Til bakaPrenta
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 445

Haldinn Fundarsalurinn Hamarinn, Norðurhellu 2 (1. hæð),
02.05.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Fannar Freyr Guðmundsson aðalmaður,
Þórey Svanfríður Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi,
Júlíus Freyr Bjarnason varamaður,
Viktor Ragnar Þorvaldsson varamaður,
Jón Atli Magnússon varamaður,
Ívar Bragason bæjarlögmaður, Anna María Elíasdóttir starfsmaður, Sigurður Nordal sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Anna María Elíasdóttir, skrifstofustjóri
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.


Dagskrá: 
Almenn erindi
Ishmael David mætir til fundarins undir fyrsta dagskrárlið.
1. 2404944 - Grassláttur í Hafnarfirði
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar góða kynningu og líst vel á skipulag vegna grassláttar sumarsins.
2. 2209167 - Hamranesskóli
Lögð fram tilboð í fjórar færanlegar kennslustofur við Skarðshlíðarskóla.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar þeim er lögðu fram tilboð og heimilar að gengið verði að tilboði Rönd ehf. Fjárheimild vegna verkefnisins er vísað til viðauka fjárhagsáætlunar.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir kennslustofum fyrir grunnskólabörn (002).pdf
Hafnarfjarðarbær óskar eftir kennslustofum fyrir grunnskólabörn niðustaða opnunar_.pdf
Halldór Ingólfsson mætir til fundarins undir þriðja dagskrárlið.
3. 2403463 - Sópun gatna og stíga 2024
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar góða kynningu og hve vel bærinn er sópaður í aðdraganda sumars.
Björn Bögeskov mætir til fundarins undir fjórða dagskrárlið.
4. 1506130 - Opnir leikvellir í Hafnarfirði
Tekið til umræðu.
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar góða kynningu og fagnar hve vel er hugað að viðhaldi og öryggi á um 70 leikvöllum bæjarins. Vakin er athygli á að hægt er að sjá staðsetningu leikvalla bæjarins á kortasjá bæjarins.
5. 2404184 - Fóðrun andfugla, beiðni um styrk
Tekið fyrir að nýju.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita sjálfboðasamtökunum Björgum dýrum í neyð vegna fóðrunar fugla í Hafnarfirði styrk að fjárhæð 100.000kr.
6. 2208505 - Umhverfis- og framkvæmdaráð, tillögur og fyrirspurnir kjörinna fulltrúa
Fulltrúar Samfylkingarinnar í ráðinu óska eftir að umræða um umferðaröryggi á Hellisgötu sé tekið fyrir.
Tekið til umræðu og sviðinu falið að skoða áætlanir varðandi götuna í samræmi við gildandi deiliskipulag.
7. 2402651 - Umhverfis- og auðlindastefna, endurskoðun
Tekin fyrir beiðni starfshóps um fjármagn fyrir utanaðkomandi ráðgjöf.
Umhverfis- og framkvæmdaráð heimilar að veita allt að 2.000.000 í utanaðkomandi ráðgjöf vegna endurskoðunar umhverfis- og auðlindastefnu.
Fundargerðir
8. 2401144 - Sorpa bs., fundargerðir 2024
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. nr. 494, 495 og 496.
Fundargerð 494. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 495. fundar stjórnar SORPU.pdf
Fundargerð 496. fundar stjórnar SORPU.pdf
9. 2401145 - Strætó bs, fundargerðir 2024
Lagðar fram fundargerði stjórnar Strætó bs. nr. 389 og 390.
Fundargerð stjórnarfundur 390 15. mars 2024.pdf
Fundargerð stjórnarfundur 389 11. mars 2024.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:25 

Til bakaPrenta