| |
| 1. 2502021 - Skuldabréfaútgáfa 2025 | | Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins. Lögð fram tilboð vegna skuldabréfaútgáfu. | | Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi skuldabréfaútboð. | | Tillaga til bæjarráðs vegna sölu skuldabréfa - Nóvember 2025.pdf | | |
|
| 2. 2005180 - Samgöngusáttmáli | Til umræðu. Davíð Þorláksson og Hallbjörn Reynir Hallbjörnsson frá Betri samgöngum ohf. mæta til fundarins.
14. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.nóvember sl. Umræður og tillaga lögð fram.
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls og leggur jafnframt fram eftirfarandi tillögu:
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar að í tengslum við gerð Borgarlínu frá Engidal um Reykjavíkurveg að Firði verði öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda tryggt eins fljótt og auðið er í hönnun og framkvæmd verksins. Einnig krefst bæjarstjórn þess að Borgarlínan nái að hafnarsvæðinu en það er afar brýnt enda mun þar rísa Tækniskóla með meira en 3 þúsund nemendum sem og ný íbúðabyggð fyrir þúsundir íbúa. Af þessum sökum óskar bæjarstjórn eftir því að fulltrúar Betri samgangna mæti á fund bæjarráðs við fyrsta tækifæri til þess að ræða þessi mál sem og önnur mál sem tengjast samgöngusáttmálanum. Bæjarstjóra er falið að taka saman minnisblað um málið þar sem vilji og óskir bæjarins koma skýrt fram um þessi atriði og önnur sem lúta að samgöngusáttmálanum.
Greinargerð: Þann 2. apríl sl. kom fram á vef Borgarlínunnar að stórt Borgarlínuskref hefði verið tekið í Hafnarfirði. Skrefið fólst í því að hönnun frumdraga á um 2 km löngum vegakafla í Hafnarfirði, sem tilheyrir fjórðu lotu Borgarlínunnar, er hafin. Um er að ræða vegakafla sem nær frá sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Reykjavíkurveg að verslunarkjarnanum Firði. Af þessu tilefni lagði Samfylkingin fram fyrirspurn um málið í bæjarstjórn í ágúst sl. Svör við henni bárust á síðasta fundi bæjarráðs. Svörin leiða í ljós að undirbúningur að Borgarlínu frá Engidal um Reykjavíkurveg að Firði á algjöru frumstigi, enda er ekki gert ráð lokum framkvæmda fyrr en 2034. Einnig leiða þau í ljós að það er alls ekki skýrt hvernig öryggisráðstöfunum vegna gangandi og hjólandi vegfarenda skuli háttað og að undirgöng eru ekki inni í umfangi Borgarlínunnar að svo stöddu. Eins er ekki gert ráð fyrir framlengingu að hafnarsvæðinu sem er afar mikilvægt. Ekki síst í ljósi þess að þar mun rísa nýr Tækniskóli með meira en 3 þúsund nemendur sem og ný íbúðabyggð fyrir þúsundir íbúa. Ljóst er að nú þegar þarf að hefja formlegar viðræður við Betri samgöngur og knýja á um ofangreindar áherslur Hafnarfjarðar og fleiri mikilvæg atriði og í þeim efnum. Framkvæmdin er á hönnunarstigi og þá verður bæjarstjórn að tala skýrt.
Valdimar Víðisson kemur til andsvars og leggur til að framkominni tillögu verði vísað til bæjarráðs.
Guðmundur Árni svarar andsvari. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni. Guðmundur Árni svarar andsvari öðru sinni.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls.
Guðmundur Árni tekur til máls. Orri Björnsson kemur til andsvars. Guðmundur Árni svarar andsvari.
Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls.
Árni Rúnar tekur til máls öðru sinni. Valdimar kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni. Orri kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Orri kemur til andsvars öðru sinni. Árni Rúnar svarar andsvari.
Forseti ber næst upp til atkvæða þá tillögu um að vísa framlagðri tillögu frá fulltrúum Samfylkingar til bæjarráðs. Er það samþykkt þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar greiða atkvæði með tillögunni. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.
Guðmundur Árni kemur að svohljóðandi bókun:
Enn og aftur forðast meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að taka afstöðu til grundvallaratriða; núna varðandi mikilvæg vegamál í Hafnarfirði og fyrirkomulag borgarlínu í Hafnarfirði frá bæjarmörkum í Engidal og að miðbæ. Í stað þess að sameinast um grundvallarhagsmuni Hafnarfjarðar í málinu, þá þorir meirihlutinn ekki að taka undir meginatriði máls, fyrirliggjandi tillögu um framlengingu borgarlínu suður að hafnarsvæði og og að tryggt verði öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem þvera Reykjavíkurveg. Og fyrirkomulag borgarlínu að öðru leyti. Þessi afstaða er í anda stjórnsýslu meirihlutans að forðast verkefnin og afstöðu til þeirra, en bíða þess er verða vill í stað þess að sameinast um tillögu jafnaðarmanna.
Kristín Thoroddsen kemur að svohljóðandi bókun:
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn bóka eftirfarandi: Vinna milli Betri samgangna og umhverfis- og framkvæmdasvið er í virku samtali og vinnu vegna frumdraga um hönnun og legu Borgarlínu að hafnarsvæðinu. Það hefur ávallt legið fyrir að borgarlínan fari um hafnarsvæðið og áfram út á Velli.
Hér reynir Samfylkingin enn á ný að afvegaleiða umræðuna og bera ósannindi á borð bæjarbúa Skipulagsvaldið er hjá bænum og það er bæjarfélagið sem ákveður hvernig Borgarlínan liggur í gegnum Hafnarfjörð. Líkt og áður hefur komið fram stendur ekki til að fjarlægja hús við Reykjavíkurveg vegna legu Borgarlínunnar | Samfylkingin bókar eftirfarandi:
Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar þakka upplýsingar frá fulltrúum Betri samgangna og vekja athygli á því að staðfest er að ekki er gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlun vegna Samgöngusáttmála að Borgarlína í sérrými nái að Suðurhöfn. Jafnframt er staðfest að sú viðbót og samgöngubót komi ekki til án formlegrar uppfærslu á Samgöngusáttmálanum. Sama gildi um aukið öryggi gangandi og hjólandi sem þvera Reykjavíkurveg frá Flatahrauni að Engidal. Það staðfestir enn og aftur að meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki unnið heimavinnuna í þessum efnum og ekki skilað skýrt inn áherslum Hafnarfjarðarbæjar við uppfærslu sáttmálans í fyrra.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar vekja athygli á því að fyrir liggur í samgöngusáttmálanum að borgarlínan fari út á Suðurhöfn og alla leið út á Velli og er gert ráð fyrir fjármagni fyrir því að hluti hennar fari í sérrými. Það er síðan samkomulag bæjaryfirvalda og Betri samgangna hvaða hluti leiðarinnar í gegnum bæinn fari í sérrými og hvaða hlutar í almenna umferð. Skipulagsvaldið er í höndum Hafnarfjarðarbæjar eins og skýrt hefur legið fyrir frá upphafi málsins. Áréttað skal að vilji bæjarins er að ekki verði rífið húsnæði við Reykjarvíkurveg vegna uppbyggingar Borgarlínu. | | |
|
| 3. 2511153 - Flensborg, skólanefnd, tilnefning 2025-2029 | | Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 3.nóv. sl. | | Vísað til bæjarstjórnar. | | 18cc6faf-75bf-4f84-9edc-6debe7f7c6d8-Scan_Erla Ósk Guðjónsdóttir_11_53_03-11-2025.pdf | | |
|
| 4. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | Lagðar fram tillögur um álagningarhlutfall og gjalddaga fasteignaskatta á árinu 2026 og reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
16.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 5.nóvember sl. Eftirfarandi tillögum var vísað til bæjarráðs:
1. Útvíkkun vaxtamarka og framboð fjölbreytts húsnæðis
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að setja á stofn fimm manna starfshóp kjörinna fulltrúa. Starfshópurinn njóti stuðnings sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarbæjar. Verkefni starfshópsins er að meta tækifæri til íbúðauppbyggingu á nýjum byggingarsvæðum sem verða til með útvíkkun vaxtamarkanna. Einkum verður horft til þess að hraða uppbyggingu íbúða og skapa hagkvæmari valkosti fyrir ungt fólk og fjölskyldur. Starfshópurinn skoði samstarf við óhagnaðardrifin leigufélög, eins og félög um stúdentaíbúðir, byggingarfélög eldri borgara sem og við félög á borð við Bjarg, Búseta og Búmenn. Hópurinn skoði einnig samstarf við ríkið um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis m.a. möguleika á stofnun innviðafélags sem fjármagnar og hefur umsjón með uppbyggingu ákveðins fjölda íbúða og þar með talið uppbyggingu innviða eins og gatnagerð, leik- og grunnskóla ofl. Þegar kemur að íbúðum fyrir eldra fólk skal hópurinn líta til niðurstöðu starfshóps um íbúðir fyrir eldra borgara sem mun skila af sér niðurstöðum á næstu vikum. Einnig skal starfshópurinn skoða sérstaklega hvernig hægt verði að fjölga félagslegum íbúðum á vegum sveitarfélagsins á næstu árum svo hægt verði að vinna á löngum biðlistum eftir slíku húsnæði. Starfshópurinn skili áfangaskýrslu 1. maí og vinnu starfshópsins verði lokið fyrir 1. október n.k.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í bæjarráði og skipulags- og byggingaráði milli fyrri og síðari umræðu fjárhagsáætlunar og komi til afgreiðslu í bæjarstjórn í síðari umræðu í bæjarstjórn.
Greinargerð: Mikilvægt er að leita allra leiða til þess að auka framboð fjölbreytts íbúðarhúsnæðis í Hafnarfirði. Á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 30. október síðastliðinn var samþykkt að hefja vinnu við útvíkkun vaxtamarka höfuðborgarsvæðisins samkvæmt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn með það að markmiði að marka ný byggingarsvæði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Það er gert ráð fyrir að tillaga um slíkt liggi fyrir eigi síðar en í janúar 2026. Það er til staðar mikil uppsöfnuð íbúðaþörf í landinu og gera áætlanir ráð fyrir að það þurfi að byggja allt að 5000 íbúðir á ári og þar af yfir 500 í Hafnarfirði. Ekki hefur dregið úr eftirspurn eftir íbúðum þrátt fyrir spár þess efnis. Á sama tíma og þörf fyrir nýjar íbúðir eykst, þá er 70% fækkun nýframkvæmda á byggingarmarkaði milli ára. Nýlega lagði ríkisstjórnin fram húsnæðispakka þar sem áherslan er á einfaldara, skýrara og hraðara, einnig fleiri almennar íbúðir, fleiri íbúðir fyrir námsmenn og öryrkja og fleiri íbúðir fyrir alla. Einnig hefur verið kynnt samstarf ríkis og borgar um samstarfi í uppbyggingu í Úlfarsárdal með stofnun innviðafélags. Innviðauppbygging í nýjum hverfum hefur reynst sveitarfélögum erfið hindrun þegar kemur að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á nýjum svæðum, en nú kemur ríkið að því. Starfshópurinn meti leiðir til að stuðla að skjótri og öruggri uppbyggingu sem taki m.a. mið af húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar og samstarfi við óhagnaðardrifin leigufélög.
4. Fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela bæjarráði að setja á fót viðræðuhóp sem hefji formlegar viðræður við alla hagaðila málsins, Sóltún, Hrafnistu og ríkisvaldið. Meginverkefni hópsins verður að móta aðgerðaáætlun um fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði og koma verkefninu á framkvæmdastig.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í fjölskylduráði, skipulags- og byggingaráði og bæjarráði milli fyrri og síðari umræðu fjárhagsáætlunar og komi til afgreiðslu í síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun. Auk þess verði tillagan send til umsagnar Öldungaráðs Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði, FEBH.
Greinargerð: Fjölgun hjúkrunarrýma er orðin löngu tímabær í Hafnarfirði og lengi hefur verið unnið að undirbúningi vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilis á vegum Sóltúns í Hamranesi og hjá Hrafnistu. Lítið hefur þokast í þessum málum á undanförnum árum og skemmst er að minnast þess að á kjörtímabili síðustu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG bættist ekki við eitt nýtt hjúkrunarheimili. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði hefur heldur ekki staðið sig í stykkinu við að halda á lofti hagsmunum Hafnfirðinga í þessum stóra og mikilvæga málaflokki og því leggur Samfylkingin fram til þessa tillögu til þess að freista þessu að koma hreyfingu á málið og koma fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði af hugmyndastigi yfir á framkvæmdastig.
5. Ný heilsugæsla í Hafnarfirði
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela bæjarráði að setja á fót viðræðuhóp sem hefji formlegar viðræður við alla hagaðila málsins, þar á meðal Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og ríkisvaldið. Meginverkefni hópsins verður að koma hreyfingu á verkefnið og að koma því á framkvæmdastig eins fljótt og mögulegt.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í fjölskylduráði og bæjarráði milli fyrri og síðari umræðu fjárhagsáætlunar og komi til afgreiðslu við síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun.
Greinargerð: Lengi hefur legið fyrir að þörf er á nýrri heilsugæslu í Hafnarfirði og þá ekki síst til þess að þjónusta yngstu hverfi bæjarins eins og Velli, Hamranes og Skarðshlíð. Málið hefur lengi verið til umræðu en lítið hefur þokast og því brýnt að setja málið í ákveðið ferli og til þess að stuðla skýrri sýn bæjarins um skipulag heilsugæslu í bænum. Af þeim ástæðum er lagt til að settur verði á laggirnar starfshópur til þess að kafa ofan í málið og koma því á hreyfingu. Vert er að nefna, að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ítrekað tekið málið á dagskrá á síðustu árum og flutt tillögur og jafnan hefur því verið haldið fram að meirihluta bæjarstjórnar að málið væri í fullri vinnslu - en ekkert handfast hefur gerst. Nú þarf að láta verkin tala, fá niðurstöðu í málið og þar með bætta þjónustu við Hafnfirðinga hvað heilsugæsluþjónustu varðar. | | Bæjarráð vísar tillögum um álagningarhlutfall og gjalddaga fasteignaskatta á árinu 2026 og reglur um tekjutengdan afslátt af fasteignaskatti til bæjarstjórnar. | | Vidbygging_Rosa-2-2_1920x1427px.pdf | | |
|
| 5. 2511182 - Frumvarp til laga samningur Sameinuðu þjóðanna, réttindi fatlaðs fólks, áskorun til alþingis | | Lögð fram áskorun stjórnar SSH vegna frumvarps til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. | Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar bóka:
Samfylkingin fagnar því heilshugar, að það stóra skref hafi verið stigið að frumkvæði ríkisstjórnarinnar, að Alþingi hafi lögfest réttindi fatlaðs fólks verið á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna þar um. Samhliða gengur Samfylkingin út frá því að kostnaðarauka sveitarfélaga vegna aukinnar þjónustu við fatlað fólk skv. samningnum verði mætt með breytingum á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Slíkt samtal hefur verið boðað af hálfu forsætisráðherra milli ríkis og sveitarfélaga og tekur einnig til átaks og samkomulags í húsnæðismálum.
| | Lögfesting samnings SÞ Erindi til alþingis.pdf | | |
|
| 6. 2511201 - Vigdísarholt ehf, viljayfirlýsing, samstarf, nýtt hjúkrunarheimili, Vatnshlíð | | Lagt fram erindi frá Vigdísarholti ehf., beiðni um samstarf um byggingu nýs hjúkrunarheimilis | | Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til frekari skoðunar í skipulags- og byggingarráði. | | Hafnarf.07.10.2025_02.pdf | | |
|
| 7. 2511198 - Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, styrkbeiðni 2025 | | Lagt fram erindi frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar | | Bæjarráð samþykkir að styrkja mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar kr. 1.000.000.-. | | |
|
| 8. 2511137 - Hækkun gjaldskrár Þjóðskjalasafns árið 2026 | | Lagt fram minnisblað. Nils Kjartan Guðmundsson skjalastjóri mætir til fundarins. | | Minnisblað um nýja gjaldskrá Þjóðskalasafns bæjarráð nóv2025.pdf | | |
|
| 9. 2303670 - Miðbær, bílastæði | | Kynning á greiningu á notkun bílastæða. Tillaga um næstu skref. Gunnar Páll Þórisson ráðgjafi mætir til fundarins. | Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 7. maí sl. samþykkt um bílastæðasjóð Hafnarfjarðar sem byggir meðal annars á vinnu og niðurstöðum starfshópa um málið. Í sumar var unnin ítarleg greining á notkun bílastæða í miðbæ Hafnarfjarðar, nánar tiltekið við Fjörð, Hafnarfjarðarkirkju, bílakjallarann, stæðin aftan við ráðhúsið og við Strandgötu. Greiningin var framkvæmd með sjálfvirkum myndavélum sem skönnuðu bílnúmer og skráðu nýtingu.
Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar samþykkja að hefja eftirlit með stöðvunarbrotum í Hafnarfirði eins og ólöglegri lagningu eða geymslu stórra ökutækja í íbúðahverfum og á bílastæðum sem ætluð eru fyrir einkabíla. Einnig að hefja undirbúning að hönnun og fyrirkomulagi bílastæðahúss í miðbænum.
Mikilvægt er að í framhaldinu verði unnið að framtíðarfyrirkomulagi bílastæðamála í miðbæ Hafnarfjarðar til að auka aðgengi gesta að þjónustu og verslun í miðbænum. Fyrsti áfanginn í því skyni er að hefja eftirlit með stöðvunarbrotum og bifreiðum sem lagt er í stæði miðbæjarins eða annars staðar í bænum til lengri tíma, jafnvel dögum saman, eins og fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir. Báðum tillögunum er vísað til annarrar umræðu fjárhagsáætlunar 2026.
Ennfremur er bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Fjarðar vegna erindis þeirra um möguleika á reglulegum akstri hópferðabifreiðar sem flytur gesti til og frá miðbænum meðan jólaþorpið er opið.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að skýrslan og meðfylgjandi tillögur í henni hvað varðar bílastæðamál í miðbæ Hafnarfjarðar verði send til umsagnar hjá Markaðsstofu Hafnarfjarðar og annarra hagaðila. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafnar tillögunni.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja eftirfarandi fram: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar taka undir mikilvægi þess að tekið sé á stöðvunarbrotum og ólöglegri lagningu og geymslu stórra ökutækja vítt og breitt um bæinn. Hins vegar telur Samfylkingin að gjaldtaka fyrir stæði í miðbæ þurfi nánari skoðun og samráð við hagaðila í miðbæ, t.d. verslunareigendur og forsvarsmenn þjónustufyrirtækja. Þess vegna er eðlilegt að senda fyrirliggjandi skýrslu um stöðu mála og afstöðu til Markaðsstofu Hafnarfjarðar og annarra hagaðila og óska umsagnar. Það er hins vegar brýnt mál að huga að gerð bílastæðahúss í miðbæ eða bílastæði neðanjarðar, eins og jafnaðarmenn hafa lengi talað fyrir.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar áréttar að tillagan sem hér hefur verið samþykkt lítur einungis að því að tekið verði á stöðvunarbrotum. Engin afstaða hefur enn verið tekin til gjaldtöku fyrir bílastæði í miðbænum og því ótímabært að óska eftir umsögnum þar um. Mikilvægt fyrsta skref í að bæta bílastæðamál miðbæjarins er að taka á stöðvunarbrotum og hefja byggingu bílastæðahúss.
| | Hafnarfjörður greining 11nov25.pdf | | |
|
| 10. 2410346 - Strandgata 1, Austurgata 4, Austurgata 6, sala eigna | | Tilboð í Strandgötu 1 og Austurgötu 4-6 lögð fram. Lagt fram erindi frá 220 Firði ehf. um þróun reitsins. | Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja eftirfarandi fram:
Samfylkingin leggur til að málinu verði vísað til umfjöllunar í bæjarstjórn, enda varðar málið fjárhagslega hagsmuni bæjarins og eins framtíðarstarfsemi á lykilstað í miðbæ. Ljóst er að fyrirliggjandi tilboð eru ekki jafnhagstæð og vonir stóðu til, þannig að ljóst er að skoða þarf málið uppá nýtt með alla þætti máls í huga. Rétt er að ræða við bjóðendur, hagaðila og forsvarsmenn Fjarðar um hugsanlega nýtingu hússins og svæðisins. Einnig er minnt er á tillögu Samfylkingarinnar um að framtíðarhúsnæði FEBH, Félags eldri borgara í Hafnarfirði gæti verið að Strandgötu 1.
Bæjarstjóra falið að ræða við bjóðendur og aðra áhugasama um uppbyggingu á reitnum. | | |
|
| 11. 2405249 - Sléttuhlíð C3, beiðni lóðarhafa um 12 ára frest til að fjarlægja óleyfishús | | TIl umræðu | | Bæjarstjóra falið að funda með aðilum. | | Sléttuhlíð C3, beiðni lóðarhafa um 12 ára frest til að fjarlægja óleyfishús.pdf | | Bréf til bæjarráðs vegna lóðarleigusamnings.pdf | | |
|
| 12. 2510142 - Bæjarráðsstyrkir 2025, seinni úthlutun | | Til úthlutunar | Bæjarráð samþykkir að veita eftirfarandi styrki:
Karlar í skúrum kr. 900.000.- Systrastígur kr. 300.000.-
| | |
|
| 13. 2511121 - Tjarnarvellir 2a, Dómsmál | | Lagður fram dómur héraðsdóms til kynningar. | | Dómur héraðsdóms Reykjaness - dags. 05.11.2025.pdf | | |
|
| 14. 2511210 - Hellnahraun 4, vilyrði um lóð | | Lögð fram beiðni frá Myndformi ehf. um lóðarvilyrði. | | Bæjarráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóð í Hellnahrauni 4. áfanga í samræmi við umsókn. | | |
|
| 15. 2509775 - Félag eldri borgara, húsnæðismál | | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá og fara fram á upplýsingar um stöðu vinnu samráðshóps um málið. | | |
|
| 16. 1506568 - Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði | | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir upplýsingum um stöðu málsins sbr. samþykkt bæjarráðs 16. okt. sl. | | |
|
| |
| 17. 2303181 - Stofnun menningarhúss í Hafnarfirði | | Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 6.nóvember sl. | | |
|
| 18. 2509775 - Félag eldri borgara, húsnæðismál | | Lagðar fram fundargerðir samráðshópsins frá 1. og 22. október sl. | | |
|
| 19. 2510034F - Hafnarstjórn - 1692 | | Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 29.október sl. | | |
|
| 20. 2501145 - Heilbrigðiseftirlit, fundargerðir 2025 | | Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27.október sl. | | |
|
| 21. 2510036F - Menningar- og ferðamálanefnd - 461 | | Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 29.október sl. | | |
|
| 22. 2511002F - Menningar- og ferðamálanefnd - 462 | | Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 5.nóvember sl. | | |
|
| 23. 2501143 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2025 | | Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.október sl. | | |
|
| 24. 2501144 - Stjórn SSH, fundargerðir 2025 | | Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 3.nóvember sl. | | |
|
| 25. 2501142 - Strætó bs, fundargerðir 2025 | | Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10.október sl. | | |
|