Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 82

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
05.11.2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Viktor Sigurðsson aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2502189 - Virkisás 26, byggingarleyfi
Andri Ingólfsson f.h. lóðarhafa sækir 06.02.2025 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða einbýlishús, staðsteypt og klætt að utan með málmklæðningu.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2508223 - Hryggjarás 23, byggingarleyfi
Tekin fyrir að nýju umsókn Björgvins Jónssonar f.h. lóðarhafa þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða einbýlishúsi og kaldri garðáhaldageymslu. Byggingaráform voru samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 1.10.2025.
Áður samþykkt byggingaráform afturkölluð.
Þar sem stoðveggur á lóðarmörkum og frágangur lóðar er ekki í samræmi við heimildir.
Samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir frágangi á lóðarmörkum er ekki til staðar.
3. 2511100 - Reykjavíkurvegur 15b, reyndarteikningar
Lagðar inn reyndarteikningar af Oddrúnarbær í Hellisgerði.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir
4. 2511028 - Hringhella 5, dreifistöð
Ingiþór Björnsson f.h. HS-veitna sækir 03.11.2025 um dreifistöð við Hringhellu 5. Byggingin er tilbúin steypt eining sem keyrð er á staðinn.
Byggingaráform eru samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
E-hluti frestað
5. 2510372 - Tinnuskarð 30, breyting
Ívar Hauksson f.h. lóðarhafa sækir 17.10.2025 um breytingu; vinnustofu er bætt við á 1. hæð.
Erindinu frestað, vantar samþykki aðliggjandi lóðarhafa fyrir sauna.
F-hluti önnur mál
6. 2511108 - Ráðhústorg, kvikmyndataka
Birkir Grétarsson f.h. Glassriver sækir um leyfi fyrir kvikmyndatöku þann 11.11.2025 frá kl. 9-19 við Ráðhústorg og bílastæði á bakvið Bæjarbíó.
Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Vakin er athygli á því að uppsetning jólaþorpsins fer fram á sama tíma og þarf því erindið að vinna í samstarfi við verkefnisstjóra jólaþorpsins Sunnu Magnúsdóttur. Ef um er að ræða götulokanir þarf að gera það í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið. Í umsókn kemur fram hvar leggja eigi tækjabílum, það þarf að endurskoða þá staðsetningu vegna uppsetningar tjalds bakvið Bæjarbíó.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta