu erindi, milliloft koma í öll rými.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
6. 2311634 - Suðurgata 18, breytingar
Þorgeir Jónsson f.h. lóðarhafa sækir 27.11.2023 um að innrétta gistiheimili á þrem hæðum.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
E-hluti frestað
7. 2404457 - Ölduslóð 24, breyting, bílskúr
Ólafur Hjördísarson Jónsson f.h. lóðarhafa sækir 12.04.2024 um leyfi til að klæða bílskúr með sementsbundnum trefjaplötum ásamt því að stóla upp einhalla þaki bárujárnsklæddu, einangra með steinull og klæða með báruðu þakefni.
Frestað, vantar samþykki meðeigenda.
8. 2404396 - Gullhella 1, mhl. 07, byggingarleyfi
Andri Martin Sigurðsson f.h. lóðarhafa sækir 10.04.2024 um leyfi fyrir byggingu þjónustu- og starfsmannahúss. Fyrirhuguð framkvæmd er nýbygging að hluta til á tveimur hæðum. Byggingin verður grunduð á vel þjappaðri malarfyllingu. Þak byggingarinnar verður límtrés virki sem klætt verður með steinullar-samlokueiningum.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
9. 2404412 - Gjótuhraun 3, nýbygging og breyting
Páll Poulsen f.h. lóðarhafa sækir 10.04.2024 um leyfi til að byggja nýbyggingu á milli tveggja núverandi bygginga og tengir þær saman. Nýbyggingin er einnar hæðar hefðbundið uppsteypt hús, múrað og einangrað að innan með límtrésbita sem bera hefðbundið bárujárnsklætt sperru þak. Breytingar á núverandi byggingum felast í því að hluti innveggja er fjarlægður næst þeim rýmum sem tengjast nýbyggingu og nýr veggur byggður upp á milli framleiðslusalar og lagers.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til bakaPrenta