| |
| 1. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | | Lagðar fram tillögur úr bókun Bæjarstjórnar. | Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að Hafnarfjarðarbær taki þátt í uppbyggingu vettvangs-og ráðgjafarteymis í málefnum heimilislausra, annað hvort í samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eða með því að sameinast því teymi sem starfar hjá Reykjavíkurborg.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu létu vinna heildarskýrslu um stöðu í málefnum heimilislausra sem kom út í mars 2023. Ein meginniðurstaða hennar var tillaga um að koma á fót sameiginlegu vettvangs- og ráðgjafarteymi.
Málefni heimilislausra hafa verið reglulega á dagskrá hjá fjölskylduráði og hafa samtöl meðal annars átt sér stað við sveitarfélög varðandi uppbyggingu á vettvangs-og ráðgjafarteymi, þá hefur verið fjárfest í þremur smáhýsum og vinnsla tengt þeim í gangi. Einnig hefur verið sett af stað sértæk heimaþjónusta sem er mikilvæg viðbót við þjónustuframboð bæjarins.
Fjölskylduráð samþykkir að tillögum að umbótarverkefnum vegna úttektar HLH verði vísað í fjárhagsáætlunarvinnu. Sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs falið að fylgja verkefninu eftir.
Meirihluti Fjölskylduráðs hafnar tillögu Samfylkingarinnar um að setja á fót viðræðuhóp vegna fjölgunar á hjúkrunarrýmum. Meirihluti fjölskylduráðs ítrekar að vinna við fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði er í vinnslu. Í dag eru þrjár lóðir tilbúnar til uppbyggingar, í Hamranesi, í Vatnshlíð og hjá Hrafnistu þar sem hægt er að ráðast í uppbyggingu um leið og ákvörðun liggur fyrir hjá ríkinu. Bæjarstjóri og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur verið í reglulegum samskiptum við ríkið og uppbyggingaraðila til að koma málinu áfram. Það stendur ekki á bænum að hefja uppbyggingu. Allar forsendur af hálfu sveitarfélagsins eru fyrir hendi. Nú skiptir máli er að ríkisvaldið stígi næsta skref og ljúki málinu þannig að framkvæmdir geti hafist. Meirihlutinn leggur áherslu á að ferlið er hvorki á byrjunarreit né á hugmyndastigi heldur tilbúið til framkvæmda um leið og samþykki liggur fyrir. Fulltrúar fjölskylduráðs verða hluti af ferlinu á öllum stigum ásamt því að haft verður samráð við hagmunaaðila.
Meirihluti fjölskylduráðs tekur jákvætt í tillöguna sem snýr að nýrri heilsugæslu í Hafnarfirði og vísar henni til frekari úrvinnslu í bæjarráði. Það er mikilvægt hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga að hafa aðgang að heilsugæslu í sínu nærumhverfi og brýn þörf að bæta við heilsugæslustöð í Valla eða Hamraneshverfi. Fulltrúar bæjarins hafa átt í viðræðum við stjórnvöld varðandi aðkomu að því að hálfu bæjarins og taka undir með minnihluta bæjarstjórnar að mikilvægt er að halda þessum viðræðum áfram og þrýsta á ráðuneyti heilbrigðismála sem fer með málaflokkinn.
Meirihluti fjölskylduráðs hafnar tillögu Samfylkingarinnar sem fjallar um aðgengi fólks með fötlun á almennum vinnumarkaði og telur það árangursríkara að nýta og styrkja og þróa þau úrræði sem eru til staðar hjá bænum.
Meirihluti fjölskylduráðs tekur undir mikilvægi þess að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og ítrekar að Hafnarfjarðarbær hefur þegar tekið í markviss skref til að styrkja þann málaflokk. Með nýrri Miðstöð um vinnu og virkni hefur þjónusta verið samhæfð og efld þannig að fatlað fólk fær nú betri stuðning, ráðgjöf og tækifæri til atvinnuþátttöku. Meirihlutinn mun áfram leggja áherslu á að skapa raunhæf, fjölbreytt og einstaklingsmiðuð vinnu- og virkniúrræði fyrir fatlað fólk. Með því að nýta sér þjónustu eins og atvinnu með stuðningi hjá Vinnumálastofnun og Miðstöðina er hægt að bjóða upp á sveigjanleg og einstaklingsmiðuð úrræði, sem hafa reynst árangursrík við að bæta atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks munu áfram vinna að því að bæta aðgengi fatlaðs fólks að atvinnu með því að nýta þessi fyrirliggjandi úrræði og tryggja að allar aðgerðir sem við setjum í framkvæmd séu markvissar og atvinnu-og virkni aukandi.
Meirihluti fjölskylduráðs tekur undir mikilvægi þess að ráðast í formlega stefnumótun um innleiðingu og notkun á velferðartækni í velferðarþjónustu.
Sviðsstjóra falið að taka saman minnisblað um mögulegar leiðir, afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum og skoða leiðir að útfærslum. Fjallað verður áfram um málið í fjölskylduráði í kjölfar upplýsinga sem lagðar verða fram.
Fulltrúar Samfylkingarinna leggja fram eftirfarandi:
Ljóst er að snúin sigling er framundan í rekstri bæjarins eins og niðurstaða árshlutareiknings bæjarins er til vitnis um. Það er því enn brýnna en áður að standa vörð um velferðarþjónustu sveitarfélagsins og að forgangsraða í þágu hennar. Svör við fyrirspurnum Samfylkingarinnar sem liggja fyrir á þessum fundi um húsnæðismál almennt, biðlista eftir félagslegum íbúðum og biðlista eftir húsnæði fyrir fatlað fólk leiða því miður í ljós að stefnu- og úrræðaleysi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í húsnæðismálum. Langir biðlistar eftir félagslegum íbúðum sem og biðlistar eftir húsnæði fyrir fatlað fólks og hæg fjölgun íbúða á síðustu árum eru til marks um þessa stöðu. Í þeim efnum er þó rétt að fagna því að uppbyggingaráætlun um uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk er lögð fram á þessum fundi. Í síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun næsta árs munu fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á þessi mál og ýmis önnur sem snúa að því að efla velferð íbúa Hafnarfjarðar. Þar er hægt að nefna atriði eins og hraðari fjölgun félagslegra íbúða hjá bænum, uppbyggingu fjölbreytts húsnæði, m.a. fyrir eldra fólk og fleiri mál.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja áherslu á að bæjarstjórn samþykki tillögur okkar varðandi fjölgun hjúkrunarrýma og nýja heilsugæslu í Hafnarfirði. Þar er um að ræða mikil hagsmunamál fyrir Hafnfirðinga sem þarf að fylgja eftir af festu og koma á hreyfingu. Sama gildir um tillögu okkar um aðgengi fólks með fötlun að almennum vinnumarkaði. Við ítrekum einnig að við fögnum tillögu meirihlutans um að Hafnarfjörður muni taka þátt í uppbyggingu vettvangs- og ráðgjafarteymis í málefnum heimilislausra annað hvort með samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eða með því að sameinast því teymi sem starfar hjá Reykjavíkurborg. Enda er hér um að ræða mál sem fulltrúar Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og bæjarstjórn hafa lengi talað fyrir.
Fulltrúi Viðreisnar fagnar því að formleg innleiðing á velferðartækni sé komin á dagskrá fjölskylduráðs. Hafnarfjörður, líkt og önnur sveitarfélög, er vissulega að nota slíka tækni að hluta til en sú vinna getur verið og þarf auðvitað að vera markviss - bæði þannig að hún nýtist þjónustuþegum sem best og sé einnig unnin á sem hagkvæmastan hátt. Formleg innleiðing á notkun velferðartækni mun meðal annars hafa í för með sér aukið sjálfstæði, öryggi og lífsgæði fyrir íbúa bæjarins. Notkun velferðartækni minnkar einnig álag á starfsfólk, eykur yfirsýn stjórnenda og leiðir af sér betri nýtingu á fjármunum bæjarbúa. Það er því jákvætt að fjölskylduráð ætli sér að vinna málið áfram, en fulltrúi Viðreisnar leggur áherslu á mikilvægi þess að Hafnarfjarðarbær leggi í formlega stefnumótun varðandi innleiðingu á velferðartækni, til þess að tryggja að fagmennska og þjónusta við bæjarbúa sé höfð að leiðarljósi. | | |
|
| 2. 2501358 - Húsnæði fyrir fatlað fólk - uppbygging | | Lagt fram til kynningar og umræðu | Lagt fram til kynningar og umræðu.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum. | | |
|
| 3. 2505396 - Málefni heimilislausra - sameiginlegur fundur velferðarráða á höfuðborgarsvæðinu | | Lagt fram til kynningar. | Fjölskylduráð tekur undir ályktun sameiginlegs fundar velferðarráða á höfuðborgarsvæðinu um stöðu heimilislausra einstaklinga með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Fjölskylduráð leggur áherslu á mikilvægi samvinnu sveitarfélaga meðal annars hjá Vettvangs- og ráðgjafateyminu. Hafnarfjarðarbær hefur þegar samþykkt þátttöku í þeirri þjónustu ásamt því að uppbygging smáhýsa eru í vinnslu.
Jafnframt er brýnt að ríkið móti framtíðarstefnu og taki virkari þátt í fjármögnun málaflokksins enda er hér um sameiginlega samfélagslega ábyrgð að ræða.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi:
Um leið og fulltrúar Samfylkingarinnar taka undir áskorun til ríkisins um að móta stefnu í málaflokknum til framtíðar sem og að ríkið komi meira að fjármögnun hans þá telja fulltrúar Samfylkingarinnar einnig mikilvægt að Hafnarfjörður setji sér stefnu í málaflokknum. Samfylkingin hefur raunar á síðustu árum lagt til að farið verði í þá vinnu en fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafa hingað til hafnað þeirri tillögu. | | Fundargerð - sameiginlegur fundur félagsmálanefnda á höfuðborgarsvæðinu 7.11.2025.pdf | | Ályktun fundar 7.11.2025.pdf | | |
|
| 4. 2510624 - Fjölgun rýma í dagdvöl og dagþjálfun á Sólvangi | | Stuðningsyfirlýsing lögð fram til kynningar. | | Fjölskylduráð tekur undir og fagnar sameiginlegri stuðningsyfirlýsingu sem Hafnarfjarðarbær og Sóltún Sólvangur hafa undirritað um fjölgun rýma í dagdvöl og dagþjálfun við Sólvang. Fjölskylduráð telur verkefnið mikilvægt framfaraskref í áframhaldandi uppbyggingu öldrunarþjónustu í bænum og í samræmi við stefnu bæjarins í málaflokknum. | | Fjölgun dagdvalarplássa á Sóltúni Sólvangi stuðningsyfirlýsing Hfjb.pdf | | |
|
| 5. 1912116 - Flóttamenn, samræmd móttaka | | Viðauki við þjónustusamning um samræmda móttöku ásamt greinargerð lagður fram. | Fjölskylduráð þakkar Guðlaugu Ósk Gísladóttur, sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs fyrir kynninguna.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs að vinna málið áfram. | | |
|
|
| 7. 2504682 - Mötuneyti fyrir eldra fólk | | Lagt fram til umræðu. | Lagt fram til umræðu.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra fjölskyldu- og barnamálasviðs að taka saman upplýsingar um notkun og stöðu samnings vegna mötuneyta og heimsendum mat. | | |
|
| 8. 2303899 - Biðlistar eftir félagslegum íbúðum í Hafnarfirði | | Lögð fram svör við fyrirspurn frá 21. október sl. | | Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka framlögð svör. Við vísum að öðru leyti í bókun okkar undir fjárhagsáætlun hér á fundinum. | | Biðlisti eftir félagslegum íbúðum svar við fyrirspurn25.11.2025.pdf | | |
|
| 9. 2501737 - Verkefnastjóri fjölmenningar | | Lögð fram svör við fyrirspurn frá 21. október sl. | Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja eftirfarandi fram:
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka framlögð svör á fundinun. Af þeim er ljóst að verk er að vinna í fjölmenningarmálum hjá bænum. Eitt af því sem stuðlar að inngildingu barna og ungmenna í samfélagið er þátttaka í skipulögðu frístundastarfi. Því er gríðarlega mikilvægt að efla þann sjóð sem styður við þátttöku barna af erlendu bergi brotnu í íþrótta- og tómstundastarfi. Einnig er mikilvægt að unnið sé eftir skýrri móttökuáætlun til að stuðla að eins góðri inngildingu nýrra íbúa í Hafnarfirði og mögulegt er.
Fulltrúar Samfylkingarinnar lýsa yfir áhyggjum af stöðu ungmenna á aldrinum 16-25 ára með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn í kjölfar lokunar Hamarsins. Brýnt er að farið verði í sérstakt átak til þess að ná til þessara ungmenna þannig að þau fái öruggan stað til þess að hittast á sínum forsendum líkt og raunin var í Hamrinum áður en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks tók ákvörðun um að loka honum sumarið 2024. Einnig telur Samfylkingin nauðsynlegt að núverandi fjölmenningarráð verði kallað saman eins fljótt og hægt er þannig að nýr verkefnastjóri fjölmenningar geti átt samráð við það um leiðina fram á við í málaflokknum. Til þess var það kjörið. | | Innflytjendur svar við fyrirspurn25.11.2025.pdf | | |
|
| 10. 2405261 - Starfshópur um búsetu fyrir fatlað fólk | | Lögð fram svör við fyrirspurn frá 28. október sl. | | Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka framlögð svör. Við vísum að öðru leyti í bókun okkar undir fjárhagsáætlun hér á fundinum. | | Biðlisti eftir húsnæði fatlað fólk 25.112025 -.pdf | | |
|
| 11. 1604079 - Húsnæðisáætlun | | Lögð fram svör við fyrirspurn frá 28. október sl. | | Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka fyrirspurn sína frá 28. október sl. | | |
|
| |
| 12. 2206161 - Íbúðir fyrir eldra fólk | | Skýrsla starfshóps lögð fram. | | Fjölskylduráð þakkar starfshóp vegna uppbyggingar fyrir eldra fólk fyrir vel unnin störf og góðar tillögur. Skýrslu starfshóps er vísað til bæjarráðs. | | Skýrsla starfshóps um uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk í Hafnarfirði11.11.2025.pdf | | |
|
| 13. 2412078 - Fundargerðir 2024-2025, til kynningar í fjölskylduráði | | Lögð fram fundargerð Öldungaráðs frá 11. nóvember sl. | | Lagt fram. | | Öldungaráð Hafnafjarðarbæjar - 43.pdf | | |
|