Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 481

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
21.11.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Örn Geirsson aðalmaður,
Jón Atli Magnússon varamaður,
Anna María Elíasdóttir starfsmaður, Helga Stefánsdóttir starfsmaður, Guðmundur Elíasson starfsmaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
Fjárfestingaráætlun tekin til umræðu. Lögð fram svör við bókun bæjarstjórnar. Lögð fram tillaga að gjaldskrá bílastæðasjóðs vegna stöðubrota.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fjárfestingaráætlun 2026-2029 til afgreiðslu bæjarráðs.

Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Fjárfestingaráætlun bæjarins þarfnast lagfæringar og endurbóta, sem m.a. munu koma fram í breytingartillögum bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við síðari umræðu fjárhagsáætlunar 3. desember næstkomandi. Ljóst er til dæmis, að framlög til gatnagerðar á Hrauni vestur eru nánast engin, framlög til útisundlaugar og -svæðis við Ásvallalaug, miðstöð frístunda í Hamranesi eru afar lág og sömu sögu má segja varðandi fjármagn til stækkunar Tónlistarskóla Hafnarfjarfjarðar sem allt eru í raun alger sýndarframlög og ljóst að þau mál virðast á fullkomnu frumstigi. Þá þarf að ganga frá samningi vegna þjónustu við Garðabæ hvað varðar frárennslismál, þar sem Garðabær greiði sanngjarnt og eðlilegt gjald til Hafnarfjarðar eins og tillögur Samfylkingarinnar á undanförnum árum hafa kveðið á um. Þetta eru aðeins örfá dæmi af mörgum, þar sem þörf er á því að verkin verði látin tala og markviss uppbygging liggi fyrir um.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrá Bílastæðastjóðs vegna stöðubrota til afgreiðslu bæjarráðs.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa tillögu um akstur strætó á álagstímum í iðnaðarhverfi í Hellnahrauni til afgreiðslu bæjarráðs.
Frá og með 5. janúar verður hafinn akstur hefðbundinna strætisvagna á álagstímum, þ.e. að morgni og síðdegis frá Ásvallalaug um iðnaðarhverfi Hellnahrauns. Leiðin mun þjónusta meðal annars eftirfarandi götur: Berghellu, Steinhellu, Rauðhellu, Gjáhellu, Breiðhellu, Álfhellu, Dranghellu og Einhellu. Utan álagstíma verður áfram boðið upp á pantþjónustu, líkt og verið hefur. Verkefnið er til reynslu til 1. apríl 2026 og verður endurskoðað þá með tilliti til notkunar.

Bókanir við tillögur 12,18 (tillaga 1,2,3) sem vísað var til umhverfis- og framkvæmdaráðs við fyrri umræðu bæjarstjórnar:

12. Strandblaksvöll við Suðurbæjarlaug

Hafin verði vinna að finna staðsetningu fyrir strandblaksvöll í eða við garð Suðurbæjarlaugar. Mikilvægast er að horfa til þess að aðgengi að salerni og búningaaðstaða sé við hendi.
Suðurbæjarlaugin er einstaklega vel að því komið og góður grundvöllur fyrir því í garði sundlaugarinnar eða við sundlaugina.
Innan Suðurbæjarlaugar eru besti mögulegi kosturinn, þar eru mjög góðar aðstæður til að setja velli í garðinum á nánast ónýttu plássi og auka nýtingamöguleika sundlaugasvæðisins. Einnig eykur það öryggi, völlurinn væri þá innan girðingar á læstu svæði eftir lokunartíma. Slíkir vellir eru í Árbæjarlaug og Laugardalslaug, þar eru vellirnir vel nýttir og mjög jákvætt viðhorf gangvart þeim hjá öllum.
Til vara væri hægt að skoða svæði austan megin við sundlaugina, þar er nú þegar bæði hreysti tæki og leiksvæði. Sá kostur er sístur, aðgengi ótakmarkað og hætta á að búnaður, net og sandur verði fyrir aðkasti. Fyrirmynd slíkra valla er þó til í bæði Fagralundi í Kópavogi sem og við íþróttamiðstöðina Ásgarð í Garðabæ, með fínasta móti.

Bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í umhverfis og framkvæmdaráði benda á að nú þegar er góður strandblakvöllur á Víðistaðatúni sem nýtist vel, en tekur engu að síður jákvætt í hugmyndir um að fjölga möguleikum til iðkunar íþróttarinnar í Hafnarfirði.
Hvað varðar tillögu um staðsetningu innan garðs Suðurbæjarlaugar þarf þó að líta til rekstraröryggis laugarinnar. Reynslan úr öðrum sveitarfélögum hefur sýnt að sandur af völlum innan sundlaugargarða berst auðveldlega í kerfi lauganna, sem veldur álagi og skemmdum á viðkvæmum hreinsibúnaði. Upplýsingar frá rekstaraðilum sundlauga sem hafa reynt slíkt benda til þess að sú sambúð hafi ekki gefið góða raun til lengdar.
Ráðið vill því skoða aðra kosti til að mæta áhuga á íþróttinni. Lagt er til að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að ræða við Knattspyrnufélagið Hauka um möguleika á uppsetningu strandblakvallar á svæði félagsins á Ásvöllum. Þar væri hægt að tryggja aðgang að búningsaðstöðu og sturtum, án þess að stofna rekstri sundlauga í hættu.“

18. Umhverfis og framkvæmdaráð

Tillaga 1

Heildstæð áætlun um vistvæn viðhald og orkunýtingu eigna bæjarins
Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum unnið að viðhaldi og endurbótum á fasteignum bæjarins, einkum leik- og grunnskólum. Til að tryggja að sú vinna skili sem mestri orkusparnaði og hagkvæmni til framtíðar er mikilvægt að samþætta þessi verkefni í eina heildstæða áætlun sem sameinar viðhald, orkunýtingu og sjálfbærni.
Með því að samþætta og greina verkefnin sem þegar eru í vinnslu verður unnt að tryggja betri nýtingu fjármagns, draga úr sóun og skapa mælanlegan ávinning fyrir bæði bæ og íbúa. Verkefnið byggir á grunni fyrri viðhald átaka en gefur þeim nýjan stefnumarkandi ramma.
Viðreisn leggur til að Hafnarfjarðarbær móti heildstæða áætlun fyrir árin 2026?2030 um vistvænt viðhald og orkunýtingu fasteigna bæjarins.
Áætlunin taki mið af þeim verkefnum sem þegar eru í gangi, en samræmi forgangsröðun, árangursmælingar og kostnaðargreiningu þannig að orkunotkun, rekstrarkostnaður og viðhald nýtist sem best.

Bókun:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tekur undir mikilvægi þess að viðhald fasteigna skili orkusparnaði og hagkvæmni. Sú vinna er þegar hafin og er í föstum farvegi hjá Hafnarfjarðarbæ.
Í uppfærðri umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins kemur fram að Hafnarfjarðarbær skuli vera til fyrirmyndar í orkunýtingu og lágmörkun úrgangs. Þetta er leiðarljós í öllu viðhaldi fasteigna bæjarins í dag. Samþætting viðhaldsverkefna, orkusparnaðar og kostnaðargreiningar er nú þegar hluti af daglegum rekstri og langtímaáætlunum umhverfis- og framkvæmdasviðs. Að móta sérstaka viðbótaráætlun fyrir árin 2026?2030, eins og lagt er til, er því óþörf viðbót við stjórnsýsluna og gæti fremur tafið en flýtt fyrir þeim góða árangri sem þegar er verið að vinna að.
Að setja af stað nýja stefnumótunarvinnu eða sérstaka áætlunargerð myndi fela í sér tvíverknað, enda er markmiðum tillögunnar nú þegar fylgt eftir í yfirstandandi verkefnum.

Tillaga 2

Áætlun um græn og aðgengileg opin svæði
Viðreisn leggur til að hafinn verði vinna við áætlun sem miðar að því að samræma og forgangsraða endurnýjun, fegrun og vistvæna hönnun opinna svæða í hverfum bæjarins. Verkefnið verði unnin í samráði við íbúa, fyrirtæki og stofnanir bæjarins með áherslu á aðgengi, lýsingu, gróður, úrgang stýringu og hvíldarsvæði (bekki). Verkefnið mun taka mið af þeim framkvæmdum sem þegar eru í undirbúningi, en veiti þeim skýran ramma og langtímasýn með það að markmiði að styðja áfram við lýðheilsu og lífsgæði íbúa.

Bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja áherslu á að Hafnarfjörður er heilsueflandi samfélag og vísar til gildandi Heildarstefnumótunar og Umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins. Þar er skýrt kveðið á um mikilvægi grænna svæða, útivistar og aðgengis fyrir alla.
Í daglegum rekstri bæjarins er unnið markvisst að þessum markmiðum. Liðir í fjárhagsáætlun sem snúa að minni framkvæmdum og viðhaldi eru nýttir til að uppfæra hverfin jafnt og þétt, hvort sem um er að ræða betri lýsingu, gróðursetningu eða uppsetningu hvíldarsvæða. Sérstök ný áætlun myndi ekki breyta þeirri forgangsröðun sem þegar liggur fyrir í stefnum bæjarins og fjárhagsáætlun.

Tillaga 3

Sameiginleg mótun stefnu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði

Atvinnulífið í Hafnarfirði gegnir mikilvægu hlutverki í samfélaginu og sýnir í auknum mæli samfélagslega ábyrgð í rekstri sínum. Til að efla þessi jákvæðu tengsl og skapa samræmdan ramma fyrir slíkt samstarf er nauðsynlegt að bæjarfélagið, fyrirtækin og stofnanir bæjarins vinni saman að mótun sameiginlegrar stefnu um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Viðreisn leggur til að Hafnarfjarðarbær hrindi af stað verkefni þar sem mótuð verður stefna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og stofnana í Hafnarfirði, í beinu samstarfi við atvinnulífið, stofnanir bæjarins og hagsmunaaðila.

Markmið verkefnisins er að:
-Efla samstarf milli atvinnulífs og stofnana um sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð og nýsköpun
-Skilgreina sameiginleg gildi, mælanleg markmið og viðmið sem endurspegla ábyrgð gagnvart samfélaginu,
- Kortleggja verkefni og tækifæri sem styðja vistvæna og samfélagslega ábyrga starfsemi,

- Auka gagnsæi, traust og jákvæða ímynd Hafnarfjarðar um framsýni og samfélagslega ábyrgt bæjarfélag.

Verkefnið felur í sér að leiddur verði samstarfsvettvangur þar sem atvinnulíf, stofnanir og sveitarfélagið móta sameiginlega sýn á samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun. Slík vinna styrkir tengsl atvinnulífs og sveitarfélags, eykur samstöðu og skapar trúverðugleika í umhverfis- og samfélagsmálum bæjarins. Verkefnið verði unnið með aðkomu sérfræðinga á sviði samfélagslegrar ábyrgðar úr háskólaumhverfinu og í samstarfi við fyrirtæki og stofnunum bæjarins þar sem lögð verði áhersla á umhverfisjónarmið, gagnsæi, jafnrétti og mælanleg markmið.

Bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar taka undir mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar. Hafnarfjarðarbær vinnur markvisst að því að sýna samfélagslega ábyrgð í verki í öllum sínum rekstri, í samræmi við uppfærða Umhverfis- og auðlindastefnu bæjarins. Hafnarfjarðarbær leitast við að vera fyrirmynd fyrir atvinnulífið þegar kemur að vistvænum innkaupum, orkusparnaði og jafnréttismálum.
Hafnarfjarðarbær hefur þegar markað sér skýra stefnu í samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni með samþykkt Heildarstefnumótunar fyrir Hafnarfjarðarbæ og uppfærða Umhverfis- og auðlindastefnu. Í þeirri vinnu var haft víðtækt samráð við íbúa og hagsmunaaðila.
Verkefnið sem lagt er til felur í sér tvíverknað við þá stefnumótun sem þegar hefur átt sér stað. Áhersla meirihlutans er lögð á aðgerðir og framkvæmd gildandi stefnu í samstarfi við atvinnulífið, fremur en að hefja nýja stefnumótunarvinnu.
2. 2303670 - Miðbær, bílastæði
Farið yfir stöðu á bílastæðasjóði Hafnarfjarðar og lögð fram bókun bæjarráðs.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Samfylkingin hefur ljáð máls á því að bílastæðasjóður verði virkjaður, en þá eingöngu til að fylgja eftir gildandi lögum og reglur verði virtar í hverfum bæjarins, þar sem lögreglan hefur ekki talið sig hafa tíma til að sinna þeim málum eins og æskilegt er. Má þar nefna langvarandi lagningu stórra ökutækja og hjólhýsa í hverfum bæjarins, stöðubrot á gangstéttum. Hins vegar telur Samfylkingin ekki tímabært að svo komnu máli að setja á gjaldtöku í miðbæ Hafnarfjarðar fyrr en eftir náið samráð og samstarf við hagaðila í miðbænum, þá sem eru þar með verslun og þjónustu og aðra starfsemi. Það er sjálfstæð ákvörðun.

Auk þess árétta fulltrúar Samfylkingarinnar í umhverfis- og framkvæmdaráði eftirfarandi bókun Samfylkingarinnar um málið í í bæjarráði:

„Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar taka undir mikilvægi þess að tekið sé á stöðvunarbrotum og ólöglegri lagningu og geymslu stórra ökutækja vítt og breitt um bæinn. Hins vegar telur Samfylkingin að gjaldtaka fyrir stæði í miðbæ þurfi nánari skoðun og samráð við hagaðila í miðbæ, t.d. verslunareigendur og forsvarsmenn þjónustufyrirtækja. Þess vegna er eðlilegt að senda fyrirliggjandi skýrslu um stöðu mála og afstöðu til Markaðsstofu Hafnarfjarðar og annarra hagaðila og óska umsagnar. Það er hins vegar brýnt mál að huga að gerð bílastæðahúss í miðbæ eða bílastæði neðanjarðar, eins og jafnaðarmenn hafa lengi talað fyrir.?

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar áréttar að tillagan sem hér hefur verið samþykkt lítur einungis að því að tekið verði á stöðvunarbrotum. Engin afstaða hefur enn verið tekin til gjaldtöku fyrir bílastæði í miðbænum og því ótímabært að óska eftir umsögnum þar um. Mikilvægt fyrsta skref í að bæta bílastæðamál miðbæjarins er að taka á stöðvunarbrotum og hefja byggingu bílastæðahúss.“
Bæjarráð - 3694 (13.11.2025) - Miðbær, bílastæði.pdf
Hafnarfjörður greining á bílastæðum 17. nóv 25.pdf
3. 2511181 - Fóðrun andfugla, beiðni um styrk
Lögð fram beiðni, Samtaka um velferð dýra, Björgum dýrum í neyð og Dýravaktin, um fjárstyrk til vetrarfóðrunar vatnafugla.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að hækka styrkinn í 200 þúsund krónur á ári. Jafnframt þakkar ráðið sjálboðaliðum fyrir að hlúa vel að andfuglum í Hafnarfirði.
Erindi Hafnarfjarðarbær, vatnafuglar styrkbeiðni.pdf
4. 2511282 - Endurbræðsla áls, matsskyldufyrirspurn
Lögð fram umsagnarbeiðni vegna matsskyldufyrirspurnar. Um er að ræða framleiðsluaukningu vegna endurbræðslu áls í steypuskála Rio Tinto. Frestur til að skila inn umsögn er til 15. desember 2025.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og veitustjóra undirbúning að umsögn fh. Hafnarfjarðarbæjar.
Matsskyldufyrirspurn slóð á skipulagsgátt.pdf
5. 2508252 - Jólaþorpið 2025
Tekið á dagskrá í upphafi fundar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar glæsilegri umgjörð Jólaþorpsins á Thorsplani og fagurlega skreyttum miðbæ. Jólaljósin prýða nú bæinn allan og er Hellisgerði sannkallað jólaævintýri. Starfsfólki eru færðar bestu þakkir fyrir metnaðarfullt og vel unnið verk sem setur svip sinn á bæinn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:46 

Til bakaPrenta