Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 1696

Haldinn á hafnarskrifstofu,
07.01.2026 og hófst hann kl. 10:00
Fundinn sátu: Guðmundur Fylkisson formaður,
Kristín María Thoroddsen varaformaður,
Helga Björg Loftsdóttir aðalmaður,
Jón Grétar Þórsson aðalmaður,
Tryggvi Rafnsson aðalmaður,
Sigrún Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri
Til fundarins mætti Valdimar Víðisson bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2512655 - Hafnsaga 2026
Hafnarstjóri lagði fram tillögu að breyttri starfsskipan við hafnsögu hjá Hafnarfjarðarhöfn.
Hafnarstjórn samþykkir með vísan til 21. gr. b. hafnalaga nr 61/2003 að Ingi Rafn Ragnarsson verði ráðinn til að sinna hafnsögustörfum við Hafnarfjarðarhöfn ásamt þeim Ágústi Inga Sigurðssyni og Stefáni Daníel Ingasyni.
Kynningar
2. 2508535 - Hafnarreglugerð - afmörkun hafnarsvæðis
Hafnarstjóri lagði fram til kynningar tillögu að nýjum hafnarmörkum fyrir Hafnarfjarðarhöfn og endurskoðuðum ákvæðum í hafnarreglugerð í samræmi við núgildandi hafnarlög.
3. 2512621 - Öryggisreglur v. veðuraðstæðna
Lögð fram tillaga að formlegum veðurviðmiðunum og öryggisreglum vegna veðuraðstæðna í Hafnarfjarðarhöfn og Straumsvík. Ágúst Ingi Sigurðsson yfirhafnsögumaður mætti til fundarins.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu sem verður birt á heimasíðu Hafnarfjarðarhafnar.
Öryggisviðmið jan 2026.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta