Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 563

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
23.10.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
María Jonný Sæmundsdóttir varaformaður,
Hilmar Ingimundarson aðalmaður,
Kolbrún Magnúsdóttir aðalmaður,
Gauti Skúlason aðalmaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Hugrún Valtýsdóttir, Ritari fræðsluráðs
Auk ofantalinna sátu fundinn:
Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri, Erla Karlsdóttir þróunarfulltrúi grunnskóla, Tinna Rós Steinsdóttir rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundamál, Eiríkur Stephensen skólastjóri tónlistarskóla, Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri hagdeild, Margrét Sverrisdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Inga Fríða Tryggvadóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Össurardóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Lóa Björk Hallsdóttir áheyrnafulltrúi starfsfólks leikskóla, Elísa Axelsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Svanhildur Ýr Sigurþórsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Margrét T. L. Hallgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
Kynning á tillögum.
Fjárhagsáætlun til umræðu.
2. 1812064 - Reglur um frístundastyrki
Drög að reglum um frístundastyrk lagðar fram.
Drög lögð fram til umræðu.
3. 2510451 - Hvaleyrarskóli erindi
Lagt fram.
Fræðsluráð vísar erindi til umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Fundargerðir
4. 2509651 - Fundargerðir ungmennaráðs
Fundargerð ungmennaráðs lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
5. 2505032F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 410
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 410 lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
5.1. 2501430 - Sumarstörf Hafnarfjarðar 2025
Koldís María Eymundsdóttir umsjónarmaður Vinnuskólans gerði grein fyrir stöðu ráðninga og fjölda umsókna.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Koldísi fyrir góða kynningu.
5.2. 2502672 - Pílukastfélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarfssamning
Í bígerð er að opna aðstöðu í íþróttahúsi Skarðshlíðarskóla og hefja þar æfingar.
Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með framtakið.
5.3. 2502688 - Þjóðhátíðardagur 2025, 17. júní
Farið yfir dagskrá.
5.4. 2308496 - Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
Rætt um aðstöðu félagsins.
5.5. 1809488 - Tjaldstæðið, Víðistaðatúni
Umhverfis- og framkvæmdaráð tók málið fyrir á fundi sínum 28. maí 2025 og leggur til að samningur við Hraunbúa um rekstur tjaldsvæðisins verði endurskoðaður og núverandi samning því sagt upp. Erindinu er vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.
Íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar samþykkir að hefja endurskoðun á samningi við Hraunbúa vegna reksturs tjaldsvæðisins, á grundvelli þeirra samtala sem átt hafa sér stað milli aðila á árinu.

Umrædd samskipti hafa verið í gangi og hefur Umhverfis- og framkvæmdaráð tryggt áframhaldandi rekstur tjaldsvæðisins í sumar í samráði við Hraunbúa.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að viðhalda góðu og traustu samstarfi við Hraunbúa.
5.6. 2401291 - Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar húsnæðisaðstaða
Búið er að segja upp leigusamningi að Dalshrauni 10 þar sem Hnefaleikafélagið er til húsa. Verið er að skoða og undirbúa nýja aðstöðu á Völlunum.
Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar að komið sé viðeigandi aðstaða fyrir Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar og leggur til að leigusamningurinn verði samþykktur.
5.7. 2003267 - Hestamannafélagið Sörli, rekstrarsamningur 2020
Miðvikudaginn 4. júní kl. 17:00 verður nýja reiðhöll Sörla vígð og ritað undir nýjan rekstrarsamning varðandi reiðhöllina.
5.8. 2401609 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB) fundargerðir
Nýjasta fundargerð lögð fram.
5.9. 1509776 - Ungmennaráð, fundargerð
Nýjasta fundargerð lögð fram.
6. 2509008F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 412
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 412 lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
6.1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Á fundi bæjarstjórnar þ. 18. júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar

Kosið í ráð og nefndir til eins árs:
Kosið til 1 árs:


Bæjarstjórn staðfestir samhljóða eftirfarandi kosningu:

Íþrótta- og tómstundanefnd
Aðalfulltrúi Kristjana Ósk Jónsdóttir, Heiðvangi 58 (D)
Aðalfulltrúi Erlingur Örn Árnason, Suðurholti 5 (B)
Aðalfulltrúi Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14 (S)

Varafulltrúi Díana Björk Olsen, Nönnustíg 13 (D)
Varafulltrúi Ómar Freyr Rafnsson, Fagrahvammi 2b (B)
Varafulltrúi Árni Þór Finnsson, Suðurvangi 15 (S)


Á fundi bæjarstjórnar þann 27. ágúst var staðfest eftirfarandi skipan í íþrótta- og tómstundaráð:
Áheyrnarfulltrúi Júlíus Andri Þórðarson, Lindarbergi 6 (C).
Vara áheyrnarfulltrúi Helga Björg Jóhönnu Arnardóttir, Öldutúni 10 (C)
6.2. 2504365 - Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf
AÍH óskar eftir áframhaldandi viðræðum um gerð samnings við Hafnarfjarðarbæ um uppbyggingu íþróttasvæðis.
Gögn sýna að enn er lítið barnastarf hjá félaginu.
Erindi vegna uppbyggingu svæðisins er vísað til framkvæmdasviðs til frekari úrvinnslu.
6.3. 2508262 - Fyrirspurn vegna fristundastyrks
Lögð fram fyrirspurn frá fulltrúa Samfylkingar varðandi frístundastyrk

Óskað er eftir greinargerð um frístundastyrkinn þar sem meðal annars komi fram upplýsingar um eftirfarandi:
a) Tilurð hans og reglur. Breytingar frá upphafi.
b) Þróun upphæðar frá upphafi.
c) Samanburður við önnur sveitarfélög hvað varðar upphæð og reglur.
d) Nýting frístundarstyrksins eftir aldri, kyni og þjóðerni nokkur ár aftur í tímann.
Fyrirspurn lögð fram.
6.4. 2509779 - Erindi frá fulltrúa Viðreisn um nýtingu frístundastyrk
Lagt fram erindi fulltrúa Viðreisnar um frístundastyrk.



Íþróttafulltrúi kynnti nýtingu á frístundastyrk.

Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Frístundastyrkurinn er ekki forréttindi heldur réttur barna. Markmiðið á að vera að öll börn hafi raunverulegt tækifæri til að stunda íþróttir og tómstundir.
Viðreisn leggur til að styrkurinn verði hækkaður, að hann byrji frá 4?5 ára aldri og gildi til 18 ára. Jafnframt leggur Viðreisn til að horfið verði frá mánaðarlegum styrkjum og að hvert barn fái einn árlegan styrk sem það má nýta að vild, líkt og tíðkast í öðrum sveitarfélögum. Þannig má tryggja sveigjanleika og fyrirbyggja ójöfnuð og mögulega mismunun milli kynja.
Einnig þarf að semja við íþrótta- og tómstundafélög til að tryggja að hækkaðir styrkir renni í reynd til foreldra en verði ekki nýttir til að hækka iðkendagjöld. Annars tapast tilgangurinn með frístundastyrknum.
6.5. 2508159 - Rekstrarsamningur við Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar
Íþróttafulltrúi kynnti stöðu mála varðandi nýja aðstöðu og rekstrarsamning við Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar.
Ráðið fagnar stöðu mála gagnvart Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar.
6.6. 2209799 - Frisbígolfvöll í uppland Hafnarfjarðar
Tekið fyrir erindi Frísbígolffélags Hafnarfjarðar um samstarf og uppbyggingu á frisbígolfvelli í skóglendi í upplandi Hafnarfjarðar.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur Hafnarfjarðarbæ til að hefja samninga við Frisbígolffélagið um samstarf til að byggja upp nýjan frisbígolfvöll og efla þátttöku almennings í þessu útivistarsporti.
Erindinu vísað til framkvæmdasviðs og fjárhagsvinnu þar vegna ársins 2026
6.7. 2508197 - Eftirlitsnefnd um fjármál íþróttafélaga, ársskýrsla 2025
Íþróttafulltrúi fór yfir helstu atriði úr ársyfirliti eftirlitsnefndar um fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga.
Fulltrúi Samfylkingarinnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Mjög mikilvægt er að íþróttafélög virði samninga sem gerðir hafa verið við Hafnarfjarðarbæ og ráðstafi fjármunum samkvæmt gerðum samningum.
Ekki verður séð að eftirlitsnefndin hafi kafað djúpt í ársreikninga og bókhald hjá FH. Í rauninni um kattarþvott að ræða sem segir ekkert til um raunverulega stöðu mála. Skýrslan sem Deloitte gerði fyrir Hafnarfjarðarbæ árið 2024 um byggingarkostnað Skessunnar og fjármál aðalstjórnar FH gaf til kynna að rík ástæða er til að farið verði nánar ofan í fjármál aðalstjórnar FH undanfarin ár.
6.8. 2401611 - Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, fundargerðir
Fundargerðir Íþróttabandalagsins nr.20 frá 10. júní 2025 og nr.21 frá 3.september 2025 lagðar fram.
Lagt fram til kynninga.
6.9. 2508267 - Kaplakriki, handboltahús, áhorfendapallar
Erindi frá FH vegna áhorfendapalla sem vísað er til nefndarinnar frá bæjarráði.
Ljóst er að áhorfendapallarnir eru komnir til ára sinna og nauðsynlegt er að endurnýja þá. Erindinu vísað til framkvæmdasviðs en vinna þarf að hefjast sem fyrst við hönnun nýrra áhorfendapalla sem passa inn í húsið og aðstöðuna þar.
7. 2509027F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 413
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 413 lögð fram.
Fundargerð lögð fram.
7.1. 2510030 - Beiðni um aðstöðu
Kynning frá Elvari Ólafssyni, eiganda Berserkja, þar sem hann kynnir starfsemina og ræðir við ráðið um beiðni sína.
Kynningu frestað fram á næsta fund vegna veikinda.
7.2. 2510034 - Íþróttafélagið Fjörður, beiðni um styrk í þágu farsældar fatlaðra íþróttamanna
Íþróttafélagið Fjörður sækir um styrk til íþrótta- og tómstundanefndar til að efla starfsemi sína og ná til yngri iðkenda.
Málið er lagt fram.
7.3. 2401609 - Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB) fundargerðir
Lagðar fram fundagerðir samstarfsnefndar skíðasvæðanna nr. 428, 429 og 430 auk viðhalds- og fjárfestingaáætlunnar fyrir Bláfjöll, og samþykktri fjárhagsáætlun og gjaldskrá skíðasvæðanna 2026.
Lagt fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta