| |
1. 2506327 - Rauðhella 3, breyting á deiliskipulagi | Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 30.07.2025 var samþykkt að grenndarkynna erindi Lárusar Kristins Ragnarssonar f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í stækkun byggingarreits til austurs um 7 m í átt að lóðarmörkum við Rauðhellu 5. Byggingarreitur stækkar um 277 fm. Nýtingarhlutfall helst óbreytt. Erindið var grenndarkynnt frá 01.08.2025 til 29.08.2025. Engar athugasemdir bárust. | Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög. | Slóð á skipulagsgátt.pdf | | |
|
| |
2. 2508501 - Eyrartröð 11, fyrirspurn | Páll Poulsen f.h. Von harðfiskverkun ehf. leggur 28.08.2025 fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir stækkun á byggingarreit og hækkun nýtingarhlutfalls á lóðinni Eyrartröð 11. | Jákvætt er tekið í fyrirspurnina, vinna þarf áfram með tillöguna samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29.08.2025. | Eyrartröð 11, umsögn skipulags.pdf | | |
|
3. 2508492 - Álhella 5, breyting á deiliskipulagi, fyrirspurn | Kristinn Ragnarsson f.h. Hraunbrautar ehf. sækir 27.08.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Breytt deiliskipulag felur í sér stækkun á byggingarreit um 2 m til vesturs. Einnig færast 2,5 x 3,5 m reitirnir fyrir öryggisstiga um þessa 2 m til vesturs. Nýtingarhlutfall breytist úr 0,5 í 0,6. | Jákvætt er tekið í fyrirspurnina, vinna þarf áfram með tillöguna samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 02.09.2025. | Álhella 5, umsögn skipulags.pdf | | |
|
| |
4. 2508497 - Reykjanesbraut 200 , framkvæmdarleyfi | Ingólfur Örn Arnarson, sækir 28.08.2025, um leyfi til að grafa skurð fyrir heitt vatn. | Framlögð gögn eru ófullnægjandi, umsækjanda er bent á að vera í sambandi við framkvæmda- og rekstrardeild vegna málsins. | | |
|