Bæjarstjórn - 1960 |
Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
10.09.2025 og hófst hann kl. 14:00 | | Fundinn sátu: Valdimar Víðisson bæjarstjóri,
Rósa Guðbjartsdóttir aðalmaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Kristín María Thoroddsen aðalmaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Helga Ingólfsdóttir varamaður,
Kolbrún Magnúsdóttir varamaður,
Karólína Helga Símonardóttir varamaður,
| | Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður | | | |
| | Dagskrá: | | | | 1. 2507116 - Gjaldskrá fyrir Nýsköpunarsetrið | 2. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4. september sl. 7. liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 27.ágúst sl. 5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 21. ágúst sl. Lögð fram greinagerð um gjaldskrá fyrir þjónustu Nýsköpunarseturs. Geir Bjarnason mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar gjaldskránni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Kristín Thoroddsen tekur til máls. Stefán Már Gunnlaugsson kemur til andsvars. Kristín svarar andsvari.
Þá tekur Guðmundur Árni Stefánsson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að kalla eftir tillögum og ábendingum um nýtingu Menntasetursins við Lækinn til framtíðar. Þar verði stefnt að miðstöð frístunda og tómstunda af ýmsum toga, sem gæti hýst ungmennastarf af ólíku tagi, hugsanlegri aðstöðu fyrir eldri borgara, áhugahópa og félagasamtök í bænum. Fræðsluráði, starfshópi um Menntasetrið um Lækinn, Íþrótta- og tómstundaráði og Ungmennaráði verði falið að skila inn tillögum sínum um málið fyrir 1. nóvember næstkomandi. Jafnframt verði kallað eftir hugmyndum frá frjálsum félagasamtökum eins og Félagi eldri borgara og fleirum. íþrótta- og tómstundafulltrúi og aðrir hlutaðeigandi starfsmenn bæjarins haldi utan um ferlið. Bæjarráð taki við tillögunum og móti síðan heildstæða tillögu um málið, sem bæjarstjórn afgreiði síðan og taki mið af við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2026. Jafnframt verði hið fyrsta ráðist í framkvæmdir við húsnæðið, með uppsetningu lyftu, sem tryggi aðgengi allra að húsinu.
Greinargerð: Ljóst er að Menntasetrið við Lækinn (gamli Lækjarskólinn) er reisulegt húsnæði á í miðju bæjarins, sem á langa sögu og merka. Á síðustu árum hefur ýmis starfsemi þrifist þar, þar á meðal hefur Háskóli Íslands leigt stóran hluta húsnæðisins, en áður voru Námsflokkar Hafnarfjarðar þar með öfluga starfsemi. Háskólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Á síðustu árum hefur verið gangsett Nýsköpunarsetur á neðstu hæð hússins, sem er að sinna mikilvægu starfi ekki síst fyrir ungmenni bæjarins. Þar eru ýmsar spennandi hugmyndir uppi og starfsemi að þróast. Eins hefur Gaflaraleikhúsið fengið aðstöðu á þriðju hæð hússins sem og Músíkhluti Músík og mótor. Allt er þetta ágætt, en óljóst er hins vegar hvernig ætlunin er að nýta húsnæðið í heild sinni, en fyrir liggur að Háskólinn mun fara úr húsinu á næsta ári. Sérstakur starfshópur var kjörinn í upphafi kjörtímabilsins til að stýra nýtingu hússins. Hann hefur aldrei komið saman þrátt fyrir eftirgangssemi Samfylkingarinnar í þeim efnum.
Starfsemin í húsinu hefur því þróast með tilviljanakenndum hætti og án stefnumörkunar. Starfsemi Nýsköpunarseturs er ágæt og lofar góðu. Hins vegar er nauðsynlegt að fyrir liggi skipulag og skýr stefnumörkun um starfsemi í þessu merka húsi og að þar verði að leiðarljósi að leysa úr læðingi hugmyndir og virkni unga fólksins í Hafnarfirði, en jafnframt hugað að hag eldri borgara bæjarins. Það samspil gæti verið spennandi. Víða á Norðurlöndum þekkjast svonefnd "Folkets hus? eða hús Fólksins, þar sem íbúar og ólík samtök þeirra hafa þak yfir höfuð og aðstöðu til listsköpunar, fundahalda og frístundastarfs af ólíkum toga. Með þessari tillögu er kallað eftir hugmyndum í þessa veru og kemur til álita af hálfu flutningsfólks, að kalla eftir með skipulögðum hætti hugmyndum frá bæjarbúum og fjölmörgum áhugafélögum um nýtingu hússins.
Valdimar Víðisson kemur til andsvars.
Kristín tekur til máls öðru sinni og leggur fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar þeirri öflugu og fjölbreyttu starfsemi sem byggst hefur upp í Menntasetrinu við Lækinn að undanförnu, einkum auknum tækifærum ungs fólks til að blómstra í nýsköpunar- og tómstundarstarfi.
Nýsköpunarsetrið er lykilvettvangur fyrir ungmenni þar sem þau hafa aðgang að tækni, leiðsögn og aðstöðu til að þróa hugmyndir sínar, efla hæfni sína og öðlast reynslu sem styrkir þau til framtíðar. Þetta hefur þegar sýnt árangur og lagt grunn að lifandi nýsköpunarmenningu meðal ungs fólks í bænum.
Auk þess hafa aðrir aðilar bæst við fjölbreytta starfsemi í Menntasetrinu við lækinn, svo sem Gaflaraleikhúsið sem hefur komið á fót leiklistarstarfi með áherslu á börn og ungmenni. Þá hefur músíkhluti Músík og mótor fært starfsemi sína í Menntasetrið sem mun með bættri aðstöðu efla tónlistarlíf bæjarins enn frekar. Nú þegar hefur verið hafin vinna við að koma fyrir lyftu við húsið til að tryggja aðgengi fyrir alla að öllum hæðum, þar til hún verður komin í notkun verður notast við rými á fyrstu hæð hússin ef á þarf að halda eins og fram kom á fundi fræðsluráðs.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að halda áfram á þessari braut með skýrum hætti. Mennta- og lýðheilsusviði í samstarfi við fræðsluráð er falið að þróa starfsemina í húsinu áfram og leggja fram tillögur um áframhaldandi nýtingu á húsnæðinu. Í þeirri vinnu verði ungmennin höfð sérstaklega í forgrunni þannig að Menntasetri við Lækinn verði áfram kjarninn í framsæknu og fjölbreyttu ungmennastarfi þar sem skapandi hugsun, nýsköpun, menning og frístundir haldast í hendur. Vel hefur tekist til að ráðstafa húsnæðinu fram að þessu og hefur samstarf við ungmenni, meðal annars í gegnum Ungmennaráð og Ungmennaþing reynst dýrmætt og gefið mikilvæga sýn inn í þróun starfseminnar. Mennta- og lýðheilsusvið mun áfram vinna að stefnumótun í nánu samstarfi við fræðsluráð, aðrar viðeigandi nefndir og aðila þannig að næstu skref verði byggð á sterkum grunni og í góðu samráði við samfélagið.
Greinargerð Á þessu kjörtímabili hefur verið stigið mikilvægt skref í að móta Menntasetrið við Lækinn að lifandi miðstöð nýsköpunar, menningar og samfélagsstarfs. Þar hefur þegar tekist að byggja upp öflugt starf sem þjónar íbúum bæjarins á fjölbreyttan hátt.
Sérstaklega ber að nefna starfsemi Nýsköpunarsetursins sem hefur skapað vettvang þar sem ungmenni fá aðgang að tækni, leiðsögn og aðstöðu til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Með því eru þau að efla skapandi hugsun, sjálfstraust og hæfni sem nýtist þeim í námi, starfi og daglegu lífi. Það er afar jákvætt að sjá hvernig ungt fólk hefur tekið þátt í þessari starfsemi og nýtt sér þau tækifæri sem Menntasetrið við Lækinn býður upp á.
Við þessa jákvæðu uppbyggingu hafa bæst við önnur mikilvæg verkefni. Gaflaraleikhúsið hefur fengið aðstöðu til að þróa leiklistarstarf með börnum og ungmennum og Músíkhluti Músík og mótor hefur komið með aukna fjölbreytni í tónlistarlíf hússins. Með þessu er Menntasetrið við Lækinn orðið vettvangur þar sem ólíkir hópar fá að njóta sín, hvort sem um er að ræða listsköpun, frístundir eða samfélagsverkefni.
Það sem þegar hefur verið byggt upp er afar jákvætt og mikilvægt að halda áfram á sömu braut. Með því að fela Mennta- og lýðheilsusviði í samstarfi við fræðsluráð að þróa starfsemina áfram er tryggt að næstu skref verði tekin með markvissum hætti. Lögð verður sérstök áhersla á ungt fólk og að skapa áfram vettvang fyrir nýsköpun og framsækið starf. Menntasetrið við Lækinn hefur með þessum hætti þegar sýnt hversu mikill kraftur felst í því að sameina nýsköpun, listir og samfélagsstarf undir sama þaki. Það er því eðlilegt og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut til framtíðar.
Guðmundur Árni kemur til andsvars. Margrét Vala Marteinsdóttir kemur einnig til andsvars.
Guðmundur Árni og Margrét Vala taka til máls undir fundarstjórn forseta. Fundarhlé kl. 15:44. Fundi framhaldið kl. 15:49.
Forseti tekur til máls og leggur til að framkomnar tillögur að breytingum á þeirri gjaldskrá sem liggur fyrir fundinum verði vísað til umfjöllunar í bæjarráði.
Næst ber forseti upp fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá sem liggur fyrir fundinum. Er hún samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu: Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að tillögunum verði vísað til umsagnar í menningar- og ferðamálanefnd, starfshóps um menntasetrið við lækinn og fræðsluráðs. Þessir aðilar leiti umsagna frá hagaðilum, félagasamtökum hjá ungum og eldri bæjarbúum.
Tillagan er felld þar sem þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði gegn tillögunni. Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði mð tillögunni.
Bæjarráð samþykkir að vísa þeim tillögum sem lagðar voru fram í bæjarstjórn þann 27. ágúst sl. til bæjarstjórnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram svohljóðandi bókun:
Tillaga meirihlutans sem lögð var fram á bæjarstjórnarfundi 27. ágúst sl. tryggir áframhaldandi þróun starfseminnar fyrir ungt fólk í Menntasetrinu við lækinn. Skýr aðkoma kjörinna fulltrúa verður í gegnum fræðsluráð. Ungt fólk á öllum aldri hefur nú aðgengi að fjölbreyttri afþreyingu, kennslu og skapandi starfi sem kallað hefur verið eftir. Tækifæri sem skapast í húsinu eru fjölmörg en unnið er að því að setja upp dagskrá í samstarfi við ungt fólk. Það er fagnaðarefni að fulltrúar minnihlutans séu sammála því að efla enn frekar það góða starf sem meirihlutinn hefur unnið að á undanförnum misserum. Stýrihópurinn lagði traustan grunn að stefnu hússins, m.a. með ákvörðunum um Nýsköpunarsetrið. Nú liggur fyrir skýr stefna sem hægt er að byggja á með markvissri innleiðingu og virku samráði.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar lýsa yfir vonbrigðum með meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sem hafnar því að leita til hagsmunaaðila og áhugafólks um nýtingu þessa merka húss. Stefnumótun varðandi nýtingu Menntasetursins við Lækinn er óljós og tilviljanakennd þó þar hafi þróast ágæt starfsemi, en án framtíðarsýnar um nýtingu alls hússins.
Í ítarlegri tillögu sem Samfylkingin lagði fram á fundi bæjarstjórnar þann 27. ágúst sl. er gert ráð fyrir aðkomu allra hagaðila að málinu. Þar er einnig lagt til að kallað verði eftir heildartillögu um nýtingu hússins og leitað hófanna hjá breiðum hópi kjörinna fulltrúa, sem og frá félagasamtökum í bænum, sem hýsa ungmennastarf og starfsemi eldri borgara. | Forseti leggur til að þeim tveimur tillögum sem eru undir málinu verði vísað til umræðu og afgreiðslu undir máli tvö á dagskrá fundarins. Er það samþykkt samhljóða. | | |
| 2. 2103173 - Menntasetrið við lækinn, stýrihópur | Lagðar fram tvær tillögur.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að kalla eftir tillögum og ábendingum um nýtingu Menntasetursins við Lækinn til framtíðar. Þar verði stefnt að miðstöð frístunda og tómstunda af ýmsum toga, sem gæti hýst ungmennastarf af ólíku tagi, hugsanlegri aðstöðu fyrir eldri borgara, áhugahópa og félagasamtök í bænum. Fræðsluráði, starfshópi um Menntasetrið um Lækinn, Íþrótta- og tómstundaráði og Ungmennaráði verði falið að skila inn tillögum sínum um málið fyrir 1. nóvember næstkomandi. Jafnframt verði kallað eftir hugmyndum frá frjálsum félagasamtökum eins og Félagi eldri borgara og fleirum. íþrótta- og tómstundafulltrúi og aðrir hlutaðeigandi starfsmenn bæjarins haldi utan um ferlið. Bæjarráð taki við tillögunum og móti síðan heildstæða tillögu um málið, sem bæjarstjórn afgreiði síðan og taki mið af við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir árið 2026. Jafnframt verði hið fyrsta ráðist í framkvæmdir við húsnæðið, með uppsetningu lyftu, sem tryggi aðgengi allra að húsinu.
Greinargerð: Ljóst er að Menntasetrið við Lækinn (gamli Lækjarskólinn) er reisulegt húsnæði á í miðju bæjarins, sem á langa sögu og merka. Á síðustu árum hefur ýmis starfsemi þrifist þar, þar á meðal hefur Háskóli Íslands leigt stóran hluta húsnæðisins, en áður voru Námsflokkar Hafnarfjarðar þar með öfluga starfsemi. Háskólinn mun hætta starfsemi á næsta ári. Á síðustu árum hefur verið gangsett Nýsköpunarsetur á neðstu hæð hússins, sem er að sinna mikilvægu starfi ekki síst fyrir ungmenni bæjarins. Þar eru ýmsar spennandi hugmyndir uppi og starfsemi að þróast. Eins hefur Gaflaraleikhúsið fengið aðstöðu á þriðju hæð hússins sem og Músíkhluti Músík og mótor. Allt er þetta ágætt, en óljóst er hins vegar hvernig ætlunin er að nýta húsnæðið í heild sinni, en fyrir liggur að Háskólinn mun fara úr húsinu á næsta ári. Sérstakur starfshópur var kjörinn í upphafi kjörtímabilsins til að stýra nýtingu hússins. Hann hefur aldrei komið saman þrátt fyrir eftirgangssemi Samfylkingarinnar í þeim efnum.
Starfsemin í húsinu hefur því þróast með tilviljanakenndum hætti og án stefnumörkunar. Starfsemi Nýsköpunarseturs er ágæt og lofar góðu. Hins vegar er nauðsynlegt að fyrir liggi skipulag og skýr stefnumörkun um starfsemi í þessu merka húsi og að þar verði að leiðarljósi að leysa úr læðingi hugmyndir og virkni unga fólksins í Hafnarfirði, en jafnframt hugað að hag eldri borgara bæjarins. Það samspil gæti verið spennandi. Víða á Norðurlöndum þekkjast svonefnd "Folkets hus? eða hús Fólksins, þar sem íbúar og ólík samtök þeirra hafa þak yfir höfuð og aðstöðu til listsköpunar, fundahalda og frístundastarfs af ólíkum toga. Með þessari tillögu er kallað eftir hugmyndum í þessa veru og kemur til álita af hálfu flutningsfólks, að kalla eftir með skipulögðum hætti hugmyndum frá bæjarbúum og fjölmörgum áhugafélögum um nýtingu hússins.
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar fagnar þeirri öflugu og fjölbreyttu starfsemi sem byggst hefur upp í Menntasetrinu við Lækinn að undanförnu, einkum auknum tækifærum ungs fólks til að blómstra í nýsköpunar- og tómstundarstarfi.
Nýsköpunarsetrið er lykilvettvangur fyrir ungmenni þar sem þau hafa aðgang að tækni, leiðsögn og aðstöðu til að þróa hugmyndir sínar, efla hæfni sína og öðlast reynslu sem styrkir þau til framtíðar. Þetta hefur þegar sýnt árangur og lagt grunn að lifandi nýsköpunarmenningu meðal ungs fólks í bænum.
Auk þess hafa aðrir aðilar bæst við fjölbreytta starfsemi í Menntasetrinu við lækinn, svo sem Gaflaraleikhúsið sem hefur komið á fót leiklistarstarfi með áherslu á börn og ungmenni. Þá hefur músíkhluti Músík og mótor fært starfsemi sína í Menntasetrið sem mun með bættri aðstöðu efla tónlistarlíf bæjarins enn frekar. Nú þegar hefur verið hafin vinna við að koma fyrir lyftu við húsið til að tryggja aðgengi fyrir alla að öllum hæðum, þar til hún verður komin í notkun verður notast við rými á fyrstu hæð hússin ef á þarf að halda eins og fram kom á fundi fræðsluráðs.
Bæjarstjórn leggur áherslu á að halda áfram á þessari braut með skýrum hætti. Mennta- og lýðheilsusviði í samstarfi við fræðsluráð er falið að þróa starfsemina í húsinu áfram og leggja fram tillögur um áframhaldandi nýtingu á húsnæðinu. Í þeirri vinnu verði ungmennin höfð sérstaklega í forgrunni þannig að Menntasetri við Lækinn verði áfram kjarninn í framsæknu og fjölbreyttu ungmennastarfi þar sem skapandi hugsun, nýsköpun, menning og frístundir haldast í hendur. Vel hefur tekist til að ráðstafa húsnæðinu fram að þessu og hefur samstarf við ungmenni, meðal annars í gegnum Ungmennaráð og Ungmennaþing reynst dýrmætt og gefið mikilvæga sýn inn í þróun starfseminnar. Mennta- og lýðheilsusvið mun áfram vinna að stefnumótun í nánu samstarfi við fræðsluráð, aðrar viðeigandi nefndir og aðila þannig að næstu skref verði byggð á sterkum grunni og í góðu samráði við samfélagið.
Greinargerð Á þessu kjörtímabili hefur verið stigið mikilvægt skref í að móta Menntasetrið við Lækinn að lifandi miðstöð nýsköpunar, menningar og samfélagsstarfs. Þar hefur þegar tekist að byggja upp öflugt starf sem þjónar íbúum bæjarins á fjölbreyttan hátt. Sérstaklega ber að nefna starfsemi Nýsköpunarsetursins sem hefur skapað vettvang þar sem ungmenni fá aðgang að tækni, leiðsögn og aðstöðu til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Með því eru þau að efla skapandi hugsun, sjálfstraust og hæfni sem nýtist þeim í námi, starfi og daglegu lífi. Það er afar jákvætt að sjá hvernig ungt fólk hefur tekið þátt í þessari starfsemi og nýtt sér þau tækifæri sem Menntasetrið við Lækinn býður upp á.
Við þessa jákvæðu uppbyggingu hafa bæst við önnur mikilvæg verkefni. Gaflaraleikhúsið hefur fengið aðstöðu til að þróa leiklistarstarf með börnum og ungmennum og Músíkhluti Músík og mótor hefur komið með aukna fjölbreytni í tónlistarlíf hússins. Með þessu er Menntasetrið við Lækinn orðið vettvangur þar sem ólíkir hópar fá að njóta sín, hvort sem um er að ræða listsköpun, frístundir eða samfélagsverkefni.
Það sem þegar hefur verið byggt upp er afar jákvætt og mikilvægt að halda áfram á sömu braut. Með því að fela Mennta- og lýðheilsusviði í samstarfi við fræðsluráð að þróa starfsemina áfram er tryggt að næstu skref verði tekin með markvissum hætti. Lögð verður sérstök áhersla á ungt fólk og að skapa áfram vettvang fyrir nýsköpun og framsækið starf. Menntasetrið við Lækinn hefur með þessum hætti þegar sýnt hversu mikill kraftur felst í því að sameina nýsköpun, listir og samfélagsstarf undir sama þaki. Það er því eðlilegt og mikilvægt að halda áfram á þeirri braut til framtíðar.
| Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Einnig Kristín Thoroddsen. Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Kristín svarar. Guðmundur kemur til andsvars öðru sinni.
Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls.
Næst ber forseti upp fyrirliggjandi tillögu frá Samfylkingunni. Er tillagan felld þar sem sex fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði gegn tillögunni. Fimm fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar greiða atkvæði með tillögunni.
Guðmundur Árni kemur að svohljóðandi bókun:
Það vekur undrun og furðu að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leggist gegn tillögu jafnaðarfólks um víðfeðmt samráð og skýra stefnumörkun um alhliða nýtingu á hinu merka húsi, Menntasetrinu við Lækinn (gamli Lækjarskólinn). Sérstakur starfshópur var kjörinn í upphafi kjörtímabilsins til að marka stefnu um nýtingu hússins, en hann hefur aldrei komið saman! Aldrei, þrátt fyrir ítrekaðar óskir Samfylkingarinnar þar um. Þá hefur ekki verið haft samráð við Íþrótta- og tómstundaráð né frjáls félög í bænum um hugsanlegt aðgengi og nýtingu. Ekki er gerð athugasemd við þá hópa sem hafa fengið inni í húsinu, svo sem Gaflaraleikhúsið, Músíkhluta "Músík og mótor" og fjölþætta starfsemi Nýsköpunarseturs með samstarfi við Ungmennaráð og fleiri aðila.
Fyrirliggjandi tillaga meirihluta bæjarstjórnar, sem varð til í kjölfar þess að Samfylkingin lagði fram heildstæða tillögu í málinu, er á þann veg, að málið verði eingöngu á hendi fræðsluráðs. Það er ekki góð stjórnsýsla og lýsandi fyrir hringlanda meirihlutans og skort á framtíðarsýn. Húsið á að hýsa fjölþætta starfsemi á vettvangi tómstunda, lista, menningar eldri og yngri kynslóða. Samfylkingin mun áfram vinna með þetta mál og tryggja að öll tækifæri séu nýtt sem stuðla að gróskumikilli starfsemi í þessu sögufræga hús. Í því ljósi mun Samfylkingin sitja hjá við tillögu meirihlutans.
Þá ber foraeti upp fyrirliggjandi tillögu frá Sjálftæðisflokki og Framsóknar. Er tillgan samþykkt þar sem sex fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði með tillögunni. Fimm fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar sitja hjá.
Kristín Thoroddsen kemur að svohljóðandi bókun:
Sú tillaga sem hér var lögð fram af fulltrúum meirihlutans og samþykkt hér í bæjarstjórn styður enn frekar við það fjölbreytta starf sem er í Nýsköpunarsetrinu í húsi Menntasetursins við Lækinn. Ungt fólk á öllum aldri hefur nú aðgengi að fjölbreyttri afþreyingu, kennslu og skapandi starfi sem kallað hefur verið eftir. Tækifæri sem skapast í húsinu eru fjölmörg en unnið er að því að setja upp dagskrá í samstarfi við ungt fólk. Tillaga Sjálfstæðisflokks og Framsóknar tryggir enn frekar þróun starfs fyrir ungt fólk í Menntasetrinu við Lækinn og aðkomu kjörinna fulltrúa í gegnum fræðsluráð. Það er fagnaðarefni að minnihluti bæjarstjórnar sé sammála því að efla enn frekar það góða starf sem meirihluti bæjarstjórnar hefur unnið að á undanförnum misserum.
| | |
| 3. 2306463 - Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins | 3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4.september sl. Lögð fram drög að samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fulltrúi Viðreisnar telur ekki forsvaranlegt að Hafnarfjarðarbær verji tæpum 14 milljónum á ári til rekstur Markaðsstofu Höfuðborgarsvæðisins. Ávinningurinn er óljós ef einhver og ljóst að Hafnarfjarðarbær mun geta nýtt þessar milljónir á mun uppbyggilegri hátt til markaðssetningar á Hafnarfirði. Þetta er sóun á útsvari Hafnfirðinga.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar telja mikilvægt að ferðamál í Hafnarfirði verði tekin föstum tökum og leggja til að í kjölfar samantektar og greiningarvinnu vegna ferðamálanna, þá verði á næstu vikum og mánuðum mótuð tímasett aðgerðaráætlun. Í henni verði einstök verkefni listuð upp og í þau farið í samstarfi bæjarins, Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og annarra hagaðila í ferðaiðnaði. Eins sýnir skýrslan mikilvægi þess að boðið verði upp á fleiri hótelrými í Hafnarfirði. Stækkun Fjörukráarinnar er í burðarliðnum og eins er að vænta hótelíbúða í Firði. En betur má ef duga skal. Hátíðir í Hafnarfirði, svo sem Hjarta Hafnarfjarðar, jólaþorpið og fleira hafa tekist vel, en Hafnarfjörður þarf að fá fleiri erlenda ferðamenn á degi hverjum í bæinn, svo sem frá skemmtiferðarskipum. | Valdimar Víðisson tekur til máls. Einnig Guðmundur Árni Stefánsson. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars sem Guðmundur Árni svarar. Kristín kemur til andsvars öðru sinni sem Guðmundur svarar. Rósa guðbjartsdóttir kemur einnig til andsvars við ræðu Guðmundar Árna sem svarar andsvari. Rósa kemur til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar.
Þá tekur Stefán Már Gunnlaugsson til máls. Valdimar kemur til andsvars.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu bæjarráðs með tíu atkvæðum en fulltrúi Viðreisnar situr hjá.
Guðmundur Árni kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka mikilvægi þess að ferðaþjónustumál í bænum verði tekin föstum tökum. Brýnt er að í kjölfar samantektar og greiningarvinnu vegna ferðamála þá verði mótuð aðgerðaáætlun. Þar verði að finna einstök verkefni sem unnið verði að í samvinnu bæjarins, Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og annarra hagaðila. Skýrslan leiðir í ljós að fjölgun hótelrýma í bænum er grundvallaratriði til þess að efla ferðaþjónustu í Hafnarfirði. Leita þarf fjölbreyttra leiða til þess að laða fleiri erlenda ferðamenn í bæinn svo sem frá skemmtiferðaskipum. Greiningarvinna liggur fyrir. Nú þarf að láta verkin tala.
| Fylgibréf HFJ - samningur við Markaðsstofu.pdf | 1 Drög að samningi sveitarfélaganna og Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.pdf | Lokaskýrsla Hafnarfjörður (1)-compressed.pdf | | |
| 4. 2203163 - Hellnahraun 4. áfangi-uppkaup á landi | 5. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4. september sl. Til umræðu. Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi gagntilboð frá Rio Tinto og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. Jafnframt er sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að útbúa tillögu vegna viðræðna um uppkaup á landi í eigu Lands og skóga. | Valdimar Víðisson tekur til máls. Guðmundur Árni Stefánsson kemur til andsvars sem Valdimar svarar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.
| Gagntilboð Rio Tinto tölvupóstur 29.08.2025.pdf | Minnisblað vegna skipti á lóðum við Rio Tinto Alcan og uppkaup á landssvæði vegna Hellnahrauns 4.pdf | | |
| 5. 2505348 - Ljósatröð, fyrirspurn um lóð, stýrishús veitna | 8.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 4. september sl. Veitur óska eftir lóð undir stýrishús við Ljósatröð. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs. Bæjarráð samþykkir úthlutun lóðarinnar i samræmi vijð fyrirliggjandi erindi og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar. | Samþykkt samhljóða. | Breyting á deiliskipulagi, lóð og stígur Ljósatröð-180725.pdf | Fyrirspurn til skipulags- eða byggingarfulltrúa.pdf | | |
| 6. 2507285 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting á greinargerð vegna Flensborgarhafnar | 4.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.september sl. Lögð fram lýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breytinga á texta í köflum 3.2.1, 3.2.2 og 3.3 í greinargerð vegna Flensborgarhafnar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leita umsagna við lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breytinga á texta í köflum 3.2.1, 3.2.2 og 3.3 í greinargerð aðalskipulags Flensborgarhafnar. Erindinu er vísað til samþykktar í bæjarstjórn. | Orri Björnsson tekur til máls. Stefán Már Gunnlaugsson kemur til andsvars sem Orri svarar.
Karólína Helga Símonardóttir tekur til máls. Orri kemur til andsvars sem Karólína svarar. Orri kemur til andsvars öðru sinni. Karólína svarar andsvari öðru sinni.
Samþykkt með tíu atkvæðum, fulltrúi Viðreisnar situr hjá. | Breyting á aðalskipulag Hafnarfjarðar, Skipulagslýsing vegna Flensborgarhafnar..pdf | ADALSK BR FLENSBH LYSING 040925.pdf | | |
| 7. 2204108 - Flatahraun 3, Verkalýðsfélagið Hlíf, húsaleigusamningur | Til umræðu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn samþykkir að setja á fót fimm manna starfshóp sem hafi það hlutverk að finna Félagi eldri borgara í Hafnarfirði hentugt húsnæði til framtíðar fyrir fjölbreytta og blómlega starfsemi félagsins. Þrír fulltrúar skulu skipaðir af bæjarráði en tveir komi frá fulltrúum eldri borgara, annar frá Félagi eldri borgara í Hafnarfirði og hinn frá Öldungaráði. Bæjarráð setur hópnum erindisbréf og óskar tilnefninga frá FEBH og öldungaráði í hópinn. Hópurinn skili niðurstöðum sínum til bæjarráðs fyrir lok október nk. Greinargerð: Í bréfi stjórnar FEBH til bæjarráðs frá því í byrjun júlí sl., sem hefur enn ekki komið til umfjöllunar í bæjarráði, kemur fram að leigusali hafi sagt upp leigusamningi við Hafnarfjarðarbæ vegna húsnæðis sem hýsir starfsemi Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Það er því mikilvægt að bregðast skjótt við og vinna að framtíðarlausn fyrir félagið. Hér er um gríðarlega mikilvæga og öfluga starfsemi að ræða og brýnt að koma í veg fyrir að rof verði á starfseminni. Hafnarfjarðarbær verður að leiða málið til lykta sem fyrst til þess að skerða ekki skipulagða starfsemi FEBH og einnig til þess að tryggja öryggi og stöðugleika í hjá félaginu til framtíðar. | Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Valdimar Víðisson kemur til andsvars. Guðmundur Árni svarar andsvari. Valdimar kemur að andsvari öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar. Þá kemur Rósa Guðbjartsdóttir til andsvars. Guðmundur Árni svarar andsvari. Rósa kemur til andsvars öðru sinni sem Guðmundur Árni svarar. Rósa kemur að stuttri athugasemd.
Þá tekur Valdimar Víðisson til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir ályktun opins félagsfundar Félags eldri borgara í Hafnarfirði (FEBH) frá 4. september 2025 og leggur áherslu á að tryggja félaginu öruggt og viðeigandi húsnæði án þess að röskun verði á starfsemi á miðju starfsári. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og undirbúa skipan sameiginlegs starfshóps í samstarfi við stjórn FEBH sem er í samræmi við tillögu í ályktun opins félagsfundar FEBH. Tillaga um skipan og erindisbréf starfshópsins verði lögð fyrir bæjarráð til afgreiðslu á næsta fundi ráðsins.
Guðmundur Árni kemur til andsvars sem Valdimar svarar. Guðmundur Árni kmeur til andsvars öðru sinni sem Valdimar svarar. Guðmundur Árni kemur að stuttri athugasemd sem og Valdimar.
Þá tekur Kristín Thoroddsen til máls. Guðmundur Árni kemur að andsvari. Þá kemur Stefán Már Gunnlaugsson að andsvari.
Helga Ingólfsdóttir tekur til máls. Guðmundur Árni kemur að andsvari. Þá kemur Stefán Már að andsvari.
Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni.
Forseti ber næst upp til atkvæða tillögu frá fulltrúum Samfylkingar sem lá fyrir í fundarboði. Er tillagan felld þar sem sex fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði gegn tillögunni . Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar greiða atkvæði með tillögunni.
Guðmundur Árni kemur að svohljóðandi bókun:
Samfylkingin lýsir undrun og óánægju með þá afstöðu meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, að fella tillögu jafnaðarmanna um samráð og samvinnu við Félag eldri borgara í Hafnarfirði. Tillagan er fullkomlega samhljóða ályktun félagsins frá sl. föstudegi. Framkoma bæjaryfirvalda, bæjarstjóra og meirihlutans við þetta öfluga félag eldri borgara er fyrir neðan allar hellur. Húseigandi lét fulltrúa bæjarins vita af uppsögn húsaleigusamnings fyrir ári síðan og það áréttað á fundum með bæjarstjóra í janúar og maí. Enn og aftur eru svörin á þann veg að málið sé í vinnslu en raunin er sú að allur síðasti vetur var látinn líða án þess að eldri borgurum væri kynnt staða málsins og mikilvægi þess að leita lausna. Tillaga okkar miðar að því að vinna málið hratt og vel í samvinnu við félag eldri borgara og Öldungaráð. Þessi framkoma meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks við eldri borgara í Hafnarfirði er til skammar og nú er tími til að bæta úr og finna strax viðunandi lausnir - það er ekki eftir neinu að bíða. Tillaga meirihlutans í málinu er nánast eins efnislega og tillaga jafnaðarmanna, en samt er hún felld af meirihlutanum. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Eðli málsins samkvæmt samþykkja fulltrúar Samfylkingarinnar tillögu meirihlutans enda er hún efnislega eins og tillaga okkar.
Þá ber forseti næst upp til atkvæða tillögu frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem lögð var fram á fundinum. Er tillagan samþykkt samhljóða.
Margrét Vala Marteinsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Meirihluti bæjarstjórnar skorar á Verkalýðsfélagið Hlíf að endurskoða þá ákvörðun að segja upp húsnæði Félags eldri borgara í Hafnarfirði áður en starfsári félagsins lýkur. Ljóst er að uppsögnin mun koma til með að raska starfsemi eldra fólks á miðju starfsári eftir rúmlega aldarfjórðungs farsælt samkomulag um húsnæðið. Meirihluti bæjarstjórnar hvetur Hlíf eindregið til að falla frá áformum um uppsögn að svo stöddu eða hið minnsta, veita að frest til loka starfsárs FEBH svo unnt sé í ró og reglu að finna og undirbúa varanlegt og viðeigandi húsnæði fyrir þessa mikilvægu starfsemi.
Eftir umræður hér á bæjarstjórnarfundi er engu líkara en oddviti Samfylkingar sé að reyna að verja verklag við þessa uppsögn af hálfu stjórnenda Hlífar þar sem framkvæmdastjóri Hlífar er fyrrverandi bæjarstjóri og oddviti Samfylkingar í Hafnarfirði. Leiða má líkum að því að hér sé um pólitískan leik núverandi og fyrrverandi oddvita Samfylkingar að ræða í því skyni að koma bæjaryfirvöldum í erfiða stöðu. Formleg uppsögn á húsnæðinu barst bæjarfélaginu ekki fyrr en í morgun og fyrirvarinn afar stuttur sem er ljóst að veldur uppnámi í starfi félags eldri borgara eins og að framan segir.
Guðmundur Árni kemur upp og ber af sér sakir.
| Bréf til bæjarráðs.pdf | Húsnæðismál ályktun.pdf | | |
| 8. 2411219 - Útboð skólamatar 2024-2025 | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá. | Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Að settur verður á fót samráðshópur sem í eiga sæti fulltrúar foreldra foreldraráða leik- og grunnskóla, starfsfólk leik- og grunnskóla og fulltrúi frá ungmennaráði ásamt fulltrúum mennta- og lýðheilsusviðs sem halda utan um vinnu hópsins. Samráðshópurinn hittist reglulega yfir skólaárið og þegar við á með þjónustuaðila skólamats. Tilgangur hópsins er að stuðla að milliliðalausu samtali og upplýsingaflæði milli hagaðila. Einnig að koma með tillögur að því að gera skólamáltíðir að gæðastundum í skólastarfinu og skoði kosti og galla þess að elda mat í skólanum eða fá aðkeyptan mat. Samráðshópurinn skoði að gera könnun meðal foreldra og nemenda um máltíðir í skólum og úrbætur í þeim efnum. Áfangaskýrslu verði skilað í desember og lokaskýrslu í maí.
Greinargerð: Að bjóða upp á mat fyrir nemendur og starfsfólk er mikilvægur þáttur skólastarfsins og hvernig nemendum líður í skólanum. Mikilvægt er að unnið sé markvisst að því að matmálstímar séu góðar og uppbyggjandi stundir og boðið sé upp á hollan mat. Nú er verið að skipta um þjónustuaðila með skólamat og það þarf að ganga vel fyrir sig. Hlutverk samráðshópsins er að styðja við það ferli og um leið nýta tækifærið til að meta hvernig gera má betur og efla þessa þjónustu í skólunum með því að skoða kosti og galla þess að fá aðkeyptan mat eða elda í skólanum og kalla eftir tillögum frá starfsfólki, nemendum og foreldrum. Tillagan er í samræmi við það ferli sem verið hefur í aðdraganda útboðs skólamáltíða þar sem leitast hefur verið við að eiga samráð við foreldra, nemendur og starfsfólks og í raun verið að festa það enn frekar í sessi.
Kristín Thoroddsen kmeur til andsvars og leggur til að málinu verði vísað til fræðsluráðs. Stefán Már svarar andsvari.
Forseti ber næst upp tillögu um að vísa málinu til umfjöllunar og vinnslu í fræðsluráði. Er það smaþykkt með 11 samhljóða atkvæðum. | | |
| 9. 2310818 - Hvaleyrarbraut 22, bruni, | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá leggja til að bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu bæjarráðs frá 4. sept. sl.
Fyrir liggur nýtt og endurbætt kauptilboð af hálfu Dverghamars til eigenda mannvirkja á lóðinni Hvaleyrarbraut 22. Í nýju tilboði skuldbindur tilboðsgjafi sig til þess að tryggja hreinsun lóðarinnar innan 8 vikna frá undirritun kaupsamnings og útgáfu tilskilinna leyfa, og færist þannig ábyrgð á skjótri hreinsun lóðarinnar frá eigendum mannvirkja til væntanlegs framkvæmdaraðila. Svo tryggja megi sem hraðasta hreinsun og uppbyggingu á lóðinni samþykkir bæjarráð að falla frá ákvörðun frá 2. maí sl. um að nýta sér 2. gr. lóðarleigusamnings og gera þess í stað sambærilegan samning um uppbyggingu og bærinn hefur gert við lóðarhafa m.a. á Hvaleyrarbraut 20, Hvaleyrarbraut 26-30.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun: Bæjarráðsmenn Samfylkingarinnar styðja þessa niðurstöðu málsins enda er hún í fullu samræmi við fyrri tillögur Samfylkingarinnar frá því í sumar.
Fulltrúi Viðreisnar styður málið. Það er mikilvægt að fá niðurstöðu í málið og almannahagsmunir skýrir að hreinsun svæðisins er forgangsatriði. | Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Valdimar Víðisson kemur að andsvari og leggur til að fyrirliggjandi tillögu verði vísað frá.
Guðmundur Árni svarar andsvari.
Forseti ber næst upp til atkvæða framkomna tillögu um að vísa málinu frá bæjarstjórn. Er tillagan samþykkt þar sem sex fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði með frávísun málsins. Fhórir fulltrúajr Samfylkingar greiuða atkvæði gegn frávísun málsins. Fulltrúi Viðreisnar situr hjá.
Guðmundur Árni kemur að svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar ítreka bókun fulltrúa flokksins í bæjarráði þann 4. september sl. Þessi afgreiðsla og niðurstaða málsins er í fullu samræmi við fyrri tillögur Samfylkingarinnar í þessu máli. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks áttaði sig um síðir á því að leið jafnaðarfólks í málinu var skynsamlegasta og raunhæfasta leiðin til lausnar þess. Það er því gríðarlega ánægjulegt að nú sjái fyrir endann á því ófremdarástandi sem verið hefur á þessu svæði í kjölfar brunans á Hvaleyrarbraut 22 árið 2023. Samfylkingin fagnar því að þetta mál er nú leyst og að hreinsun lóðar hefjist strax og síðan uppbygging. Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við tillögur jafnaðarfólks í málinu, t.d. á fundum bæjarráðs frá 7. ágúst sl., sem meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vísaði þá frá. En Samfylkingin áréttaði tillögur sínar um samkomulag í bæjarráði 21. ágúst og svo í bæjarstjórn 28. ágúst við litlar undirtektir meirihlutans. Það var svo í bæjarráði 4. september sem meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks féllst loks á leið Samfylkingarinnar. Það er fagnaðarefni, en um leið hörmum við hvað málið hefur tekið langan tíma og velkst fram og til baka í kerfinu án niðurstöðu. Það hefði verið hægt að leysa málið fljótt og vel ef fallist hefði verið í upphafi á tillögur okkar í Samfylkingunni.
Rósa Guðbjartsdóttir kemur að svohljóðandi bókun:
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar fagnar niðurstöðu bæjarráðs frá í síðustu viku. Það hefur tekið hátt í tvö ár að ná samkomulagi við eigendur húsnæðisins en málið var óvenju flókið þar sem eigendur á svæðinu eru hátt í 20 talsins. Eftir talsverða biðlund bæjaryfirvalda um hreinsun rústanna og áætlun um uppbyggingu sá bærinn sig tilneyddan til að leysa til sín lóðina í byrjun maí síðastliðnum. Allir kjörnir fulltrúar í bæjarráði voru því sammála! Um miðjan júní barst bænum annað erindi frá eigendum sem einnig var synjað. Allir kjörnir fulltrúar í bæjarráði voru því sammála! Í sumar var engu að síður enn reynt að finna flöt á næstu skrefum í málinu, ekki síst til að flýta aðkallandi hreinsun á svæðinu. Sú vinna var í gangi á hásumri og þótt oddvita vinstri manna í bæjarstjórn hafi verið fullkunnugt um það lagði hann engu að síður fram tillögu sem fólst í því að draga til baka ákvörðun sem hann sjálfur studdi nokkrum vikum áður. Bæjarráðsfulltrúar vissu að það var ekki hægt á þeirri stundu. Bæjarfélaginu barst svo í síðustu viku nýtt tilboð frá hagaðilum þar sem komin var skýrari ábyrgð um hreinsun lóðarinnar en í fyrra tilboði. Meirihlutinn lagði það því til á fundi bæjarráðs 5. sept. sl. að gengið yrði að nýja tilboðinu. Það var að sönnu ánægjulegt að bæjarráðsfulltrúar voru allir enn og aftur sammála og að þessu sinni um lyktir málsins. Það er því fagnaðarefni að loks verði hægt að hreinsa svæðið og hefja íbúðauppbyggingu.
| | |
| 10. 1504199 - Hinseginfræðsla í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá og leggja fram eftirfarandi tillögu að ályktun bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Mikilvægt er að opinberir aðilar standi með baráttu þessa hóps fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda og fordæmi hverskyns hatursorðræðu, fordóma og mismunun. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því jafnframt yfir að Hafnarfjörður mun halda áfram að styðja við öll börn og ungmenni í grunnskólum bæjarins með áframhaldandi hinsegin fræðslu á vegum Samtakanna 78 í grunnskólum Hafnarfjarðar, mannréttindafræðslu á unglingastigi og áframhaldi hinsegin hittings í félagsmiðstöðvum fyrir 5.-10. bekk. Þannig leggur Hafnarfjörður sitt af mörkum til þess að tryggja það að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi. | Kolbrún Magnúsdóttir tekur til máls og leggur fram svobreytta tillögu að ályktun:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu. Mikilvægt er að opinberir aðilar standi með baráttu þessa hóps fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda og fordæmi hverskyns hatursorðræðu, fordóma og mismunun. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því jafnframt yfir að Hafnarfjörður mun halda áfram að styðja við öll börn og ungmenni í grunnskólum bæjarins með áframhaldandi hinsegin fræðslu í grunnskólum bæjarins, sem hefur verið sinnt á grundvelli samnings við Samtökin 78, mannréttindafræðslu á unglingastigi og hinsegin hittings í félagsmiðstöðvum bæjarins fyrir 5.-10. bekk. Þannig leggur Hafnarfjörður sitt af mörkum til þess að tryggja það að öll upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.
Fundarhlé kl. 17:23. Fundi framhaldið kl. 17:31.
Kolbrún tekur til máls öðru sinni og leggur fram svobreytta tillögu ályktun:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar stendur með transfólki og hinsegin samfélaginu öllu. Mikilvægt er að opinberir aðilar standi með baráttu þessa hóps fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda og sporni gegn hverskyns hatursorðræðu og mismunun.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir því jafnframt yfir að Hafnarfjörður mun halda áfram að styðja við öll börn og ungmenni í grunnskólum bæjarins með hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar, mannréttindafræðslu á unglingastigi og áframhaldi hinsegin hittings í félagsmiðstöðvum fyrir 5.-10. bekk.
Þannig leggur Hafnarfjörður sitt af mörkum til þess að tryggja það að öll ungmenni upplifi sig velkomin og örugg í okkar samfélagi.
Rósa Guðbjartsdóttir tekur til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Þess er farið á leit að gerð verði greining og úttekt á stöðu hinsegin ungmenna í Hafnarfirði með tilliti til markmiða sem fram koma í jafnréttis- og mannréttindastefnu Hafnarfjarðarbæjar sem samþykkt var 2017. Ennfremur er óskað eftir því að mennta- og lýðheilsusvið geri tillögur að fyrirkomulagi hinsegin fræðslu fyrir skólaárið 2026-2027 eftir úttekt og endurskoðun þar á. Mikilvægt er að starfið og verkefnin séu í sífelldri þróun út frá nýjum áherslum og samfélagsbreytingum. Samningur við Samtökin 78 verði endurnýjaður til eins árs nú í upphafi skólaárs. Tillögunni verði vísað til mennta- og lýðheilsusviðs.
Stefán Már Gunnlaugsson tekur til máls. Einnig Valdimar Víðisson. Þá tekur Karólína Helga Símonardóttir einnig til máls.
Forseti ber næst upp framkomnar tillögu að ályktun og er hún samþykkt samhljóða. Þá ber forseti upp tillögu um að gerð verði greining og úttekt á stöðu hinsegin ungmenna í Hafnarfirði. Er tillagan samþykkt samhljóða.
| | |
| | | 11. 2501140 - Fundargerðir 2025, til kynningar í bæjarstjórn | Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 3.september sl. a. Fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 13.júní og 15.ágúst sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 3. september sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 4.september sl. Fundargerð bæjarráðs frá 4.september sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 20.ágúst sl. b. Fundargerð heilbrigðiseftirlits frá 25.ágúst sl. c. Fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 27.ágúst sl. d. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 15.ágúst sl. Fundargerð forsetanefndar frá 8.september sl. | | |
|
| | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47 |
|