Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 415

Haldinn Sólberg,
03.11.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristjana Ósk Jónsdóttir aðalmaður,
Erlingur Örn Árnason aðalmaður,
Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður,
Júlíus Andri Þórðarson áheyrnarfulltrúi,
Tinna Rós Steinsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Tinna Rós Steinsdóttir, Rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundamála
Auk ofantalinna og undirritaðra sátu fundinn: Bjarney Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar; Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi ÍBH; og Sindri Dan Vignisson, áheyrnarfulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2511019 - Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2025
Rætt um fyrirkomulag hátíðarinnar í ár.
Íþróttabandalaginu (ÍBH) falið að leita til íþróttafélaga og taka saman tilnefningar um íþróttamann, íþróttakonu og íþróttalið ársins Hafnarfjarðar 2025.
Hátíðin verður haldin 30. desember í íþróttahúsinu við Strandgötu.
2. 2510350 - Fyrirspurn Samfylkingar varðandi íþróttamál og tómstundaþjónustu
1) Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:
a) Er vinna hafin við endurskoðun rekstrar- og þjónustusamninga Hafnarfjarðarbæjar við íþrótta- og tómstundafélög?
b) Er bærinn búinn að skipa áheyrnarfulltrúa til að sitja stjórnarfundi aðalstjórnar FH?
c) Hver er staðan varðandi þjónustu og rekstur ungmennahússins á Selhellu?
d) Hvaða þjónusta er til staðar í Nýsköpunarsetrinu við Lækjargötu?
e) Hver er staðan varðandi áform um byggingu nýrrar sundlaugar við Ásvallarlaug?

2) Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir því að starfsmenn ÍTH taki saman upplýsingar um æfingagjöld hjá íþróttafélögum og deildum í Hafnarfirði og beri þau saman við æfingargjölf hjá sambærilegum félögum og deildum í nágrannasveitarfélögunum.

3) Fulltrúi Samfylkingarinnar óskar eftir því að skýrsla eftirlitsnefndar Hafnarfjarðarbæjar um fjármál íþróttafélaga í bænum verði kynnt nefndinni.
1a) Staðfest var að vinna stendur yfir við endurskoðun rekstrar- og þjónustusaminga.
1b) Staðfest var að áheyrnarfulltrúar í helstu félögum verða kynntir í nýjum samningum.
1c-d) Rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundamála kynnti mismunandi starfsemi í Menntasetrinu við lækinn, á Suðurgötunni og á Selhellu.
1e) Áform rædd, í tenglum við kynningarfund í október.

2) Lagt fram
3) Fyrirspurn afgreidd á fundi ÍTH nr.412.
Fundargerðir
3. 2401609 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB) fundargerðir
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæðanna nr. 431.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15 

Til bakaPrenta