Til bakaPrenta
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 93

Haldinn Fundarsalurinn Ásfjall, Norðurhellu 2,
07.01.2026 og hófst hann kl. 10:20
Fundinn sátu: Lilja Grétarsdóttir skipulagsfulltrúi,
Anna Margrét Tómasdóttir arkitekt,
Berglind Guðmundsdóttir arkitekt,
Anne Steinbrenner starfsmaður,
Aleksandra Julia Wegrzyniak starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Aleksandra Wegrzyniak, þjónustufulltrúi


Dagskrá: 
B-hluti skipulagserindi
1. 2508498 - Hringbraut 36, breyting á deiliskipulagi
Andri Ingólfsson, f.h. lóðarhafa, sækir 28.08.2025 um breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felst í því að nýjan byggingarreit fyrir bílskúr verði bætt við á lóðinni. Byggingarreiturinn verður við lóðarmörkin að Hringbraut 38 og ca 22 m frá lóðarmörkum að Hringbraut. Bílastæði bætt við fyrir framan bílskúrinn.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Hringbraut 36 tillaga að breytingu á dsk.pdf
2. 2512714 - Hryggjarás 11, breyting á deiliskipulagi
Andri Ingólfsson f.h. lóðarhafa leggur þann 23.12.2025 inn tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan gerir ráð fyrir breytingu á texta í greinargerð og skipulagsskilmálum „Deiliskipulag Ásland 4. áfangi“ varðandi útbyggingar og skjólvegg við anddyri.
Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Hryggjarás 11 breyting á greinargerð.pdf
3. 2510054 - Jófríðarstaðavegur 8b, breyting á deiliskipulagi
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðar þann 19.11.2025 var samþykkt að grenndarkynna með vísan til 2. mgr. 43. gr. tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan felur í sér breytingu á stærð byggingarreits um 80 m² til að koma fyrir viðbyggingu við suðurgafl húss og bílskúr. Með þessari breytingu verður hægt að koma fyrir salerni og flóttasvölum á 2. hæð og löglegum stiga. Hæð húss verður ekki meiri en núverandi hús. Tveimur bílastæðum bætt við á lóð þar sem áður voru engin bílastæði. Tillagan var í kynningu frá 25.11.2025 til 28.12.2025. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
Slóð á skipulagsgátt.pdf
D-hluti fyrirspurnir
4. 2512657 - Hringbraut 54a, fyrirspurn
Kári Eiríksson f.h. Eignanets ehf., leggur þann 18.12.2025 fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir leyfi til að breyta deiliskipulagi fyrir lóðina. Byggingarreitur færður, og nýtingarhlutfall verður 0,45.
Tekið er jákvætt í erindið samanber umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7.1.2026.
Hringbraut 54a, umsögn skipulags.pdf
5. 2506090 - Stapahraun 8-10, breyting á deiliskipulagi, fyrirspurn
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Vissu ráðgjafar ehf. og Stáls og suðu ehf., þar sem óskað var eftir breytingum á byggingarreit og byggingu á köldu geymslurými. Erindið var á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11.06.2025, þar var bent á að vinna þyrfti áfram með málið. Nú liggur fyrir tillaga að deiliskipulagi þriggja lóða (Stapahraun 8-10 og Flatahraun 27) sem unnin hefur verið í samvinnu við verkefnisstjóra.
Tekið er jákvætt í erindið, leggja þarf fram umsókn um nýtt deiliskipulag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00 

Til bakaPrenta