Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 88

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
07.01.2026 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Viktor Sigurðsson aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Katrín Heiðar aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2507134 - Dalshraun 9b, LED-skilti
Alexander Örn Júlíusson f.h. lóðarhafa sækir 08.07.2025 um leyfi til að setja upp 12 fm LED-skilti í stað þess skiltis sem nú þegar er á húsinu.
Tekið er jákvætt í erindið, óskað er eftir fullnægjandi gögnum samkvæmt samþykkt um skilti í Hafnarfirði.

https://hafnarfjordur.is/wp-content/uploads/2023/05/skilti-i-hafnarfirdi-2023.pdf
2. 2511214 - Óseyrarbraut 29, breyting
Jón Grétar Magnússon f.h. lóðarhafa sækir 11.11.2025 um viðbyggingu og breytingar á þegar byggðu húsi.
Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2512160 - Hringhamar 35-37, breyting
Orri Árnason f.h. Dverghamra ehf. sækir 04.12.2025 um að breyta innra skipulagi íbúða 0104, 0206, 0207, 0306, 0307 og 0407. Breytingarnar felast í að teiknað er upp mögulegt aukaherbergi og aðlögun innra skipulags að þeim breytingum.
Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2512233 - Álhella 5, MHL.02, breyting
Kristinn Ragnarsson f.h. Hraunbrautar ehf. sækir 5.12.2025 um breytingu á áður samþykktum uppdráttum. Breyting á lýsingu og staðsetningu brunaviðvörunarkerfis. Uppfærð brunalýsing - stimplað af brunahönnuði.
Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2512061 - Fluguskeið 8-8A, byggingarleyfi
Þorgeir Óskar Margeirsson f.h. lóðarhafa sækir 2.12.2025 um byggingarleyfi fyrir par-hesthús við Fluguskeið 8 og 8A.
Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
E-hluti frestað
6. 2511283 - Axlarás 17, byggingarleyfi
Guðmundur Gunnlaugsson f.h. lóðarhafa sækir 13.11.2025 um byggingarleyfi fyrir 2. hæða staðsteyptu einbýlishúsi.
Erindinu frestað, gögn ófullnægjandi.
7. 2512565 - Smyrlahraun 41A, byggingarleyfi
Hugrún Þorsteinsdóttir f.h. lóðarhafa sækir 15.12.2025 um leyfi fyrir íbúðakjarna með 6 íbúðum og þjónustu sem þeim fylgir. Byggingin er á einni hæð. Tvíhalla þak, steypt hús klætt með álklæðningu, gras á þaki.
Erindinu frestað, gögn ófullnægjandi.
8. 2511132 - Norðurbakki 21, svalalokun
Sigurður Einarsson f.h. húsfélags að Norðurbakka 21 óskar eftir að setja svalalokanir úr einföldu gleri á allar svalir og séreignarfleti jarðhæðar innan byggingarreits.
Erindinu frestað, vantar samþykki allra eigenda.
9. 2511328 - Álhella 14-30, breyting
Eggert Guðmundsson f.h. lóðarhafa sækir 7.11.2025 um breytingu á lóð. Breytingin felst í að vestari innkeyrsla verði aflögð og ein innkeyrsla verði inn á lóðina í gegnum hlið.
Erindinu frestað, samræmist ekki deiliskipulagi.
10. 2512148 - Tjarnarvellir 3, breyting
Kári Eiríksson f.h. lóðarhafa sækir 4.12.2025 um breytingar sem felast í því að rými á jarðhæð þar sem áður var sportbar, verður nú pizzastaður. Breytingar verða gerðar á inngöngum í þetta rými, og sorpaðstaða á lóð bætt.
Erindinu frestað, gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta