Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
14.01.2026 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Viktor Sigurðsson aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Katrín Heiðar aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2512637 - Einhella 9, viðbygging
Sigríður Ólafsdóttir f.h. lóðarhafa sækir 17.12.2025 um viðbyggingu við núverandi byggingu. Opnað verður á milli bygginganna að hluta til. Ásamt tengingu á milli bygginga eru gerðar smávægilegar breytingar á innra fyrirkomulagi efri hæðar í núverandi byggingu.
Byggingaráform samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2512208 - Öldugata 17, breyting, bílskúr, MHL.02
Eyjólfur Valgarðsson f.h. lóðarhafa sækir 4.12.2025 um leyfi fyrir bílgeymslu á tveimur hæðum. Neðri hluti verður steinsteyptur en efri hluti úr timbri.
Erindinu er synjað, samræmist ekki deiliskipulagi.
Sambærilegt erindi var áður tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 5.7.2023 og var því synjað, með vísan til umsagnar skipulags dags. 23.1.2023, sem er enn í gildi.
Öldugata 17, umsögn skipulags 23.01.2023.pdf
D-hluti fyrirspurnir
3. 2511420 - Suðurgata 79, fyrirspurn
GJíbúðir ehf. leggja 20.11.2025 fram fyrirspurn varðandi skiptingu fasteignar í 3 matshluta.
Tekið er neikvætt í erindið, samræmist ekki byggingarreglugerð.
E-hluti frestað
4. 2512711 - Linnetsstígur 9a, breyting
Halldór Eiríksson f.h. lóðarhafa sækir 22.12.2025 um leyfi fyrir hurð út í garð á þegar byggðu húsi.
Frestað, gögn ófullnægjandi.
F-hluti önnur mál
5. 2601100 - Víðistaðatún, hundasýning, viðburður
Marta Sólveig Björnsdóttir f.h. Schäferdeild HRFÍ sækir 7.1.2026 um leyfi fyrir sýningarhaldi á Víðistaðatúni 9.-10.5.2026.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa heimilar afnot af Víðistaðatúni 9.- 10. maí 2026 en bendir á að vegna afnota af salerni og tjaldsvæði þarf að hafa samráð við Hraunbúa þar sem þeir eru umsjónaraðilar þess. Það má búast við að gestir verði á tjaldsvæðinu þennan tíma og verður að taka tillit til þeirra sem og viðburða er kunna að vera í kirkjunni á sama tíma. Allt rusl skal fjarlægt og skal skila svæðinu í viðunandi ástandi.
6. 2601133 - Hellisgerði kvikmyndataka
Jón Lindsay sækir 8.1.2026 um leyfi til kvikmyndatöku í Hellisgerði þann 5.2.2026, gert er ráð fyrir upptökum í ca. 4 tíma að morgni.
Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður og sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar kvikmyndagerðar. Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta