Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 484

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
21.01.2026 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Árni Rúnar Árnason varaformaður,
Hildur Rós Guðbjargardóttir aðalmaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Örn Geirsson aðalmaður,
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2005180 - Samgöngusáttmáli
Lögð fram árshlutaskýrsla betri samgangna.
Lagt fram.
Árshelmingsskýrsla Betri samgangna 12.2025 .pdf
Halldór Ingólfsson verkefnastjóri mætir til fundarins undir öðrum dagskrárlið.
2. 2512726 - Umhverfis- og skipulagssvið, útboð og verksamningar 2026
Lagt fram yfirlit yfir samninga og væntanleg útboð 2026.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar útboð skv. fyrirliggjandi áætlun fastra verkliða 2026.
3. 0703337 - Fráveitukerfi, tenging við Garðabæ
Tekin til umræðu staða viðræðna fráveitumála við Garðabæ.
Fulltrúar Samfylkingarinnar bóka: Fráveitukerfi Hafnarfjarðarbæjar tekur við umtalsverðu magni frárennslis frá Garðabæ og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa reglulega bent á og flutt tillögur í bæjarstjórn þess efnis, að árleg afnotagjöld sem Garðabær hefur verið að greiða í gegnum um árabil  hafi verið umtalsvert of lág. Nú hefur verið lagt til að greiðsla frá Garðabæ vegna afnota á fráveitukerfi Hafnarfjarðar verði hækkuð. Fulltrúar Samfylkingarinnar telja upphæðina of lága og það þurfi að kanna það að leggja á sérstakt þjónustugjald komi ofan á hlutdeild í rekstri á mannvirkjum vegna fráveitunnar. Í útreikningum sem upphæðin miðar við er einungis tekið hlutfall af fjárfestingum hvers árs, ekki af þeim mannvirkjum sem hafa verið byggð upp á löngum tíma. Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja ennfremur til að málið sé tekið til umfjöllunar í bæjarráði þegar gögn frá veitustjóra liggja fyrir.
Hafsteinn Viktorsson forstöðumaður þjónustumiðstöðvar mætir til fundarins undir fjórða dagskrárlið.
4. 2103424 - Grænkun Valla
Tekið til umræðu.
Tekið til umræðu.
5. 2303964 - Ásvallalaug, útisvæði
Tekið til umræðu.
Tekið til umræðu.
6. 2601053 - Umferðaröryggisáætlun 2026
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að hafin verði endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Hafnarfjarðarbæjar.
7. 2204136 - Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika
Lögð fram bókun bæjarráðs.
Lagt fram.
Bæjarráð - 3698 (8.1.2026) - Reykjanesbraut frá Lækjargötu að Kaplakrika.pdf
8. 2208505 - Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir upplýsingum um stöðu mála um malarplanið á Merkurgötu.
Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa endurtekið vakið máls á ástandi malarplansins á Merkurgötu sem er vægast sagt mjög illa farið og óskað eftir að það sé malbikað. Jafnframt hafa íbúar í götunni vakið máls ástandinu síðan árið 2013. Malarplanið fer versnandi ár frá ári og kemur sífellt verr undan vetri. Í þeim svörum sem fulltrúar Samfylkingarinnar hafa fengið frá meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er talað um að svæðið sé hluti af skipulagi vesturbæjar og þar sé búið að gera ráð fyrir breytingum í skipulagi. Deiliskipulag vesturbæjar hefur verið í gildi síðan árið 2022 og ekki virðist bóla á framkvæmdum vegna þess. En ekki verður lengur beðið. Í ljósi þess að ekki er gert ráð fyrir að það eigi að hefja framkvæmdir á svæðinu í ár krefjast fulltrúar Samfylkingarinnar að farið verði í að malbika planið eigi síður en sumarið 2026. Nærliggjandi íbúar eiga kröfu á því að frá málinu verði gengið, ráðist verði í lagfæringar og þeim lokið.
Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vísa erindinu til skipulags- og byggingarráðs og leggja til að skipulag við Merkurgötu verði endurskoðað í samræmi við óskir íbúa.
Fundargerðir
9. 2501141 - Sorpa bs., fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs.
Lagt fram.
Fundargerð 522. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 523. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 524. fundar stjórnar SORPU.pdf
10. 2501142 - Strætó bs, fundargerðir 2025
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs.
Lagt fram.
Fundargerð stjórnarfundar nr 413 20102025.pdf
Fundargerð stjórnarfundar nr 414 22102025.pdf
Fundargerð stjórnarfundar nr 415 05112025.pdf
Fundargerð stjórnarfundar nr 416 14112025.pdf
Fundargerð stjórnarfundar nr 417 12122025 .pdf
Fundargerð stjórnarfundar nr 418 17122025.pdf
Fundargerð stjórnarfundar nr 419 22122025 drög.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:17 

Til bakaPrenta