Til bakaPrenta
Fræðsluráð - 564

Haldinn í Krosseyri, Linnetsstíg 3,
29.10.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Kristín María Thoroddsen formaður,
María Jonný Sæmundsdóttir varaformaður,
Hilmar Ingimundarson aðalmaður,
Gauti Skúlason aðalmaður,
Karólína Helga Símonardóttir áheyrnarfulltrúi,
Kolbrún Lára Kjartansdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Hugrún Valtýsdóttir, ritari fræðsluráðs
Auk ofantalinna sátu fundinn:
Árný Steindóra Steindórsdóttir staðgengill sviðstjóra, Erla Karlsdóttir þróunarfulltrúi grunnskóla, Tinna Rós Steinsdóttir rekstrarstjóri íþrótta- og tómstundamála, Eiríkur Stephensen skólastjóri tónlistarskóla, Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri hagdeildar, Inga Fríða Tryggvadóttir fulltrúi leikskólastjóra, Margrét Össurardóttir áheyrnarfulltrúi grunnskólakennara, Elísa Axelsdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Svanhildur Ýr Sigurþórsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra grunnskólabarna, Erna Eiríksdóttir varaáheyrnarfulltrúi foreldra leikskólabarna.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2209167 - Hamranesskóli
Lagt fram.
Óskað eftir að sviðsstjóri leggi fram nýja tímalínu fyrir næsta fund.
2. 2510490 - Öldutúnsskóli, breytingar innandyra á húsnæði
Erindi frá Öldutúnsskóla lagt fram til afgreiðslu.
Samþykkt, vísað til umhverfis- og framkvæmdasviðs.
3. 2510451 - Hvaleyrarskóli erindi
Lagt fram til afgreiðslu.
Samþykkt, vísað til umhverfis- og framkvæmdasviðs.
4. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
Fjárhagsáætlun lögð fram til afgreiðslu.
Tillögum Fræðsluráðs vísað til Bæjarráðs.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja áherslu á ábyrga og farsæla fjármálastjórnun samhliða því að tryggja áframhaldandi gott þjónustustig. Leitast er við með tillögum sem lagðar hafa verið fram að þróa þjónustu í takt við þarfir íbúa og stuðla að bættri velferð og auknum lífsgæðum íbúa.
Meirihluti fræðsluráðs þakkar fyrir gott samstarf meðal allra kjörinna fulltrúa í fræðsluráði við vinnslu tillagnanna.
5. 2510601 - Morgunmatur í grunnskólum
Fyrirspurn frá Viðreisn varðandi hafragraut í grunnskólum.
Vísað til sviðstjóra mennta- og lýðheilsusviðs.

Fulltrúi Viðreisnar kallar eftir upplýsingum hvort byrjað sé að bjóða upp á hafragraut aftur í grunnskólum bæjarins?
Í hvaða skólum er verið að bjóða upp á hafragraut?
Í hvaða skólum er ekki verið að bjóða upp á hafragraut. Hvers vegna er ekki verið að bjóða upp á hann í þeim skólum?
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45 

Til bakaPrenta