Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 84

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
22.10.2025 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2510029 - Vikurskarð 2 og Glimmerskarð 1, breyting á deiliskipulagi
Kári Eiríksson f.h. lóðarhafa sækir 02.10.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í að lóðamörk breytast, en stærðir lóða haldast óbreyttar.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. Fallið er frá grenndarkynningu í ljósi þessa að breytingin telst óveruleg. Málsmeðferð fer skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Vikurskarð 2, Glimmerskarð 1-deiliskipulagsbreyting-2025-okt-br.pdf
2. 2510041 - Setberg, deiliskipulag grenndargámastöð
Framkvæmda- og rekstrardeild Hafnarfjarðar leggur 02.10.2025 fram tillögu að svæði við Staðarberg til að setja niður grenndargáma í Setbergi.
Tekið er jákvætt í tillöguna, unnin verður breyting á deiliskipulagi í samræmi við hana.
3. 2510145 - Axlarás 25-29, breyting á deiliskipulagi
Kristinn Ragnarsson f.h. lóðarhafa sækir 07.10.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Breytt deiliskipulag gerir ráð fyrir fjölgun lóða úr þremur í fjórar. Lóðirnar eru misstórar og hver lóð með nýtingarhlutfall milli 0,44 og 0,66. Byggingarreitir breytast. Samanlagt heildarbyggingarmagn lóðanna er hins vegar óbreytt.
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs til ákvörðunar um grenndarkynningu.
4. 2509138 - Völuskarð 16, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 17.09.2025 var samþykkt að grenndarkynna með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga erindi Bjarna Kristinssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að form grunnflatar breytist og hann stækkar um 2 ferm. Húsgerð breytist úr R2, eins til þriggja hæða tvíbýlishúsi, í parhús á tveimur hæðum. Fallið er frá bundinni byggingarlínu. Þak verður annaðhvort einhalla eða flatt og einhalla. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á íbúð og bílskúr/opnu bílskýli í hvorri íbúð.
Erindið var grenndarkynnt frá 23.09.2025 til 21.10.2025. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:15 

Til bakaPrenta