Til bakaPrenta
Bæjarráð - 3653

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
18.04.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Valdimar Víðisson formaður,
Skarphéðinn Orri Björnsson varaformaður,
Kristinn Andersen aðalmaður,
Guðmundur Árni Stefánsson aðalmaður,
Sigrún Sverrisdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ása Bergsdóttir Sandholt, lögmaður á stjórnsýslusviði
Auk þess sátu fundinn Sigurður Nordal sviðstjóri stjórnsýslusviðs og Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1809298 - Tækniskólinn, nýbygging, erindi
Kynnt drög að samkomulagi milli ríkisins, Hafnarfjarðarbæjar og Tækniskólans.

Bæjarráð þakkar eftirfarandi aðilum fyrir kynninguna:

Hildi Ingvarsdóttur
Jóni B. Stefánssyni
Svanbirni Thoroddsen
Agli Jónssyni
Árna Jóni Árnasyni

2. 1709448 - Þjónustu- og rekstrarsamningur við Brettafélag Hafnarfjarðar
Lagt fram erindi frá Brettafélagi Hafnarfjarðar dags. 3. apríl sl., um endurskoðun á þjónustu/rekstrarsamningi.
Bæjarráð vísar erindinu til mennta- og lýðheilsusviðs til frekari skoðunar og úrvinnslu.
3. 2404188 - Melabraut 28, Lóðarleigusamningur, endurnýjun
Endunýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings Melabraut 28
4. 2404544 - Tinhella 8, endurnýjun lóðarleigusamnings
Endurnýjun lóðarleigusamnings
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðarleigusamnings Tinhellu 8.
5. 2404391 - Virkisás 22, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Ævars Valgeirssonar og Berglindar Andrésdóttur um lóðina nr. 22 við Virkisás.
Bæjarráð samþykkir framlagða umsókn Berglindar Andrésdóttur og Ævars Valgeirssonar um lóð nr. 22 við Virkisás.
Vísað í bæjarstjórn til staðfestingar
6. 2402798 - Hólshraun, umsókn um lóð undir aðveitustöð
Lögð fram lóðarumsókn HS Veitna hf.um nýja aðveitustöð við Hólshraun
Bæjarráð vísar umsókn HS veitna um lóð við Hólshraun til umsagnar á umhverfis- og skipulagssvið.

7. 2402799 - Kaplakriki, umsókn um lóð undir dreifistöð
Lögð fram umsókn HS Veitna hf. um lóð fyrir dreifistöð við Kaplakrika.
Bæjarráð vísar umsókn HS veitna um lóð við Kaplakrika til umsagnar á umhverfis- og skipulagssviði.
8. 2404504 - Orlof húsmæðra 2024
Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Orlof húsmæðra 2024.

Samkvæmt upplýsingum frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu skal framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði vera minnst kr. 150,31 fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins. Framlag þetta skal greiða orlofsnefnd viðkomandi orlofssvæðis fyrir 15. maí nk. sbr. 5. gr. laga nr. 53/1972.
Undirrituð lýsa yfir vonbrigðum með að enn sé peningum Hafnfirðinga ráðstafað á forsendum laga sem byggja á kynbundinni mismunun. Jafnframt er skorað á Alþingi Íslendinga að afnema þessi úreltu lög.



Orri Björnsson
Rósa Guðbjartsdóttir
Jón Ingi Hákonarson
9. 2404458 - Bæjarráðsstyrkir 2024, fyrri úthlutun
Lagt fram yfirlit yfir umsóknir.
10. 2404455 - Hjarta Hafnarfjarðar, kvörtun Húsfélagsins Norðurbakka 1-3 vegna hávaða
Lagt fram.
11. 2404606 - Samtök orkusveitarfélaga, ársreikningur 2023
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2023 lagður fram til kynningar
12. 2306006 - Verktakasamningar um ráðgjafastörf
Tekið fyrir að beiðni Samfylkingarinnar.
Fulltrúar Samfylkingar árétta fyrirspurnir sem lagðar voru fram á fundi Bæjarstjórnar 10. apríl síðastliðinn
1. Óskað er eftir samantekt á störfum Haraldar Sverrissonar eftir þeim verkefnum sem hann hefur unnið að fyrir bæinn.
2. Einnig er óskað eftir því að lagt verði mat á það hver árangur af þessum störfum hefur verið á starfstíma Haraldar fyrir Hafnarfjörð.
Fundargerðir
13. 2010458 - Kolefnisförgun í Straumsvík, Kolefnisförgunarver, Carbfix Coda Terminal
Lögð fram fundargerðstarfshópsins frá 25.mars sl.
14. 2403018F - Hafnarstjórn - 1657
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 20.mars sl.
15. 2401148 - Heilbrigðiseftirlit, fundargerðir 2024
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 25.mars sl.
16. 2403016F - Menningar- og ferðamálanefnd - 428
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 10.apríl sl.
17. 2401146 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2024
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl.
18. 2401147 - Stjórn SSH, fundargerðir 2024
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 18. mars sl.
19. 2401144 - Sorpa bs., fundargerðir 2024
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 5. og 19. mars og 9. apríl sl. og ársreikningur 2023
20. 1904277 - Strætó bs., eigendafundir, fundargerðir
Lögð fram fundargerð 46. eigendafundar Strætó bs. frá 13.mars sl.
21. 2401145 - Strætó bs, fundargerðir 2024
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 11. og 15. mars sl.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta