Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
15.10.2025 og hófst hann kl. 09:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir byggingafulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2508190 - Stálhella 18, MHL.01, breyting
Davíð Árnason f.h. lóðarhafa sækir 15.08.2025 um 200 ferm. stækkun á byggingu í mhl.01. Við stækkunina bætast við 4 geymslubil og verða þá samtals 32 geymslur í húsinu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2508191 - Stálhella 18, MHL.02, byggingarleyfi
Davíð Árnason f.h. lóðarhafa sækir 15.08.2025 um leyfi til að byggja stálgrindarhús klætt samlokueiningum. Byggingin er önnur byggingin sem rís á lóðinni. Í byggingunni eru 22 geymslubil/rými.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2507200 - Tunguhella 10G, þegar gerðar breytingar
TJ Verktakar ehf. sækja 11.07.2025 um þegar gerðar breytingar. Tveimur gluggum er bætt við á vesturhlið hússins í MHL.01.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2209376 - Hringhamar 39-41, MHL.01, byggingarleyfi
Guðmundur Gunnlaugsson sækir um byggingarleyfi fyrir mhl.01 á lóðinni Hringhamri 39-41.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
5. 2510241 - Íshella 1, breyting
Jón Magnús Halldórsson f.h. lóðarhafa sækir 13.10.2025 um breytingu á innra skipulagi. Brunamál uppfærð m.a. flóttaleiðir, bætt við rekkum í sal og greinargerð brunahönnuðar uppfærð.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
C-hluti tilkynningarskyldar framkvæmdir
6. 2510195 - Kaplakriki-Flatahraun, tilkynningarskyld framkvæmd, breyting
Sigríður Magnúsdóttir f.h. lóðarhafa sækir 09.10.2025 um breytingu á áður samþykktu erindi: mál 2407479. Fallið frá stækkun eyju við tæknirými. Breytt staðsetning inntaks og spennistöðvar. Breytt staðsetning greiðsluvélar og þeim fjölgað í tvær.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
F-hluti önnur mál
7. 2509860 - Krýsuvíkurvegur, kvikmyndataka
Andri Óskarsson sækir 23.09.2025 um leyfi til kvikmyndatöku í landi bæjarins við Krýsuvíkurveg í júní eða júlí 2026.
Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður.
Allt rusl og drasl skal fjarlægt að kvikmyndatöku lokinni og svæðið skilið eftir í sama ástandi og fyrir tökur. Vakin er athygli á að svæðið er hverfisverndað sem þýðir m.a. þau almennu ákvæði að þar má ekki raska landi né spilla minjum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta