| |
| 1. 2511304 - Bæjarfulltrúi, lausn frá störfum | | Ósk Rósu Guðbjartsdóttur um lausn frá störfum til loka kjörtímabils | Guðbjörg Oddný Jónasdóttir tekur til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða ósk Rósu um lausn frá störfum bæjarstjórnar. Guðbjörg Oddný Jónasdóttir tekur við af Rósu sem aðalfulltrúi í bæjarstjórn. | | |
|
| 2. 2205659 - Ráð og nefndir 2022 - 2026, kosningar | Breyting á aðalfulltrúa í Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins og varafulltrúa í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Breyting í bæjarráði. | Forseti ber upp tillögu um að Orri Björnsson verði kjörinn aðalfulltrúi í Almannavarnanefnd og einnig sem varafulltrúi í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Er það samþykkt samhljóða.
Forseti ber næst upp tillögu um að Kristinn Andersen verði aðalmaður í bæjarráði í stað Rósu Guðbjartsdóttur. Er það samþykkt samhljóða.
Einnig ber forseti upp tillögu um að Orri Björnsson taki við sem formaður bæjarráðs í stað Rósu Guðbjartsdóttur. Er það samþykkt með atkvæðum frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingar sitja hjá.
| | |
|
| 3. 2511153 - Flensborg, skólanefnd, tilnefning 2025-2029 | 3.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.nóvember sl. Lagt fram bréf frá mennta- og barnamálaráðuneytinu dags. 3.nóv. sl. Vísað til bæjarstjórnar. | Tillaga um aðal- og varamenn í skólanefnd Flensborgarskólans.
Aðalfulltrúi Snædís Ögn Flosadóttir og varafulltrúi Júlíus Bjarnason. Aðalfulltrúi Ingvar Viktorsson og varafulltrúi Anna Kristín Jóhannesdóttir.
Samþykkt samhljóða. | | |
|
| 4. 2502084 - Smyrlahraun 1, breyting á deiliskipulagi | 3.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.nóvember sl. Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 18. september 2025 var samþykkt að grenndarkynna uppfærða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Smyrlahrauns 1. Frestur til að gera athugasemdir var til 27.10.2025. Athugasemdir bárust. Lögð fram samantekt athugasemda og svör. Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör verkefnastjóra og samþykkir breytingu á deiliskipulagi Smyrlahrauns 1 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. | | Samþykkt samhljóða. | | Smyrlahraun 1 samantekt athugasemda og svör.pdf | | Deiliskipulagsbreyt._Smyrlahraun 1_ny grenndarkynning-A2.pdf | | slóð á skipulagsgátt.pdf | | |
|
| 5. 2005180 - Samgöngusáttmáli | | Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá. Umræður og tillaga lögð fram. | Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls og leggur fram svohljóðandi tillögu:
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar áréttar að í tengslum við gerð Borgarlínu frá Engidal um Reykjavíkurveg að Firði verði öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda tryggt eins fljótt og auðið er í hönnun og framkvæmd verksins. Einnig krefst bæjarstjórn þess að Borgarlínan nái að hafnarsvæðinu, að Suðurhöfninni, en það er afar brýnt enda mun þar rísa Tækniskóli með meira en 3 þúsund nemendum sem og ný íbúðabyggð fyrir þúsundir íbúa. Bæjarstjórn samþykkir því að hefja formlega viðræður við Betri samgöngur þar sem þessar áherslur bæjarins eru skýrt fram settar, þannig að Borgarlínan gegni hlutverki sínu til fullnustu við bæjarbúa. Jafnframt verði reifaðir möguleikar á því að færa framkvæmdir í Hafnarfirði framar í tíma í samgöngusáttmálunum, enda framkvæmdin að stórum hluta einföld og hagkvæm.
Greinargerð: Þann 2. apríl sl. kom fram á vef Borgarlínunnar að stórt Borgarlínuskref hefði verið tekið í Hafnarfirði. Skrefið fólst í því að hönnun frumdraga á um 2 km löngum vegakafla í Hafnarfirði, sem tilheyrir fjórðu lotu Borgarlínunnar, væri hafin. Um er að ræða vegakafla sem nær frá sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar við Reykjavíkurveg að verslunarkjarnanum Firði. Af þessu tilefni lagði Samfylkingin fram fyrirspurn um málið í bæjarstjórn í ágúst sl. Svör við henni voru lögð fram á fundi bæjarráðs þann 30. okt. sl. Þau sýna að undirbúningur verkefnisins er á algjöru frumstigi, enda er ekki gert ráð fyrir lokum framkvæmda fyrr en 2034, eða eftir heil átta ár. Einnig leiða svörin í ljós að það er alls ekki skýrt hvernig öryggisráðstöfunum vegna gangandi og hjólandi vegfarenda skuli háttað á þessum vegakafla. Ekki er heldur gert ráð fyrir framlengingu Borgarlínu í sérrými að Suðurhöfn en það er gríðarlega mikilvægt að óvissu um það verði eytt strax enda mun þar rísa nýr Tækniskóli með meira en 3 þúsund nemendum sem og ný íbúðabyggð fyrir þúsundir íbúa. Samfylkingin lagði svo fram tillögu á síðasta bæjarstjórnarfundi um að bæjarstjórn áréttaði afstöðu sína varðandi Borgarlínuna og að forsvarsmenn Betri samgangna yrðu boðaðir á fund bæjarráðs. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks treysti sér ekki til að samþykkja tillöguna heldur vísaði henni til bæjarráðs. Fulltrúar Betri samgangna mættu á fund bæjarráðs 13.nóvember sl. að beiðni Samfylkingarinnar og staðfesti sá fundur allt það sem Samfylkingin hefur rætt um í tengslum við þetta mál. Engin formleg beiðni kom frá meirihluta bæjarstjórnar við endurskoðun og uppfærslu samgöngusáttmála á árinu 2024 varðandi þessi brýnu hagsmunamál Hafnfirðinga. Brýnt er að bæjarstjórn hefji formlegar viðræður við Betri samgöngur til þess að ræða hönnun og útfærslu framkvæmda vegna samgöngusáttmála í Hafnarfirði, sem í sjálfu sér er tiltölulega ódýr og einföld framkvæmd miðað við áform í öðrum sveitarfélögum. Það er brýnt í ljósi þess að fram hefur komið að ekki er gert ráð fyrir því í kostnaðaráætlun vegna Samgöngusáttmála að Borgarlína í sérrými nái að Suðurhöfn. Einnig liggur fyrir að sú viðbót næst ekki fram samkvæmt sjónarmiðum forsvarsaðila Betri samgangna nema með formlegri uppfærslu samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Jafnframt þarf samtal við Betri samgöngur um útfærslu umferðaröryggis fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur sem þvera Reykjavíkurveg frá Flatahrauni að Engidal. Og ennfremur um útfærslu á stuttum kafla leiðarinnar. Ljóst er að nú þegar þarf að hefja formlegar viðræður við Betri samgöngur og knýja á um ofangreindar áherslur Hafnarfjarðar og fleiri mikilvæg atriði í þeim efnum. Eins væri lag að knýja á um flýtingu framkvæmda, en Hafnarfjörður er afar aftarlega á merinni þegar kemur að framkvæmdatíma Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu. En nú er framkvæmdin á hönnunarstigi og þá verður bæjarstjórn að tala skýrt. Það hefur vantað á umliðnum árum eins og staðan ber með sér.
Valdimar Víðisson kemur til andsvars og leggur jafnframt til að framkomini tillögu verði vísað til bæjarráðs. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur til andsvars öðru sinni. Árni Rúnar svarar andsvari. Valdimar kemur að stuttri athugasemd. Orri Björnsson kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Orri kemur til andsvars öðru sinni sem Árni Rúnar svarar.
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls. Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni.
Forseti ber upp framkomna tillögu um að framkominni tillögu verði vísað til bæjarráðs.
Er það samþykkt þar sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar greiða atkvæði með því að vísa málinu til bæjarráðs. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar stja hjá.
Árni Rúnar kemur að svohljóðandi bókun:
Enn og aftur forðast meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að taka afstöðu til grundvallaratriða. Hann treystir sér ekki til þess að hefja formlegar viðræður við Betri samgöngur, forsvarsaðila Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, um mikilsverð hagsmunamál bæjarbúa en það er brýnt að þær viðræður fari af stað sem fyrst. Fyrir liggur að ekki er gert ráð fyrir framhaldi Borgarlínu í sérrými að Suðurhöfn þar sem áætlanir eru um nýjan Tækniskóla með þrjú þúsund nemendum og íbúðabyggð fyrir þúsundir íbúa. Einnig liggur fyrir að ekki er gert ráð fyrir Borgarlínu í sérrými að Suðurhöfn og staðfest er að sú viðbót og samgöngubót komi ekki til án formlegrar uppfærslu á samgöngusáttmálanum. Sama gildi um aukið öryggi gangandi og hjólandi sem þvera Reykjavíkurveg frá Flatahrauni að Engidal. Því miður staðfesta þessar upplýsingar og þessi staða enn og aftur að meirihluti bæjarstjórnar hefur ekki unnið heimavinnuna í þessum efnum og ekki komið skýrum áherslum Hafnarfjarðarbæjar á framfæri við uppfærslu sáttmálans í fyrra. Nú þegar fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fá tækifæri til þess að tala með skýrum hætti um þessi mikilvægu hagsmunamál bæjarbúa með því að samþykkja tillögu jafnaðarfólks þá heykist meiihlutinn á því enn og aftur og bregst þar með bæjarbúum. Þessi afstaða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er í anda stjórnsýslu meirihlutans um að forðast verkefnin og afstöðu til þeirra, en bíða þess er verða vill í stað þess að sameinast um tillögu jafnaðarmanna.
Valdimar kemur að svohljóðandi bókun:
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks bóka eftirfarandi: Skipulagsvaldið er í höndum Hafnarfjarðarbæjar eins og skýrt hefur legið fyrir frá upphafi málsins. Tillagan sem hér er lögð fram er í fullu samræmi við þá vinnu sem er í gangi vegna gerð Borgarlínu og legu hennar hér í Hafnarfirði. Tillagan er í vinnslu í bæjarráði og leggur meirihluti bæjarstjórnar því áherslu á að svo sé áfram og að hratt og vel sé unnið að málum þar.
| | |
|
| |
| 6. 2501140 - Fundargerðir 2025, til kynningar í bæjarstjórn | Fundargerð fjölskylduráðs frá 11.nóvember sl. Fundargerð bæjarráðs frá 13.nóvember sl. a. Fundargerð hafnarstjórnar frá 29.október sl. b. Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 27.október sl. c. Fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar frá 29.október og 5.nóvember sl. d. Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.október sl. e. Fundargerð stjórnar SSH frá 3.nóvember sl. f. Fundargerð stjórnar Strætób bs. frá 10.október sl. Fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 13.nóvember sl. Fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12.nóvember sl. a. Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 10.október sl. Fundargerð fræðsluráðs frá 12.nóvember sl. a. Fundargerðir íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. október og 3.nóvember sl. Fundargerð forsetanefndar frá 17.nóvember sl.
| Kolbrún Magnúsdóttir tekur til máls undir lið 8 í fundargerð fræðsluráðs frá 12. nóvember sl. þar sem fjallað var um afturköllun á spjaldtölvum í 5. bekk grunnskóla. Kristín Thoroddsen kemur til andsvars. Kolbrún svarar andsvari. Kristín kemur að stuttri athugasemd.
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls undir fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 13. nóvember sl. undir máli afgreiðslufundar byggingarfulltrúa. Orri Björnsson kemur til andsvars. Guðmundur Árni svarar andsvari. Orri kemur að stuttri athugasemd. Einnig Guðmundur Árni. Valdimar Víðisson kemur til andsvars. Guðmundur Árni svarar andsvari.
Auður Brynjólfsdóttir tekur til máls undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs frá 11. nóvember sl. þar sem fjallað var um málefni heimilislausra.
Árni Rúnar Þorvaldsson tekur einnig til máls undir 8 lið í fundargerð fræðsluráðs um málefnu spjaldtölva sem og 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs þar sem fjallað var um málefni heimilislausra og einnig 6. lið í fundargerð umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 12. nóvember sl. þar sem fjallað var um veitumál. Margrét Vala Marteinsdóttir kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari. Guðbjörg Oddný kemur til andsvars. Árni Rúnar svarar andsvari.
Kolbrún tekur til máls öðru sinni undir 1. í fundargerð fræðsluráðs frá 12. nóvember sl. þar sem fjallað var um ráðningu forvarnarfulltrúa.
Guðmundur Árni tekur til máls öðru sinni undir 10. og 11. lið í fundargerð fræðsluráðs frá 12. nóvember sl. Kristín kemur að andsvari. Guðmundur Árni svarar andsvari.
Árni Rúnar tekur til máls undir sama máli. Kristín tekur til máls.
Guðmundur Árni tekur til máls undir fundarstjórn forseta.
| | |
|