Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 82

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
08.10.2025 og hófst hann kl. 09:50
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2510042 - Álhella 13 og 15, breyting á deiliskipulagi
Kári Eiríksson f.h. lóðarhafa sækir 02.10.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að lóðirnar Álhella 13 og 15 verði sameinaðar. Byggingarreitur Álhellu 13 verði sameinaður byggingarreit Álhellu 15. Sameinuð lóð fær númerið Álhella 13.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Álhella 13-15, breyting á dsk í grennd.pdf
2. 2510073 - Dalshraun 8, breyting á deiliskipulagi
Haraldur Ingvarsson f.h. lóðarhafa sækir 06.10.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni fellst að gerð er að hámarki 316,2 ferm. viðbygging á einni hæð
á lóðinni, sem nýtist sem bílaþvottastöð. Stækkun er 46,2 ferm. og nýtingarhlutfall breytist úr 0,41 í 0,43.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Dalshraun 8, deiliskipuag.pdf
3. 2509447 - Virkisás 26, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 24.09.2025 var samþykkt að grenndarkynna erindi eigenda af lóðinni Virkisás 26. Breytingin felst í því að í kafla 3 um sérákvæði í greinargerð og skipulagsskilmálum "Deiliskipulag Ásland 4. áfangi" er gerð textabreyting varðandi útbyggingar fyrir lóðina Virkisás 26. Erindið var sett í grenndarkynningu 29.09.2025 með athugasemdafresti til 27.10.2025 en ósk barst frá umsækjendum um að stytta tímabil grenndarkynningar. Skrifleg yfirlýsing þeirra er grenndarkynninguna fengu liggur fyrir. Engar athugasemdir bárust en ábending barst frá Veitum um að heimlögn hitaveitu liggur við austur hlið hússins. Veitur benda á skilmála um heimlagnir Veitna, þar kemur fram að húseiganda er óheimilt að byggja yfir heimlagnir, reisa sólpall eða á annan hátt hindra aðgengi að þeim vegna bilana eða endurnýjunar. Slíkar framkvæmdir má einungis gera í samráði við Veitur og með viðeigandi ráðstöfunum.
Þar sem yfirlýsing þeirra er grenndarkynninguna fengu liggur fyrir er samþykkt að stytta tímabil grenndarkynningar samkvæmt. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Umsækjanda er bent á að hafa samráð við Veitur vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar. Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
D-hluti fyrirspurnir
4. 25091027 - Óseyrarbraut 12b, fyrirspurn
Stefán Hallsson og Kat ehf. leggja 29.09.2025 fram fyrirspurn varðandi iðnaðarhús á lóðinni Óseyrarbraut 12b. Spurt er um leyfi til að fara út fyrir byggingarreit, í austur og vestur.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 08.10.2025.
Óseyrarbraut 12, umsögn skipulags.pdf
5. 2510049 - Straumhella 1 og 3, fyrirspurn
Þorleifur Eggertsson f.h. Smáragarðs ehf leggur 03.10.2025 fram fyrirspurn um sameiningu lóðanna Straumhellu 1 og 3. Eftir breytingu verður lóðin samtals 6484 ferm. Byggingarskilmálar og nýtingarhlutfall verður óbreytt.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 08.10.2025.
Straumhella 1-3, umsögn skipulags.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:50 

Til bakaPrenta