Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 1963

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
22.10.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson bæjarstjóri,
Kristinn Andersen forseti,
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Kolbrún Magnúsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Ritari bæjarstjórnar og bæjarlögmaður
Í upphafi fundar lagði forseti til að mál nr. 5 í útsendri dagskrá yrði tekið af dagskrá og verði rætt undir umræðu um fjárhagsáætlun. Er það samþykkt samhljóða.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502731 - Hringbraut 54a, til úthlutunar
10.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16. október sl.
Lagðar fram umsóknir um lóð.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til hæstbjóðanda Eignanets ehf. og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
2. 2510325 - Fluguskeið 6 - 6A, umsókn um lóð
11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.október sl.
Lögð fram umsókn um lóðir.

Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til Páls Jóhanns Pálssonar og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
3. 2509833 - Brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2030
12. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16. október sl.
Lögð fram til samþykktar Brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2030

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi brunavarnaráætlun og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Valdimar Víðisson tekur til máls.

Samþykkt samhljóða.
Brunavarnaáætlun SHS - Hafnarfjörður.pdf
Brunavarnaáætlun SHS - Hafnarfjörður.pdf
Brunavarnaáætlun SHS nóv25-okt30.pdf
4. 2510015 - Fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2026, heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar,Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes
14. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 16.október sl.
Lögð fram fjárhagsáætlun 2026 og gjaldskrármál fyrir árið 2026

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og gjaldskrá og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Valdimar Víðisson tekur til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson.

Saþykkt samhljóða.
Greinargerð með fjárhagsáætlun 2026 - 23.09.2025.pdf
Bréf til bæjarstjóra og fjármálastjóra - gjaldskrá og fjárhagsáætlun 2026.pdf
5. 2208015 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038
1.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.október
Lögð fram vinnslutillaga aðalskipulags Hafnarfjarðar 2025-2040. Skipulagsráðgjafar mæta til fundarins.

Skipulags- og byggingaráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að samþykkja að leita umsagna við framlagða vinnslutillögu aðalskipulags Hafnarfjarðar 2026-2040.

Fulltrúi Viðreisnar í ráðinu bókar: Fyrirliggjandi tillaga er að mörgu leyti góð og er vel unnin, en stefna í aðalskipulagi ætti að leggja þyngri áherslu á gæði frekar en magn. Leggja þarf meiri áherslu á mannvæna byggð þar sem byggingarmagn ber ekki lífsgæði ofurliði og stefna ætti að hóflegum vexti bæjarins og miða uppbyggingu við að hámarki 1,5% árlegan vöxt.

Þá er bent á að hvergi er minnst á samfélagsgarða í tillögunni, en tillögu Viðreisnar um slíka garða í öll hverfi og upplandið var vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags á fundi ráðsins í apríl sl.
Orri Björnsson tekur til máls. Árni Rúnar Þorvaldsson kemur til andsvars sem Orri svarar. Árni Rúnar kemur til andsvars öðru sinni. Orri svarar andsvari.

Næst tekur Jón Ingi Hákonarson til máls. Orri kemur að andsvari sem Jón Ingi svarar.

Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls. Einnig Valdimar Víðisson.

Næst tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls. Orri kemur að andsvari sem Guðmundur Árni svarar. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars sem Guðmundur Árni svarar.

Þá tekur Jón Ingi til máls öðru sinni. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson.

Fundarhlé kl. 15:40. Fundi framhaldið kl. 15:45.

Rósa kemur til andsvars. Stefán Már svarar andsvari.

Þá tekur Árni Rúnar til máls. Orri kemur til andsvars sem Árni Rúnar svarar. Orri kemur til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar. Þá kemur Stefán Már til andsvars sem Árni Rúnar svarar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs.

Stefán Már kemur að svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja að fyrirliggjandi vinnslutillaga aðalskipulags fari nú í kynningu meðal íbúa, annarra hagaðila og í ráðum og nefndum bæjarins. Mikilvægt er að vanda sem best við kynningu málsins enda verið að marka stefnu fyrir skipulag og uppbygging bæjarins til næstu 15 ára. Vinnslutillagan hefur verið til umfjöllunar í skipulags- og byggingaráði síðustu þrjú ár og er nú fyrst að koma til umræðu og kynningar í bæjarstjórn og því eru ekki gerðar athugasemdir við vinnslutillöguna á þessu stigi málsins. Hins vegar er ljóst að tillögunni eru ákveðin takmörk sett varðandi ný vaxtamörk og möguleika á ódýrum byggingarlóðum á óbrotnu landi sem eru nú utan vaxtamarka höfuðborgarsvæðisins. Á það þarf að reyna eins og fyrri tillögur Samfylkingarinnar í bæjarstjórn segja til um. Samfylkingin áskilur sér rétt að koma með athugasemdir og eftir atvikum breytingartillögur á síðari stigum málsins, en leggst ekki gegn kynningu á fyrirliggjandi vinnslutillögu.
Sveitarfélagsuppdráttur_Krýsuvík.pdf
Sveitarfélagsuppdráttur_Upplandið.pdf
Þéttbýlisuppdráttur.pdf
251020-Umhverfismatsskýrsla-ASK-hfj.pdf
251020-Bíla- og hjólastæðastefnaHFJ-Vinnslutillaga.pdf
251020-Aðalskipulag-HAF-vinnslutillaga.pdf
6. 2509775 - Félag eldri borgara, húsnæðismál
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá.
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Valdimar Víðisson kemur til andsvars.

Þá tekur Árni Rúnar Þorvaldson til máls. Einnig Stefán Már Gunnlaugsson. Valdimar kemur til andsvars sem Stefán Már svarar. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni sem Stefán Már svarar.

Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni. Það gerir einnig Árni Rúnar. Valdimar kemur að andsvari. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur að andsvari öðru sinni sem Árni Rúnar svarar. Valdimar kemur að stuttri athugasemd. Það gerir einnig Árni Rúnar.

Árni Rúnar kemur að svohljóðandi bókun:

Árni Rúnar leggur fram eftirfarandi fyrir hönd Samfylkingarinnar:
Fulltrúar jafnaðarfólks lýsa yfir vonbrigðum með svara- og úrræðaleysi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í þessu mikilvæga máli sem birtist í umræðum á bæjarstjórnarfundi. Meirihlutinn ákvað að samráðshópur bæjarins og Félags eldri borgara í Hafnarfirði yrði skipaður embættismönnum af hálfu bæjarins og hélt þar með fulltrúum minnihlutans utan þeirrar vinnu og því er nauðsynlegt að upplýsa bæjarstjórn með reglulegum hætti um vinnu samráðshópsins. Félag eldri borgara í Hafnarfirði og Öldungaráð Hafnarfjarðar hafa lýst yfir eindregnum vilja til þess að Strandgata 1, sem hýsir í dag bókasafn Hafnarfjarðar, verði nýtt fyrir starfsemi FEBH til framtíðar og Samfylkingin lagði til að húsið verði tekið af söluskrá hjá bænum á meðan húsnæðismál félagsins eru til skoðunar. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks féllst hins vegar ekki á þá tillögu jafnaðarmanna og fulltrúar meirihlutans eru ekki tilbúnir til þess að að kveða upp úr með það hvort þessi möguleiki, sem fulltrúar eldri borgara hafa sagt vera þeirra fyrsta kost í stöðunni, komi raunverulega til greina sem húsnæði fyrir FEBH til framtíðar. Það eru aum skilaboð til eldri borgara í Hafnarfirði en gera verður þá kröfu til fulltrúa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að tala skýrt í málinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar munu halda umræðu um málið áfram á vettvangi bæjarstjórnar enda mikilvægt að bæjarstjórn sé upplýst og til þess að tryggja gagnsæi við vinnslu þessa stóra máls fyrir eldri borgara í bænum og að tryggð verði farsæl niðurstaða í málinu.

Valdimar Víðisson kemur að svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta:

Fulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks leggja ríka áherslu á gott samstarf og samvinnu við FEBH. Fullur vilji er innan samráðshópsins að starfsemi FEBH verði áfram að Flatahrauni að sinni. Næstu skref er að vinna að framtíðarlausn fyrir FEBH.



7. 2005180 - Samgöngusáttmáli
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá og ítrekar fyrirspurn sína um málið sem lögð var fram á 1959. fundi bæjarstjórnar þann 27. ágúst sl.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls og ítrekar svohljóðandi fyrirspurn:

Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram fyrirspurn á fundi bæjarstjórnar 27. ágúst sl. um framgang framkvæmda borgarlínu í Hafnarfirði. Farið var fram á að svörin lægju fyrir á fundi bæjarstjórnar þann 24. sept. sl. Svör hafa ekki borist og því leggja fulltrúar Samfylkingarinnar fyrirspurnina fram á nýjan leik og fara fram á að svörin verði lögð fram á næsta fundi bæjarráðs.
Þann 2. apríl sl. kom fram á vef Borgarlínunnar að stórt Borgarlínuskref hefði verið tekið í Hafnarfirði. Skrefið fólst í því að hönnun frumdraga á um 2 km löngum vegakafla í Hafnarfirði, sem tilheyrir fjórðu lotu Borgarlínunnar, er hafin. Betri Samgöngur hafi undirritað samning við hóp ráðgjafa frá VSó Ráðgjöf, VSB, Landslangi, Tendra Arkitektum og Úrbana sem allt séu aðilar sem hafi reynslu af hönnun borgarlínu. Um er að ræða vegakafla sem nær frá sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Reykjavíkurveg að verslunarkjarnanum Firði.

1. Hvenær er áætlað að vinnu við forhönnun á þessum 2 km. langa vegakafla Borgarlínunnar í Hafnarfirði verði lokið?
2. Hvenær er áætlað að framkvæmdir við fyrrnefndan vegakafla hefjist og hvenær er gert ráð fyrir að þeim, og öðrum framkvæmdum sem tengjast þessum vegakafla eins og t.d. gerð undirganga fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur undir Reykjavíkurveg, ljúki?
3. Er reiknað með uppkaupum á mannvirkjum vegna framkvæmdanna, t.d. á kaflanum á Reykjavíkurvegi frá Skúlaskeiði að Flatahrauni?
4. Er búið að tryggja framhald Borgarlínu til suðurs frá miðbæ að hafnarsvæði, m.a. vegna tilkomu Tækniskólans og aukinnar byggðar á og í grennd við hafnarsvæðið?
5. Hvenær er gert ráð fyrir að hönnun annarra vegakafla Borgarlínunnar í bænum ljúki og framkvæmdir hefjist?
6. Óskað er eftir tímalínu framkvæmda vegna uppbyggingar Borgarlínu í landi Hafnarfjarðar sem og vegna tengdra verkefna svo sem uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga, undirganga og annarra samgöngumannvirkja.

Valdimar Víðisson kemur að andsvari. Sem Árni Rúnar svarar.

Valdimar tekur næst til máls. Árni Rúnar kemur að andsvari. Það gerir einnig Guðmundur Árni. Valdimar svarar andsvari. Guðmundur Árni kemur að andsvari öðru sinni sem Valdimar svarar.
Fundargerðir
8. 2501140 - Fundargerðir 2025, til kynningar í bæjarstjórn
Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 16.október sl.
Fundargerð bæjarráðs frá 16.október sl.
a. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 1.október sl.
b. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 10.október sl.
c. Fundargerð stjórnar SSH frá 6.október sl.
d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24.september sl.
Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 15.október sl.
a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 24. september sl.
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls undir fundargerð bæjarráðs frá 16. október sl. Valdimar Víðisson kemur til andsvars. Guðmundur Árni svarar andsvari. Valdimar kemur að stuttri athugasemd.

Næst tekur Árni Rúnar Þorvaldsson undir 18 lið í fundargerð bæjarráðs frá 16. október sl. Valdimar kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta