| |
| 1. 2506560 - Úttekt á málaflokki fatlaðs fólks í Hafnarfirði | | Lögð fram skýrsla HLH ráðgjafar um greiningu á rekstri þjónustu við fatlað fólk í Hafnarfjarðarbæ | Fjölskylduráð þakkar Arnari Haraldssyni fyrir kynninguna.
Fjölskylduráð vísar skýrslu HLH ráðgjafar til sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs til frekari úrvinnslu. | | |
|
| 2. 2410529 - Samstarf um heilsueflingu 65+ | | Samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Hress líkamsræktar. Beiðni um stækkun á samningi | Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið. Fjölskylduráð óskar eftir nánari gögnum vegna málsins og felur sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs að vinna málið áfram.
| | |
|
| 3. 2601229 - Vettvangs- og ráðgjafateymi Reykjarvíkurborgar (VoR) | | Lagt fram til kynningar. | Fjölskylduráð þakkar fyrir upplýsingarnar og óskar eftir að kynntar verði niðurstöður fundar með Reykjarvíkurborg fyrir ráðinu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Við fögnum því að Hafnarfjörður hafi óskað eftir formlegu samtali við Reykjavíkurborg um samstarf við vettvangs- og ráðgjafateymi um málefni heimilislausra. Enda er hér um að ræða mál sem fulltrúar Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og bæjarstjórn hafa lengi talað fyrir.
| | Vor teymi - greinargerð 20.1.2026.pdf | | |
|
| 4. 2510216 - Þjónusta við eldra fólk í Hafnarfirði | | Lagt fram til umræðu. | | Fjölskylduráð óskar eftir frekari upplýsingum um heimaþjónustu fyrir eldra fólk. Óskað er eftir stöðu á biðlista, mönnun og útvistun. Jafnframt óskar fjölskylduráð eftir því að fá upplýsingar um stöðu á tillögu sem samþykkt var í fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 sem snýr að heimaþjónustu og val um að fá þjónustuna frá starfsmönnum sveitarfélagsins eða beingreiðslusamning og þannig hafa sjálfval um að ráða aðila til sín til þess að sinna þjónustunni. | | |
|
| 5. 2511201 - Vigdísarholt ehf, viljayfirlýsing, samstarf, nýtt hjúkrunarheimili, Vatnshlíð | | Lagt fram til kynningar. | | Lagt fram til kynningar. | | Viljayfirlýsing um byggingu hjúkrunarheimilis í Hafnarfirði.pdf | | |
|
| 6. 2509820 - Rekstrarsamningur Hafnarfjarðar og félags eldri borgara | | Lagt fram til umræðu. | Fjölskylduráð samþykkir fyrirlagðan rekstrarsamning Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara eins og hann liggur fyrir eftir yfirferð og ábendingar frá FEBH.
Fjölskylduráð vísar málinu til bæjarstjórnar til frekari staðfestingar. | | |
|
| |
| 7. 2412078 - Fundargerðir til kynningar í fjölskylduráði | | Lögð fram fundargerð Öldungaráðs dags. 9. desember 2025 | | Lagt framt til kynningar. | | Öldungaráð_Hafnafjarðarbæjar_-_44.pdf | | |
|
| 8. 0701243 - Málskot | Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í málum nr. 41/2025 og 1-3/2026.
Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar. | | |
|