Til bakaPrenta
Menningar- og ferðamálanefnd - 451

Haldinn í Langeyri, Strandgötu 6,
07.05.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Guðbjörg Oddný Jónasdóttir formaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Sunna Magnúsdóttir fundarritari.
Fundargerð ritaði: Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2306463 - Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins
HITTUMST, ferðaráðstefna höfuðborgarsvæðisins haldin af Markaðsstofu Höfuðborgarsvæðisins fer fram 8. maí í Hafnarhúsinu frá 13-16. Hafnarfjarðarbær, Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg verða meðal sýnenda.
Menningar- og ferðamálanefnd hvetur áhugasama og öll fyrirtæki í ferðaþjónustu í Hafnarfirði til að mæta og kynna sér það sem höfuðborgarsvæðið hefur upp á að bjóða sér að kostnaðarlausu.
2. 2503626 - Sumarið 2025, viðburðir
Verkefnastjóri fer yfir viðburði sumarsins.
Menningar- og ferðamálanefnd fagnar fjölbreyttri og glæsilegri dagskrá í Hafnarfirði sumarið 2025 og hvetur íbúa og gesti Hafnarfjarðar að fjölmenna á þá.
3. 2503625 - Sumardagurinn fyrsti 2025
Farið yfir framkvæmd hátíðarhaldanna á sumardaginn fyrsta.
Menningar- og ferðamálanefnd þakkar fyrir vel skipulagða hátíð og fagnar því hversu margir bæjarbúar fögnuðu komu sumars á Thorsplani og á Víðistaðatúni. Sérstakar þakkir til Skátafélagsins Hraunbúa og frjálsíþróttadeildar FH sem komu að skipulagi og framkvæmd dagsins.
4. 2504844 - Menningar- og heilsugöngur 2025
Farið yfir menningar- og heilsugöngur sumarsins.
Menningar- og ferðamálanefnd þakkar kynninguna og hvetur íbúa til þess að taka þátt í sumar.
5. 2505013 - Úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024, Seltún
Styrkjum úr Framkvæmdasjóði ferðamanna hefur verið úthlutað, Seltún hlaut styrk fyrir áframhaldandi uppbyggingu, þ.e. fyrir undirbúning og smíði á pöllum og brú auk lagningar á göngustígum.
Menningar- og ferðamálanefnd fagnar því að fá styrk fyrir áframhaldandi uppbyggingu í Seltúni.
6. 2412155 - Bæjarlistamaður 2025
Arngunnur Ýr Gylfadóttir myndlistarkona er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2025.
Menningar- og ferðamálanefnd óskar bæjarlistamanni til hamingju með nafnbótina og hlakkar til frekara samstarfs í framtíðinni.
7. 1904551 - Sveinssafn, staða og framtíðarsýn
Erindi lagt fram.
Sveinssafn í Krýsuvík og málverkasafn Sveins Björnssonar listamanns er mikilvægur þáttur í menningar- og listalífi Hafnarfjarðar.
Menningar- og ferðamálanefnd leggur áherslu á að tryggja rekstrargrundvöll safnsins í Bláa húsinu í Krýsuvík og auka opnunartíma þess og þjónustu fyrir gesti og gangandi. Krýsuvíkursvæðið er vinsæll ferðamannastaður,í uppbyggingu, fyrir erlenda og innlenda ferðamenn.
Í því skyni óskar bæjarfélagið eftir því að gerður verði rekstrarsamningur um safnið og skorar á Menningar- nýsköpunar og háskólaráðuneytið að koma í samstarf um gerð þríhliða styrktarsamnings til nokkurra ára. Einnig er skorað á HS Orku að taka þátt í uppbyggingu menningarstarfsemi á svæðinu. Slíkt samstarf myndi efla ferðamennsku og auka veg menningar á svæðinu öllum til ávinnings.

Menningar- og ferðamálanefnd felur verkefnastjóra að koma ofangreindri áskorun til ráðuneytis og HS orku.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta