Til bakaPrenta
Skipulags- og byggingarráð - 830

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
04.09.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Skarphéðinn Orri Björnsson formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður,
Guðrún Lísa Sigurðardóttir aðalmaður,
Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi, Anne Steinbrenner verkefnastjóri og Ívar Bragason bæjarlögmaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 27. ágúst sl. vegna breytinga á varamanni í skipulags- og byggingarráði. Birna Lárusdóttir fer út sem varamaður og Bjarni Lúðvíksson tekur sæti í hennar stað.
Lagt fram.
Bæjarstjórn - 1959 (27.8.2025) - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar.pdf
2. 2505497 - Óseyrarbraut 1-3, breyting á deiliskipulagi
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkti þann 10. júlí sl. að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Óseyrarbrautar 1-3. Tillagan gerir ráð fyrir 123 íbúðum í 3-6 hæða byggingum ásamt leikskóla og rými fyrir verslun og þjónustu. Tillagan var í auglýsingu 17.7-1.9.2025. Umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma lagðar fram.
Lagt fram. Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu vinna úr framlögðum athugasemdum.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
3. 2111309 - Hellnahraun 4, deiliskipulag
Skipulags- og byggingarráð samþykkti 26.6.2025 að tillaga að deiliskipulagi Hellnahrauns 4 yrði auglýst. Tillagan var auglýst tímabilið 17.7-28.8.2025. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda. Umsagnir og athugasemdir sem bárust á kynningartíma lagðar fram.
Lagt fram. Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu vinna úr framlögðum athugasemdum.
Slóð á Skipulagsgátt.pdf
4. 2507285 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, breyting á greinargerð vegna Flensborgarhafnar
Lögð fram lýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breytinga á texta í köflum 3.2.1, 3.2.2 og 3.3 í greinargerð vegna Flensborgarhafnar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leita umsagna við lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna breytinga á texta í köflum 3.2.1, 3.2.2 og 3.3 í greinargerð aðalskipulags Flensborgarhafnar. Erindinu er vísað til samþykktar í bæjarstjórn.
Breyting á aðalskipulag Hafnarfjarðar, Skipulagslýsing vegna Flensborgarhafnar..pdf
5. 2208015 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2026-2038
Vinnufundur. Skipulagsráðgjafar mæta til fundarins.
Fundargerðir
6. 2508015F - Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 76
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=_FXLQXDhEO0l5D6u9W9pQ1
7. 2508013F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 73
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
https://hafnarfjordur.is/fundagerd/?meeting_id=azfuVnLTGESzmgOUNzElQ1
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30 

Til bakaPrenta