Til bakaPrenta
Samráðshópur um málefni fatlaðra - 13

Haldinn Sólberg,
08.10.2025 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Linda Hrönn Þórisdóttir formaður,
Alexander Harðarson aðalmaður,
Dalrós Líf Ólafsdóttir aðalmaður,
Eyrún Birta Þrastardóttir aðalmaður,
Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Þórarinn Þórhallsson aðalmaður,
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir fundarritari.
Fundargerð ritaði: Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, deildarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2505063 - Reglur um stuðningsfjölskyldur
Á fundi fjölskylduráðs þann 16. september sl. voru lög fram drög að reglum um stuðningsfjölskyldur og var eftirfarandi bókun gerð:

Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð þakkar Guðlaugu Ósk Gísladóttur sviðsstjóra fyrir kynninguna og vísar reglum um stuðningsfjölskyldur til umsagnar hjá samráðshópi í málefnum fatlaðs fólks.
Samráðshópur um málefni fatlað fólks fagnar því að gerðar séu skýrar reglur um stuðningsfjölskyldur.
2. 2505059 - Reglur um skammtímadvalir
Á fundi fjölskylduráðs þann 16. september sl. voru lög fram drög að reglum um skammtímadvalir og var eftirfarandi bókun gerð:

Fjölskylduráð þakkar Guðlaugu Ósk Gísladóttur sviðsstjóra fyrir kynninguna og vísar reglum um skammtímadvalir til umsagnar hjá samráðshópi í málefnum fatlaðs fólks.
Jafnframt óskar fjölskylduráð eftir upplýsingum um fjölda þeirra sem nýta sér þjónustuna.
Samráðshópurinn fagnar því að komnar séu reglur um skammtímadvalir og telur mikilvægt að Hafnarfjörður bjóði upp á skammtímadvalir og önnur úrræði til að létta álagi af fjölskyldum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00 

Til bakaPrenta