Til bakaPrenta
Fjölskylduráð - 543

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
11.11.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Margrét Vala Marteinsdóttir formaður,
Jóhanna Erla Guðjónsdóttir aðalmaður,
Árni Rúnar Þorvaldsson aðalmaður,
Auður Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Árni Stefán Guðjónsson áheyrnarfulltrúi,
Elsa Dóra Ísleifsdóttir varamaður,
Fundargerð ritaði: Hrafnhildur Ágústsdóttir, lögfræðingur velferðarþjónustu
Einnig sat Guðlaug Ósk Gísladóttir, sviðsstjóri, fundinn.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2506628 - Miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna
Margrét Edda Yngvadóttir, sérfræðingur hjá Barna- og fjölskyldustofu mætir til fundar og kynnir miðlægt bráða- og viðbragðsteymi vegna ofbeldis meðal barna.
Fjölskylduráð þakkar Margréti Eddu Yngvadóttur fyrir kynninguna.
2. 2509820 - Rekstrarsamningur Hafnarfjarðar og félags eldri borgara
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð felur sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs að vinna málið áfram með fjármálasviði og möguleikar skoðaðir.
3. 2511171 - Stuðningsfjölskyldur fyrir börn
Lagðar fram upplýsingar um stuðningarfjölskyldur fyrir börn í Hafnarfirði
Fjölskylduráð þakkar Guðlaugu Ósk Gíslasdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs fyrir kynninguna.
Stuðningsfjölskyldur fyrir börn 11.11.2025.pdf
4. 2511169 - Skammtímadvalir fyrir fötluð börn og ungmenni
Lagðar fram upplýsingar um skammtímadvalir yfir fötluð börn og ungmenni í Hafnarfirði
Fjölskylduráð þakkar Guðlaugu Ósk Gíslasdóttur, sviðsstjóra fjölskyldu-og barnamálasviðs fyrir kynninguna.
Skammtímadvalir fyrir fötluð börn og ungmenni 11.11.2025.pdf
5. 2502769 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2026 og 2027-2029
Lögð fram bókun bæjarstjórnar.
Meirihluti fjölskylduráðs ítrekar að vinna við fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði er í vinnslu. Í dag eru tvær lóðir tilbúnar til uppbyggingar, annars vegar í Hamranesi og hins vegar hjá Hrafnistu þar sem hægt er að ráðast í uppbyggingu um leið og ákvörðun liggur fyrir hjá ríkinu. Bæjarstjóri og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hefur verið í reglulegum samskiptum við ríkið og uppbyggingaraðila til að koma málinu áfram. Það stendur ekki á bænum að hefja uppbyggingu. Allar forsendur af hálfu sveitarfélagsins eru fyrir hendi.

Nú skiptir máli er að ríkisvaldið stígi næsta skref og ljúki málinu þannig að framkvæmdir geti hafist. Meirihlutinn leggur áherslu á að ferlið er hvorki á byrjunarreit né á hugmyndastigi heldur tilbúið til framkvæmda um leið og samþykki liggur fyrir.

Meirihluti fjölskylduráðs tekur undir mikilvægi þess að efla atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og ítrekar að Hafnarfjarðarbær hefur þegar tekið í markviss skref til að styrkja þann málaflokk. Með nýrri Miðstöð um vinnu og virkni hefur þjónusta verið samhæfð og efld þannig að fatlað fólk fær nú betri stuðning, ráðgjöf og tækifæri til atvinnuþátttöku.

Meirihlutinn mun áfram leggja áherslu á að skapa raunhæf, fjölbreytt og einstaklingsmiðuð vinnu og virkni úrræði fyrir fatlað fólk.

Að lokum óskar meirihlutinn eftir upplýsingum frá sviðsstjóra um þá vinnu sem er í gangi á sviðinu varðandi innleiðingu og notkun velferðartækni hjá eldra fólki.

Samfylkingin fagnar því að meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafi lagt til í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að Hafnarfjörður taki þátt í uppbyggingu vettvangs- og ráðgjafarteymis í málefnum heimilislausra, annað hvort í samstarfi við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eða með því að sameinast því teymi sem starfar hjá Reykjavíkurborg. Hér er um að ræða mál sem fulltrúar Samfylkingarinnar í fjölskylduráði og bæjarstjórn hafa lengi talað fyrir og lagt fram tillögur í þá veru og því fögnum við þessari tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og styðjum hana heilshugar.

Bókun meirihlutans á fundinum í dag leiðir svo í ljós að mikilvægt er að tillögur Samfylkingarinnar um fjölgun hjúkrunarrýma og nýja heilsugæslu verði samþykktar.
tillögum vísað til fjölskylduráðs.pdf
6. 2504679 - Þjónustukannanir á fjölskyldu- og barnamálasviði
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir málinu á dagskrá og óska eftir upplýsingum um stöðuna á vinnslu málsins, sbr. bókun fjölskylduráðs frá 30. sept. sl.
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka fyrir veittar upplýsingar á fundinum um stöðu málsins. Að öðru leyti vísum við í bókun okkar frá 30. sept. sl. um málið og leggjum áherslu á að þessari vinnu verði hraðað eins og kostur er til þess að niðurstöður geti legið fyrir hið fyrsta. 
7. 2312015 - Aðstoð við ungt fólk sem ekki er í vinnu, námi eða starfsþjálfun
Fulltrúar Samfylkingarinnar óska eftir umræðu um málið og ítreka fyrirspurn sína um málið frá 16. sept. sl. og að svör við henni verði lögð fram.
Fulltrúar Samfylkingarinnar þakka fyrir veittar upplýsingar á fundinum en ítreka beiðni um að svör við fyrirspurn okkar frá 16. sept. sl. verði lögð fram eins fljótt og hægt er.
Fundargerðir
8. 2206161 - Íbúðir fyrir eldra fólk
9. 0701243 - Málskot
Lögð fram niðurstaða málskotsnefndar í máli nr. 34/2025, 35/2025, 36/2025 og 37/2025.

Fjölskylduráð staðfestir afgreiðslu málskotsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til bakaPrenta