| |
1. 2501239 - Reglur um NPA (notendastýrð persónulega aðstoð) | 1.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 30.september sl. Lögð fram umsögn samráðshóps um málefni fatlaðra. Reglur um NPA lagðar fram til afgreiðslu.
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur um NPA (notendastýrða persónulega aðstoð) og vísar þeim til bæjarstjórnar til staðfestingar.
| Margrét Vala Marteinsdóttir tekur til máls. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars sem Margrét Vala svarar. Árni Rúnar kemur til andsvars öðru sinni sem Margrét Vala svarar.
Þá tekur Árni Rúnar til máls.
Samþykkt samhljóða. | Reglur Hafnarfjarðar um NPA 1.7.2025.pdf | NPA - tillaga að breytingum á reglum19.8.2025.pdf | Samráðshópur um málefni fatlaðra - 12 (17.9.2025) - Reglur um NPA (notendastýrð persónulega aðstoð).pdf | | |
|
2. 2509990 - Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, gjaldskrá 2026 | 2.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.október sl. Lögð fram til afgreiðslu gjaldskrá slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Bæjarrráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. | Valdimar Víðisson tekur til máls.
Samþykkt samhljóða. | 2025 0925 Til sveitarfélaga v. gjaldskrár SHS Hafnarfjörður.pdf | | |
|
3. 2506584 - Útboð á ytri endurskoðun Hafnarfjarðarkaupstaðar og stofnana hans | 4.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.október sl. Lagt fram minnisblað. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins. Bæjarráð leggur til að bæjarstjórn samþykki ráðningu PricewaterhouseCoopers ehf. til að sinna endurskoðun ársreiknings Hafnarfjarðarbæjar og Hafnarfjarðarhafnar | Valdimar Víðisson tekur til máls. Ármi Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars sem Valdimar svarar. Árni Rúnar kemur til andsvars öðru sinni.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
4. 2509891 - Brú lífeyrissjóður, réttindasafn Eftirlaunasjóðs, endurgreiðsluhlutfall 2026 | 5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.október sl. Lagt fram erindi frá Brú lífeyrissjóð, dags. 23.sept. sl. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. | Valdimar Víðisson tekur til máls.
Samþykkt samhljóða. | Endurgreiðsluhlutfall ESH 2026 bæjarstjórn.pdf | | |
|
5. 2509975 - Fluguskeið 8 og 8a, umsókn um lóð | 9.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 2.október sl. Lögð fram umsókn Verk29 ehf. um lóðina nr. 8 og 8A við Fluguskeið. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar Fluguskeið 8 og 8A og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Bæjarráð hafnar beiðni um forkauprétt á Fluguskeiði 6 og 6A. | Samþykkt samhljóða. | | |
|
6. 2501113 - Suðurhöfn, breyting á deiliskipulagi | 2.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.október sl. Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhafnar vegna áforma um byggingu Tækniskóla á svæði sem afmarkast af Óseyrargötu, Fornubúðum og Cuxhavengötu. Skipulagshöfundur mætir til fundarins og kynnir.
Meirihluti skipulags- og byggingarráðs samþykkir að tillaga að breytingu á deiliskipulagi suðurhafnar vegna áforma um byggingu Tækniskóla verði auglýst og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Fulltrúi Samfylkingarinnar, Steinunn Guðmundsdóttir greiðir atkvæði á móti tillögunni. Fulltrúi Samfylkingar Steinunn Guðmundsdóttir vill útskýra afstöðu sína. Fulltrúinn er ekki á móti tillögunni í heild en vill að hámark bílastæða verði ekki sett fast í 600 bílastæði | Orri Björnsson tekur til máls. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars sem Orri svarar. Árni Rúnar kemur til andsvars öðru sinni sem Orri svarar. Árni Rúnar kemur að stuttri athugasemd og það gerir einnig Orri.
Jón Grétar Þorsson tekur til máls. Valdimar Víðisson kemur til andsvars. Jón Grétar svarar andsvari. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni.
Þá tekur Árni Rúnar til máls. Valdimar kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar einnig.
Jón Ingi Hákonarson tekur til máls. Valdimar kemur til andsvars. Einnig Rósa Guðbjartsdóttir. Jón Ingi svarar andsvari. Rósa kemur til andsvars öðru sinni.
Árni Rúnar tekur til máls öðru sinni. Rósa kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Orri kemur þá til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Orri kemur til andsvars öðru sinni. Árni Rúnar svarar andsvari. Orri kemur að stuttri athugasemd. Það gerir einnig Árni Rúnar.
Bæjarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.
Orri kemur að svohljóðandi bókun:
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gerir sér fulla grein fyrir því bílastæða og umferðarálagi sem líklegt er til að verða þegar uppbygging á hafnarsvæðinu fer af stað. Því leggjum við mikla áherslu á að afkastageta gatnakerfisns niður á hafnarsvæðið verði aukin og að jafnframt verði mögulegt að fjölga bílastæðum eftir þörfum þegar starfsemi og búseta fer að vaxa við suðurhöfnina.
Jón Grétar kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun: Samfylkingin hefur frá upphafi stutt áform um flutning Tækniskólans til Hafnarfjarðar og ýtt á meirihluta bæjarstjórnar í þeim efnum, m.a. vegna hægagangs á útvegun byggingarhæfrar lóðar og nauðsynlegum uppkaupum í því samhengi. Það mun Samfylkingin gera áfram. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa hins vegar ávallt bent á þann vanda sem mun skapast á svæðinu vegna umferðarmála, þegar meira en 3 þúsund nemendur og starfsfólk koma á svæðið daglega. Sá fjöldi er til viðbótar áformum um byggingu um 1300 íbúða í næsta nágrenni við Óseyrarbraut og Hvaleyrarbraut eða um 3500 íbúar. Gatnakerfið eins og það er í dag mun ekki anna stóraukinni umferð á svæðinu innan nokkurra ára en því verður ætlað að sinna tæplega 7 þúsund manns til viðbótar við þunga hafnarumferð sem fyrir er og þær fáu hugmyndir sem nefndar hafa verið til lausnar munu ekki leysa þann vanda. Samfylkingin kallar eftir því að raunhæfar og gagnlegar tillögur verði lagðar fram í samgöngumálum á svæðinu og leitað verði víðtæks samráðs, m.a. við Vegagerðina, Betri samgöngur og aðra sérfræðinga. Einnig verður að koma í veg fyrir hugsanlegan skort á bílastæðum fyrir nemendur og starfsfólk Tækniskólans. Greið umferð gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda sem og öflugar tengingar almenningssamgangna við svæðið eru lykilatriði við að tryggja farsæla uppbyggingu svæðisins til framtíðar.
| 112003-GRG-001-V01 DSK Suðurhöfn.pdf | 112003 D004SKUGGAVARP D004.pdf | 112003 D003 SKUGGAVARP D003.pdf | Tækniskólinn - Samgöngumat - sept 2025.pdf | 112103 - S002 SKÝRINGARM- SUÐURHÖFN v. TÆKNISKÓLA.pdf | 112103 - S001 SKÝRINGARM -D001 SUÐURHÖFN v. TÆKNISKÓLA.pdf | 112103 - D002 SKILMÁLASNEIÐINGAR- SUÐURHÖFN v. TÆKNISKÓLA.pdf | 112003-SKY-000-V01 Samgöngumat - Tækniskólinn.pdf | 112103 - S002 SKÝRINGARM- SUÐURHÖFN v. TÆKNISKÓLA.pdf | | |
|
7. 2509924 - Aðalskipulag Suðurhafnar, breyting reitur S42 | 3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2. október sl. Lögð fram tillaga um að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi suðurhafnar, reitur S42, vegna breytinga á byggingarmagni.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við óverulega breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og að leitað verði umsagna um tillöguna. Erindinu er vísað til samþykktar í bæjarstjórn. | Samþykkt samhljóða. | Ov-br_gatlisti_S42 Tækniskóli - rýnt.pdf | Breyting á aðalsk reitur S42 Tækniskóli-rýnt.pdf | | |
|
8. 2502467 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar, breyting borhola Krýsuvík | 4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.október sl. Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 og nýju deiliskipulagi vegna rannsóknarborunar í Krýsuvík.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 - 2025 og nýju deiliskipulagi vegna rannsóknarborunar í Krýsuvík og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. | Orri Björnsson tekur til máls. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars. Orri svarar andsvari.
Samþykkt samhljóða. | 23164_ASK_T_U_01.pdf | 23164_DSK_T_U_01-tillaga.pdf | | |
|
9. 2111309 - Hellnahraun 4, deiliskipulag | 8.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.október sl. Skipulags- og byggingarráð samþykkti 26.6.2025 að tillaga að deiliskipulagi Hellnahrauns 4 yrði auglýst. Tillagan var auglýst tímabilið 17.7-28.8.2025. Athugasemdir bárust. Lagt fram svar við athugasemdum og uppfærð tillaga.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að nýju deiliskipulagi Hellnahrauns 4 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. | Orri Björnsson tekur til máls.
Samþykkt samhljóða. | Úttekt á náttúrufari vegna Suðurnesjalínu 2, skýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018.pdf | Hellnahraun4-deiliskipulagsuppdráttur-25-09-24.pdf | Hellnahraun 4 - Umhverfisskyrsla 15.09.2025.pdf | | |
|
| |
10. 2501140 - Fundargerðir 2025, til kynningar í bæjarstjórn | Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 2.október sl. Fundargerð bæjarráðs frá 2.október sl. a. Fundargerðir hafnarstjórnar frá 24. og 29. september sl. b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits frá 29.nóvember sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 24. september sl. d. Fundrgerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.september sl. e. Fundrgerðir stjórnar SSH frá 15. og 22. september sl. f. fundargerð 54. eigendafundar Sorpu bs. frá 22. september sl. g. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. september sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 1.október sl. a. Fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 18.júní og 18.ágúst sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 1. október sl. Fundargerð fjölskylduráðs frá 30. september sl. Fundargerð forsetanefndar frá 6.október sl. | Kristín Thoroddsen tekur til máls um 10. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 1. október sl. þar sem rætt var um frístundastyrk.
Þá tekur Auður Brynjólfsdóttir til máls um 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 30. september sl.
Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldsson til máls um 2. og 10. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 1. október sl. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars sem Árni Rúnar svarar.
Árni Rúnar tekur til máls öðru sinni um 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 2. október sl. og 13. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3. október sl. Valdimar Víðisson kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur að stuttri athugasemd. | | |
|