Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 535

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
01.07.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Alexander Árnason varamaður,
Fundargerð ritaði: Erna Aradóttir, ritari fjölskylduráðs
Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502916 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði2024-2028
Gjaldskrá lögð fram til afgreiðslu.
Fjölskylduráð samþykkir breytingar á gjaldskrá í sérhæfðri akstursþjónustu sem snýr að tímabilskortum.
Tímabilskort í akstursþjónustu - minnisblað 1.7.2025.pdf
2. 2506531 - Samningur um ræstingu
Samningur lagður fram til kynningar.
Elín Ósk Baldursdóttir, deildarstjóri, mætir til fundar undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar Elínu Ósk Baldursdóttur fyrir kynninguna.
3. 2505456 - Fjölskyldu- og barnamálasvið - uppgjör 2025
Sviðsstjóri leggur fram minnisblað. Ólafur Heimir Guðmundsson sérfræðingur í hagdeild mætir til fundar undir þessum lið.
Fjölskylduráð þakkar Guðlaugu Ósk Gísladóttur, Guðmundi Sverrissyni og Ólafi Heimi Guðmundssyni fyrir kynninguna.
4. 2506560 - Úttekt á málaflokki fatlaðs fólks í Hafnarfirði
Samningur lagður fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
5. 2501239 - Reglur um NPA (notendastýrð persónulega aðstoð)
Sviðsstjóri leggur fram minnisblað.
Fjölskylduráð felur sviðsstjóra að gera tillögu að breytingum á reglum um NPA í samræmi við minnisblað. Þegar drög að uppfærðum reglum verða kynntar í fjölskylduráði munu þær jafnframt vera kynntar í Samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
6. 2501358 - Húsnæði fyrir fatlað fólk - uppbygging
Lagt fram.
Fjölskylduráðs leggur áherslu á að gerð verði húsnæðisáætlun fyrir fatlað fólk. Fjölskylduráð óskar eftir að vinna verði hafin við gerð húsnæðisáætlunar fyrir fatlað fólk til ársins 2038.

Slík áætlun er forsenda þess að sveitarfélagið geti staðið við lagalegar skyldur sínar og tryggt fötluðu fólki viðeigandi og fjölbreytt búsetuúrræði, í samræmi við þarfir og réttindi hvers og eins. Með vísan í bókun ráðsins frá 11. mars sl. óskar fjölskylduráð eftir því að vinna hefjist og taki mið af núverandi stöðu og þróun í íbúðamálum næstu ár. Mikilvægt er að greining fari fram á þörfum á mismunandi búsetuformum, staðsetningu og mögulegri nýtingu lóða. Slík heildstæð áætlun styður við markmið sveitarfélagsins um sjálfstætt líf, valdeflingu og samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks.
Húsnæðisáætlun fyrir fatlað fólk1.7.2025.pdf
7. 2204108 - Flatahraun 3, Verkalýðsfélagið Hlíf, húsaleigusamningur
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
8. 2506556 - Heimahreyfing
Frestað.
9. 2403403 - Barnavernd - staða mála
Lagt fram.
Lagt fram til kynningar. Fjölskylduráð þakkar Kolbrúnu Þorkelsdóttur deildarstjóra og Ólafi Heimi Guðmundssyni fyrir kynninguna.
10. 1912116 - Flóttamenn, samræmd móttaka
Lagt fram.
Lagt fram.
Hafnarfjarðarbær hefur á undanförnum árum veitt stuðing til einstaklinga sem fá stöðu hér á landi og hefur öðlast viðamikla þekkingu og reynslu á því sviði.
Fjölskylduráð leggur áherslu á að félags- og húsnæðismálaráðuneytið hafi samráð um úrfærslu á áframhaldi þjónustu við þennan hóp.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta