Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3685

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
26.06.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Rósa Guðbjartsdóttir formaður,
Margrét Vala Marteinsdóttir varaformaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi,
Sigurður Nordal sviðsstjóri,
Valdimar Víðisson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Bæjarlögmaður


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar
2.liður úr fundargerð bæjarstjórnar frá 18.júní sl.
Kosið í ráð og nefndir til eins árs:
Kosið til 1 árs:

Bæjarráð
Formaður Rósa Guðbjartsdóttir, Kirkjuvegi 7 (D)
Varaformaður Margrét Vala Marteinsdóttir, Selvogsgötu 22 (B)
Aðalfulltrúi Orri Björnsson, Kvistavöllum 29 (D)
Aðalfulltrúi Guðmundur Árni Stefánsson, Norðurbakka 11a (S)
Aðalfulltrúi Árni Rúnar Þorvaldsson, Stekkjarhvammi 5 (S)

Varafulltrúi Valdimar Víðisson, Brekkuási 7 (B)
Varafulltrúi Kristinn Andersen, Austurgötu 42 (D)
Varafulltrúi Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4 (D)
Varafulltrúi Stefán Már Gunnlaugsson, Drangsskarði 17b (S)
Varafulltrúi Hildur Rós Guðbjargardóttir, Ölduslóð 5 (S)

Áheyrnarfulltrúi Jón Ingi Hákonarson, Nönnustíg 5 (C)
Varaáheyrnarfulltrúi Karólína Helga Símonardóttir, Hlíðarbraut 5 (C)
2. 2501113 - Suðurhöfn, breyting á deiliskipulagi
Guðmundur Óskarsson, Hildur Ingvarsdóttir og Jón B. Stefánsson frá Skólastræti, Gizur Bergsteinsson hrl. og Haraldur Sverrisson ráðgjafi mæta til fundarins.
Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:

Jafnaðarmenn hafa frá upphafi stutt áform um flutning Tækniskólans til Hafnarfjarðar og ýtt á meirihluta bæjarstjórnar í þeim efnum, m.a. vegna hægagangs á útvegun byggingarhæfrar lóðar og nauðsynlegum uppkaupum í því samhengi. Það mun Samfylkingin gera áfram. Hins vegar hafa jafnaðarmenn bent á þann vanda sem skapast á svæðinu vegna umferðarmála, þegar meira en 3 þúsund nemendur og starfsfólk koma á svæðið daglega. Og það er til viðbótar áformum um byggingu um 1300 íbúða í næsta nágrenni við Óseyrarbraut og Hvaleyrarbraut eða um 3500 íbúar. Núverandi gatnakerfi mun ekki anna stórauknum umferðarþunga á svæðinu sem sinna á tæplega 7 þúsund manns til viðbótar við þunga hafnarumferð og þær fáu hugmyndir sem nefndar hafa verið til lausnar munu ekki leysa þann vanda. Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar kalla ákveðið eftir því að raunhæfar og gagnlegar tillögur verði lagðar fram í samgöngumálum á svæðinu og leitað samráðs við Vegagerðina, Betri samgöngur og aðra sérfræðinga en greið umferð gangandi, hjólandi og bifreiða er forsenda þeirra. Jafnframt verði tryggðar góðar almenningssamgöngur við svæðið.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

Vorið 2024 varð lögð fyrir umfangsmikil umferðagreining á svæðinu vegna þeirra uppbyggingar sem er að fara af stað við Hvaleyrarbraut og Óseyrarbraut, á hafnarsvæðinu. Þar er að finna lausnir sem verið er að vinna með. Bæjarstjóri og starfsfólk skipulagssviðs hafa átt fundi með Vegagerðinni þar sem farið er yfir ýmsar sviðsmyndir. Það er verið að vinna að tillögum í samráði Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar og Betri samgangna. Einnig verður á næstu árum farið í framkvæmdir á Reykjanesbraut frá Kaplakrika og að N1. Áætlað er að framkvæmdir þar hefjist árið 2028 og að verklok verði á sambærilegum tíma og Tækniskólinn hefur starfsemi. Það er því markviss vinna í gangi hvað greiða umferð og umferðaröryggi varðar.
Deiliskipulagsdrög.pdf
Fylgiskjal nr. 7 - Deiliskipulagsdrög.pdf
112003-MIN-001-V02 -Áætlun í deiliskipulagsgerð.pdf
3. 2312135 - Hvaleyrarbraut 22, beiðni um endurnýjun lóðarleigusamnings
Lagt fram bréf til eigenda mannvirkja á lóðinni.
Í 2. gr. lóðarleigusamnings segir að lóðin sé leigð til 25 ára frá 1. júní 1998. Áður en gildistími samningsins rann út þann 31. maí 2023 hafði bæjarráð hafnað beiðni frá eiganda fasteignar á lóðinni um að lóðarleigusamningurinn yrði framlengdur. Var synjunin byggð á því að nýtt aðalskipulag fyrir umrætt svæði hefði verið samþykkt en í því væri gert ráð fyrir breytti landnotkun.

Stærstur hluti fasteigna á lóðinni Hvaleyrarbraut 22 eyðilagðist í eldsvoða 20. ágúst 2023 og hefur Hafnarfjarðarbær í kjölfarið staðfest gagnvart bæði eigendum einstakra fasteigna og vátryggjendum að ekki sé heimilt að endurbyggja fasteignirnar vegna hins nýja aðalskipulags. Hafa eigendurnir þess vegna í nokkur skipti reifað hugmyndir um sölu á lóðinni ásamt því að óska eftir að samningur um leigu hennar yrði framlengdur. Þær hugmyndir sem þeir kynntu fyrir bænum urðu aftur á móti ekki að veruleika. Þar sem ekki lá fyrir af hálfu eigendanna hvernig hreinsun og uppbyggingu á lóðinni yrði háttað ákvað bæjarráð að endingu á fundi sínum 2. maí sl. að lóðin skyldi ganga aftur til bæjarins.

Með hliðsjón af því að gildistími lóðarleigusamningsins er runninn út og að samningurinn hefur ekki verið framlengdur er réttur leigutaka til lóðarinnar fallinn niður. Þar sem samningurinn er útrunninn samþykkir sveitarfélagið að taka til sín lóðina, sbr. jafnframt samþykkt bæjarráðs á fyrrgreindum fundi 2. maí sl. Er bæjarlögmanni falið að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að eigendur hreinsi þær brunarústir sem eru á lóðinni og rífi niður og fjarlægi þær fasteignir sem brunnu ekki í eldsvoðanum en ljóst er að þær standa í vegi fyrir uppbyggingu á lóðinni.

Í ljósi þess að nokkrar fasteignir á lóðinni brunnu ekki í eldsvoðanum er Hafnarfjarðarbær, í því skyni að hraða hreinsun og uppbyggingu á lóðinni, reiðubúinn til að eiga viðræður við eigendur þeirra um kaup á fasteignunum á verði sem jafngildir þeim vátryggingarbótum sem þeir hefðu ella fengið greiddar úr lögboðinni brunatryggingu fasteignanna.“
4. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
Fasteignagjöld 2026. Til umræðu. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.
Lögð fram gögn fjármálastjóra sem staðfesta að fasteignagjöld í Hafnarfirði hafa ekki hækkað umfram verðbólgu árin 2021-2025.

Fulltrúar Samfylkingar óska eftir sundurliðun fasteignagjaldanna yfir sama tímabil 2021 - 2125 og hækkun fasteignaskatts, vatnsgjalds og holræsagjalds yfir það tímabil.
Minnisblað til bæjarráðs varðandi álagningarhlutfall fasteignagjalda á árunum 2021-2025 - 26.06.2025.pdf
5. 2503123 - Kjarasamningar kennara 2025
Hagræðingartillögur til umræðu. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi hægræðingartillögur.

Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja fram eftirfarandi bókun:
Fyrirliggjandi hefur verið að sanngjarn samningur bæjarins við hafnfirska kennara, eftir langvarandi samningaþref Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands, myndi kalla á aukinn launakostnað Hafnarfjarðarbæjar. Það verkefni er þó ekki af þeirri stærðargráðu að það sé óyfirstíganlegt fyrir bæjarfélag eins og Hafnarfjarfjörð með 31 þúsund íbúa - eða 390 milljónir króna nettó, þegar frá hafa verið taldar auknar útsvarstekjur vegna þessara launabóta.
Til viðbótar þessu, þá hefur ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur einnig stigið inn í tekjur sveitarfélaga með ríflegu framlagi vegna barna með fjölþættan vanda - eða um 128 milljónir til Hafnarfjarðar. Ennfremur hefur ríkisstjórnin tilkynnt um að greidd verði gatnagerðargjöld af nýbyggingum hjúkrunarheimila, sem ríkissjóður ábyrgist, sem gæti hlaupið á fleiri meira en 500 milljónum í tilviki Hafnarfjarðarbæjar, sem er með tvö verkefni af þeim toga í bæjarfélaginu - í Hamranesi og á Hrafnistu.
Þegar á þetta er litið og einnig hitt að eignir bæjarins sem hafa verið í söluferli munu væntanlega skila meira en 3-400 milljónum á árinu, þá er sýnt að vandinn er leystur og rúmlega það. Hagræðing án uppsagna eða skertrar þjónustu er sjálfsögð í rekstri bæjarfélags á borð við Hafnarfjörð og ætti að vera viðvarandi verkefni í rekstri bæjarins en áréttað er að með nefndum stuðningi ríkisstjórnarinnar aukast tekjur bæjarins til muna.


Minnisblað til bæjarráðs varðandi fjármögnun hærri kjarasamninga en gert var ráð fyrir - Júní 2025.pdf
Minnisblað - fyrsting launa stjórnenda 24062025.pdf
6. 2411301 - Hvaleyrarbraut 20, samningur vegna uppbyggingar
Tekin fyrir beiðni lóðarhafa um framsal á samningi um uppbyggingu.
Samþykkt.
7. 2311001 - Koparhella 1, fyrirspurn
Lagt fram bréf frá Steinsteypunni ehf., dags. 23. júní sl.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til frekari vinnslu.
Hafnafjarðabær.pdf
8. 2405257 - Straumhella 17, umsókn um lóð, úthlutað
Tekið fyrir erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir afslætti af gatnagerðargjaldi.
Synjað.
V- Straumhellu 17.pdf
9. 2312346 - Stekkjarberg 11, erindi
Tekið fyrir erindi frá lóðareiganda
Erindinu synjað eins og það liggur fyrir. Bæjarráð samþykkir hins vegar að hefja viðræður við lóðareiganda um afsal lóðarinnar og gerð lóðarleigusamnings.
10. 2506469 - Axlarás 17, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn ÞBR ehf. um lóðina nr. 17 við Axlarás.
Bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar samþykkir að úthluta lóðinni í samræmi við umsókn.
11. 2506351 - Virkisás 19, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Barða ehf. um lóðina nr. 19 við Virkisás.
Bæjarráðs í umboði bæjarstjórnar samþykkir að úthluta lóðinni í samræmi við umsókn.
12. 2204268 - Ásvellir 3, dómsmál
Lagður fram dómur Landsréttar.
Dómur Landsréttar.pdf
Fundargerðir
13. 2303181 - Stofnun menningarhúss í Hafnarfirði
Lögð fram fundargerð starfshópsins frá 16.júní sl.
14. 2506018F - Hafnarstjórn - 1685
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 20.júní sl.
15. 2506013F - Menningar- og ferðamálanefnd - 454
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 18.júní sl.
16. 2501143 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 13. og 16. júní sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55 

Til bakaPrenta