| |
| 1. 2210006 - Akstursþjónusta eldri borgara | | Lögð fram svör við fyrirspurn. | Lagt fram til kynningar.
Öldungaráð þakkar fyrir framlögð svör. | | |
|
| 2. 2304616 - Heimaþjónusta | | Framhald af umræðum síðasta fundar. | | Umræður. | | |
|
| 3. 2510216 - Þjónusta við eldra fólk í Hafnarfirði | Kynning á upplýsingum fyrir eldra fólk á island.is. Umræður um málið. | | Umræður. | | |
|
| 4. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029 | Á fundi bæjarstjórnar þ. 5. nóvember sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
1. liður úr fundargerð bæjarráðs frá 30. október sl.
Lögð fram fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans fyrir 2026 og langtímaáætlun 2027-2029. Helga Benediktsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs og Guðmundur Sverrisson rekstrarstjóri hagdeildar mæta til fundarins.
Fjárhagsáætlun 2026 og langtímaáætlun 2026 - 2029 er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Valdimar Víðisson tekur til máls.
Guðmundur Árni Stefánsson tekur til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu við fjárhagsáætlun:
4. Fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að fela bæjarráði að setja á fót viðræðuhóp sem hefji formlegar viðræður við alla hagaðila málsins, Sóltún, Hrafnistu og ríkisvaldið. Meginverkefni hópsins verður að móta aðgerðaáætlun um fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði og koma verkefninu á framkvæmdastig.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til umfjöllunar í fjölskylduráði, skipulags- og byggingaráði og bæjarráði milli fyrri og síðari umræðu fjárhagsáætlunar og komi til afgreiðslu í síðari umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun. Auk þess verði tillagan send til umsagnar Öldungaráðs Hafnarfjarðar og Félags eldri borgara í Hafnarfirði, FEBH.
Greinargerð: Fjölgun hjúkrunarrýma er orðin löngu tímabær í Hafnarfirði og lengi hefur verið unnið að undirbúningi vegna uppbyggingar hjúkrunarheimilis á vegum Sóltúns í Hamranesi og hjá Hrafnistu. Lítið hefur þokast í þessum málum á undanförnum árum og skemmst er að minnast þess að á kjörtímabili síðustu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG bættist ekki við eitt nýtt hjúkrunarheimili. Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði hefur heldur ekki staðið sig í stykkinu við að halda á lofti hagsmunum Hafnfirðinga í þessum stóra og mikilvæga málaflokki og því leggur Samfylkingin fram til þessa tillögu til þess að freista þessu að koma hreyfingu á málið og koma fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði af hugmyndastigi yfir á framkvæmdastig.
Forseti leggur næst til að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ásamt framlögðum tillögum að viðbótum verði vísað til þeirra ráða og nefnda sem tilteknar eru með hverri tillögu eða við á.
Samþykkt Samhljóða. | | Öldungaráð fagnar fjölgun á hjúkrunarrýmum innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Farsælast sé að við úthlutun lóða undir ný hjúkrunarheimili sé gert ráð fyrir endanlegri stærð hjúkrunarheimilisins til lengri tíma litið. Öldungaráð leggur áherslu á og ítrekar að við áframhaldandi uppbyggingu þeirra hjúkrunarheimila sem fyrir eru verði gætt þess að raska sem minnst heimilisfriði þeirra sem búa þá þegar á viðkomandi hjúkrunarheimili. | | |
|