Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 480

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
12.11.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Örn Geirsson aðalmaður,
Anna María Elíasdóttir starfsmaður, Helga Stefánsdóttir starfsmaður, Guðmundur Elíasson starfsmaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
Lögð fram bókun bæjarstjórnar ásamt þeim tillögum sem vísað var til ráðsins.
Lagt fram.
2. 2510608 - Heilbrigðiseftirlit, kynning
Fulltrúi Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar,
Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness mætir til fundarins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar Herði Þorsteinssyni framkvæmdastjóra HEF fyrir kynninguna.
3. 1608517 - Villikettir, ósk um samstarfssamning
Fulltrúar Villikatta mæta til fundarins og kynna starfsemina.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar kynninguna og felur sviðinu að vinna áfram að málinu. Jafnframt samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að styrkur til félagssamtakanna verði 500 þúsund krónur í nýjum samning.
4. 2303964 - Ásvallalaug, útisvæði
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að unnið verði áfram að notendasamráði og forhönnunargögnum.
5. 2507149 - Hellnahraun 2, lagning bíla í götum
Tekið fyrir að nýju.
Tekið til umræðu.
6. 0703337 - Fráveitukerfi, tenging við Garðabæ
Tekin til umræðu samningur um móttöku skólps frá Urriðaholti, Kauptúni og Molduhrauni.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur umhverfis- og veitustjóra að hefja viðræður við Garðabæ um framkvæmd og gjaldtöku vegna viðtöku skólps frá Garðabæ.
7. 2106052 - Hvaleyrarvatn, aðstaða
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits vegna umferð hesta í og við Hvaleyrarvatn.
Fundargerðir
8. 1510061 - Ásvellir, uppbygging
Lögð fram fundargerð 12. fundar framkvæmdanefndar.
12. fundur framkvæmdanefndar um uppbyggingu knatthúss á Ásvöllum 22. október 2025.pdf
9. 2501142 - Strætó bs, fundargerðir 2025
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. nr. 412.
Fundargerð stjórnarfundar nr 411 24092025.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta