| 6. 2509008F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 412 |
| Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 412 lögð fram. |
| Fundargerð lögð fram. |
6.1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar |
6.2. 2504365 - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf Gögn sýna að enn er lítið barnastarf hjá félaginu. Erindi vegna uppbyggingu svæðisins er vísað til framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu.
|
6.3. 2508262 - Fyrirspurn vegna fristundastyrks Fyrirspurn lögð fram. |
6.4. 2509779 - Erindi frá fulltrúa Viðreisn um nýtingu frístundastyrk Íþróttafulltrúi kynnti nýtingu á frístundastyrk.
Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun: Frístundastyrkurinn er ekki forréttindi heldur réttur barna. Markmiðið á að vera að öll börn hafi raunverulegt tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir. Viðreisn leggur til að styrkurinn verði hækkaður, að hann byrji frá 4?5 ára aldri og gildi til 18 ára. Jafnframt leggur Viðreisn til að horfið verði frá mánaðarlegum styrkjum og að hvert barn fái einn árlegan styrk sem það má nýta að vild, líkt og tíðkast í öðrum sveitarfélögum. Þannig má tryggja sveigjanleika og fyrirbyggja ójöfnuð og mögulega mismunun milli kynja. Einnig þarf að semja við íþrótta- og tómstundafélög til að tryggja að hækkaðir styrkir renni í reynd til foreldra en verði ekki nýttir til að hækka iðkendagjöld. Annars tapast tilgangurinn með frístundastyrknum.
|
6.5. 2508159 - Rekstrarsamningur við Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar Ráðið fagnar stöðu mála gagnvart Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar. |
6.6. 2209799 - Frisbígolfvöll í uppland Hafnarfjarðar Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur Hafnarfjarðarbæ til að hefja samninga við Frisbígolffélagið um samstarf til að byggja upp nýjan frisbígolfvöll og efla þátttöku almennings í þessu útivistarsporti. Erindinu vísað til framkvæmdasviðs og fjárhagsvinnu þar vegna ársins 2026
|
6.7. 2508197 - Eftirlitsnefnd um fjármál íþróttafélaga, ársskýrsla 2025 Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun: Mjög mikilvægt er að íþróttafélög virði samninga sem gerðir hafa verið við Hafnarfjarðarbæ og ráðstafi fjármunum samkvæmt gerðum samningum. Ekki verður séð að eftirlitsnefndin hafi kafað djúpt í ársreikninga og bókhald hjá FH. Í rauninni um kattarþvott að ræða sem segir ekkert til um raunverulega stöðu mála. Skýrslan sem Deloitte gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ árið 2024 um byggingarkostnað Skessunnar og fjármál aðalstjórnar FH gaf til kynna að rík ástæða er til að farið verði nánar ofan í fjármál aðalstjórnar FH undanfarin ár.
|
6.8. 2401611 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, fundargerðir Lagt fram til kynninga. |
6.9. 2508267 - Kaplakriki, handboltahús, áhorfendapallar Ljóst er að áhorfendapallarnir eru komnir til ára sinna og nauðsynlegt er að endurnýja þá. Erindinu vísað til framkvæmdasviðs en vinna þarf að hefjast sem fyrst við hönnun nýrra áhorfendapalla sem passa inn í húsið og aðstöðuna þar. |
|
|